Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2020 21:52 Krýsuvíkurskóli í dag. Upptök skjálftans voru 4-5 kílómetra frá staðnum en 30 manns voru í skólanum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Yfir fjögur hundruð eftirskjálftar hafa mælst, þeir sterkustu í kringum fjögur stig. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík brotnuðu lausamunir og þar hrundi úr fjöllum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Jarðskjálftinn er einn sá öflugasti sem orðið hefur á Reykjanesskaga í áratugi og vegna nálægðar hans við Reykjavíkursvæðið með þeim sterkustu sem stór hluti landsmanna hefur upplifað. Hjörtur Einarsson, staðarhaldari Krýsuvíkurskóla, lýsir því hvar hann sá grjótið hrynja úr fjöllunum ofan Krýsuvíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Upptökin voru í fjöllunum ofan Krýsuvíkur. Það var sennilega fólkið í meðferðarheimilinu í Krýsuvíkurskóla sem fann sterkast fyrir honum enda var skjálftamiðjan aðeins fimm kílómetra frá staðnum. Þrjátíu manns voru í skólanum, karlar og konur, 22 vistmenn og 8 starfsmenn. Hjörtur Einarsson, staðarhaldari Krýsuvíkurskóla, stóð á hlaðinu við húsið. Hjörtur staðarhaldari sýnir hvar sprunga opnaðist í vegg í Krýsuvíkurskóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég bara sá húsið hreyfast alveg. Og þegar ég lít upp þá horfi ég hérna upp í fjall og sé grjóthrun bæði í efra fjallinu og svo í hlíðinni hérna,“ segir Hjörtur og bendir á hvar stórgrýtið kom veltandi niður. „Þannig að þetta var bara svakalegt. Miklar drunur og mikil upplifun.“ Jón K. Jacobsen, dagskrárstjóri Krýsuvíkurskóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En var fólkinu inni brugðið? „Því var mjög brugðið. Bara eftir smátíma, þá komu þau öll hlaupandi út,“ segir Hjörtur. Allt var á tjá og tundri þegar þessi mynd var tekin í einu vistherbergjanna rétt eftir stóra skjálftann.Mynd/Aðsend. Jón K. Jacobsen, dagskrárstjóri Krýsuvíkurskóla, var með skjólstæðing í viðtalsherbergi í sporavinnu. „Það bara nötraði allt húsið. Kom rosahvellur. Ég hugsa að þetta hafi bara verið í 20-30 sekúndur sem skólinn hristist. Miklar drunur,“ segir Jón. Innanhúss mátti sjá að sprungur opnuðust í veggjum og skemmdir urðu á lausamunum. Þar hrundi úr hillum, glervasi brotnaði, myndarammar féllu af veggjum, spegill brotnaði, ljós féll úr lofti og mótorhjól valt um koll. „Já, fólk er skelkað,“ segir Jón. En þarf að halda utan um fólk eftir svona upplifun? „Já, já. Við hlúum að þeim og höldum utan um þau. Tölum um þetta. Það er alveg á hreinu,“ segir Hjörtur. Í jarðvegsnámu Steypustöðvarinnar í Vatnsskarði við Krýsuvíkurleið voru um tíu manns að störfum þegar þar tók allt að hristast og skjálfa. Jóhann Jónsson, viðgerðarmaður í Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta var frekar óþægileg tilfinning,“ segir Jóhann Jónsson viðgerðarmaður og játar því að menn hafi orðið smeykir þegar jarðvegurinn fór af stað í hlíðum námunnar. „Já, það fór allt af stað hér í hlíðunum, þar sem ýtumaðurinn er að ýta hér fyrir ofan. Bara grjóthrun,“ segir Jóhann. Jón Sævin Hallgrímsson var á jarðýtu uppi í fjalli í námunni þegar skjálftinn reið yfir og hlíðin fór af stað.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jón Sævin Hallgrímsson var á jarðýtunni uppi í fjallinu og kveðst hafa skynjað að þetta var jarðskjálfti. „Ég áttaði mig á því þegar ég sá þarna hrynja úr fjallinu. Þá áttaði ég mig á því að það væri kominn jarðskjálfti hérna,“ segir Jón Sævin. „Svo fórum við í kaffi hérna og þá fór kaffiskúrinn alveg á reiðiskjálf hérna í seinni skjálftanum,“ segir Jóhann. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Meðferðarheimili Tengdar fréttir Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28 Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56 Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Yfir fjögur hundruð eftirskjálftar hafa mælst, þeir sterkustu í kringum fjögur stig. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík brotnuðu lausamunir og þar hrundi úr fjöllum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Jarðskjálftinn er einn sá öflugasti sem orðið hefur á Reykjanesskaga í áratugi og vegna nálægðar hans við Reykjavíkursvæðið með þeim sterkustu sem stór hluti landsmanna hefur upplifað. Hjörtur Einarsson, staðarhaldari Krýsuvíkurskóla, lýsir því hvar hann sá grjótið hrynja úr fjöllunum ofan Krýsuvíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Upptökin voru í fjöllunum ofan Krýsuvíkur. Það var sennilega fólkið í meðferðarheimilinu í Krýsuvíkurskóla sem fann sterkast fyrir honum enda var skjálftamiðjan aðeins fimm kílómetra frá staðnum. Þrjátíu manns voru í skólanum, karlar og konur, 22 vistmenn og 8 starfsmenn. Hjörtur Einarsson, staðarhaldari Krýsuvíkurskóla, stóð á hlaðinu við húsið. Hjörtur staðarhaldari sýnir hvar sprunga opnaðist í vegg í Krýsuvíkurskóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég bara sá húsið hreyfast alveg. Og þegar ég lít upp þá horfi ég hérna upp í fjall og sé grjóthrun bæði í efra fjallinu og svo í hlíðinni hérna,“ segir Hjörtur og bendir á hvar stórgrýtið kom veltandi niður. „Þannig að þetta var bara svakalegt. Miklar drunur og mikil upplifun.“ Jón K. Jacobsen, dagskrárstjóri Krýsuvíkurskóla.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En var fólkinu inni brugðið? „Því var mjög brugðið. Bara eftir smátíma, þá komu þau öll hlaupandi út,“ segir Hjörtur. Allt var á tjá og tundri þegar þessi mynd var tekin í einu vistherbergjanna rétt eftir stóra skjálftann.Mynd/Aðsend. Jón K. Jacobsen, dagskrárstjóri Krýsuvíkurskóla, var með skjólstæðing í viðtalsherbergi í sporavinnu. „Það bara nötraði allt húsið. Kom rosahvellur. Ég hugsa að þetta hafi bara verið í 20-30 sekúndur sem skólinn hristist. Miklar drunur,“ segir Jón. Innanhúss mátti sjá að sprungur opnuðust í veggjum og skemmdir urðu á lausamunum. Þar hrundi úr hillum, glervasi brotnaði, myndarammar féllu af veggjum, spegill brotnaði, ljós féll úr lofti og mótorhjól valt um koll. „Já, fólk er skelkað,“ segir Jón. En þarf að halda utan um fólk eftir svona upplifun? „Já, já. Við hlúum að þeim og höldum utan um þau. Tölum um þetta. Það er alveg á hreinu,“ segir Hjörtur. Í jarðvegsnámu Steypustöðvarinnar í Vatnsskarði við Krýsuvíkurleið voru um tíu manns að störfum þegar þar tók allt að hristast og skjálfa. Jóhann Jónsson, viðgerðarmaður í Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta var frekar óþægileg tilfinning,“ segir Jóhann Jónsson viðgerðarmaður og játar því að menn hafi orðið smeykir þegar jarðvegurinn fór af stað í hlíðum námunnar. „Já, það fór allt af stað hér í hlíðunum, þar sem ýtumaðurinn er að ýta hér fyrir ofan. Bara grjóthrun,“ segir Jóhann. Jón Sævin Hallgrímsson var á jarðýtu uppi í fjalli í námunni þegar skjálftinn reið yfir og hlíðin fór af stað.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jón Sævin Hallgrímsson var á jarðýtunni uppi í fjallinu og kveðst hafa skynjað að þetta var jarðskjálfti. „Ég áttaði mig á því þegar ég sá þarna hrynja úr fjallinu. Þá áttaði ég mig á því að það væri kominn jarðskjálfti hérna,“ segir Jón Sævin. „Svo fórum við í kaffi hérna og þá fór kaffiskúrinn alveg á reiðiskjálf hérna í seinni skjálftanum,“ segir Jóhann. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Meðferðarheimili Tengdar fréttir Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28 Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56 Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28
Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56
Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47
Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13