Starfsmenn og sjúklingur á Landakoti greindust með veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 10:48 Landakot stendur við Túngötu í Reykjavík. Vísir/vilhelm Nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á Landakoti, öldunarlækningadeild Landspítala, greindust með kórónuveiruna síðdegis í gær. Allir sjúklingar á tveimur deildum eru komnir í sóttkví og Landakoti hefur verið lokað fyrir heimsóknum. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu í dag en Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítala staðfestir smitin í samtali við Vísi. Hún segir að smitrakning hafi þegar farið í gang í gær. Þá sé einnig hafin skimun á þeim sem útsettir eru fyrir smiti. „Við sjáum eftir því sem líður á daginn hvernig framhaldið verður, hvort það greinist fleiri,“ segir Anna Sigrún. Sjúklingurinn sem er smitaður hefur verið fluttur á smitsjúkdómadeild Landspítala. Um hundrað starfsmenn spítalans verða skimaðir út frá starfsmönnunum Landakots sem greindust. Á milli 50 og 60 sjúklingar eru á Landakoti og um helmingur þeirra er í sóttkví á tveimur deildum. „Við getum áfram sinnt fólkinu, það er starfsfólk til þess. Vonandi náum við svo að aflétta sóttkví hratt en það kemur í ljós,“ segir Anna Sigrún. Kórónuveiran komst einnig inn á Landakot í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Þá greindust nokkrir starfsmenn og sjúklingar með veiruna og á tímabili var lokað fyrir innlagnir á Landakot vegna smitanna. Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á Landakoti, öldunarlækningadeild Landspítala, greindust með kórónuveiruna síðdegis í gær. Allir sjúklingar á tveimur deildum eru komnir í sóttkví og Landakoti hefur verið lokað fyrir heimsóknum. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu í dag en Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítala staðfestir smitin í samtali við Vísi. Hún segir að smitrakning hafi þegar farið í gang í gær. Þá sé einnig hafin skimun á þeim sem útsettir eru fyrir smiti. „Við sjáum eftir því sem líður á daginn hvernig framhaldið verður, hvort það greinist fleiri,“ segir Anna Sigrún. Sjúklingurinn sem er smitaður hefur verið fluttur á smitsjúkdómadeild Landspítala. Um hundrað starfsmenn spítalans verða skimaðir út frá starfsmönnunum Landakots sem greindust. Á milli 50 og 60 sjúklingar eru á Landakoti og um helmingur þeirra er í sóttkví á tveimur deildum. „Við getum áfram sinnt fólkinu, það er starfsfólk til þess. Vonandi náum við svo að aflétta sóttkví hratt en það kemur í ljós,“ segir Anna Sigrún. Kórónuveiran komst einnig inn á Landakot í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Þá greindust nokkrir starfsmenn og sjúklingar með veiruna og á tímabili var lokað fyrir innlagnir á Landakot vegna smitanna.
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira