„Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2020 16:23 Bóndinn á Grænumýri segir riðusmitið vera mikið áfall. Vísir/Tryggvi Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. Erfitt gæti reynst að farga öllum þeim skepnum sem þarf að skera niður. Greint var frá því í gær að mögulega þurfi að skera niður á þriðja þúsund fjár eftir að riðusmit kom upp í Skagafirði í Tröllaskagahólfi. Sterkur grunur leikur á að riðusmitað fé hafi farið frá Stóru-Ökrum Eitt á þrjá aðra bæi í sveitinni. Þar á meðal einn hrútur á Grænumýri, þar sem líklegast þarf að skera niður allt fé. „Það er bara mjög slæmt, það er bara áfall. Það er bara þannig,“ segir Guttormur Hrafn Stefánssson, bóndi á Grænumýri. Endanleg niðurstaða um hvort skera þurfi niður mun ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Guttormur er ekki bjartsýnn. „Það er alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin.“ Hann segir óvíst hvað taki við. „Það er bara óljóst, það er bara að taka stöðuna þegar úrskurðurinn kemur,“ segir Guttormur en atvinnuvegaráðuneytið þarf að fyrirskipa fyrir um niðurskurð eftir að endanleg niðurstaða um riðusmit liggur fyrir. Sýnatökur hafa farið fram víða í Tröllaskagahólfi í dag og í gær til að reyna að meta útbreiðslu riðusmitsins. „Þegar við fáum niðurstöðurnar varðandi þær fáum við betri mynd hversu víðtækt smitið er,“ segir Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir á norðvestursvæði. Um gríðarleg magn fjár er að ræða, og erfitt gæti reynst að farga því verði skorið niður. Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir stendur í ströngu þessa dagana.Vísir/Tryggvi „Það er stærsta vandamálið varðandi förgunina, það er að finna hentuga leið til þess.“ Í fyrri riðusmitum hafa hræin verið send í brennslu en líklega verður niðurskurðurinn nú of umfangsmikill til þess. Matvælastofnun hefur óskað eftir leiðbeiningum frá Umhverfisstofnun um hvað megi og hvað megi ekki í þessum efnum. Líklegt er talið að hræin verði urðuð á urðunarrsvæðum þar sem svokallaðir áhættuvefir og sýkt hræ hafa verið urðuð fyrir. Jón Kolbeinn hefur verið í nánum samskiptum við bændur á svæðinu síðustu daga. Hann segir hljóðið þungt. „Flestir eru hugsi og leiðir. Þetta er mikið högg. Það er ekkert grín þegar menn þurfa að skera niður bústofninn sinn. Miklar tilfinningar í spilinu þannig að að við höldum ró okkur og hugsum vel til hvers annars. Það er engum að kenna þegar eitthvað svona kemur upp. Þetta er eitthvað frá forfeðrum okkar, þetta smitefni.“ Skagafjörður Landbúnaður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. Erfitt gæti reynst að farga öllum þeim skepnum sem þarf að skera niður. Greint var frá því í gær að mögulega þurfi að skera niður á þriðja þúsund fjár eftir að riðusmit kom upp í Skagafirði í Tröllaskagahólfi. Sterkur grunur leikur á að riðusmitað fé hafi farið frá Stóru-Ökrum Eitt á þrjá aðra bæi í sveitinni. Þar á meðal einn hrútur á Grænumýri, þar sem líklegast þarf að skera niður allt fé. „Það er bara mjög slæmt, það er bara áfall. Það er bara þannig,“ segir Guttormur Hrafn Stefánssson, bóndi á Grænumýri. Endanleg niðurstaða um hvort skera þurfi niður mun ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Guttormur er ekki bjartsýnn. „Það er alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin.“ Hann segir óvíst hvað taki við. „Það er bara óljóst, það er bara að taka stöðuna þegar úrskurðurinn kemur,“ segir Guttormur en atvinnuvegaráðuneytið þarf að fyrirskipa fyrir um niðurskurð eftir að endanleg niðurstaða um riðusmit liggur fyrir. Sýnatökur hafa farið fram víða í Tröllaskagahólfi í dag og í gær til að reyna að meta útbreiðslu riðusmitsins. „Þegar við fáum niðurstöðurnar varðandi þær fáum við betri mynd hversu víðtækt smitið er,“ segir Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir á norðvestursvæði. Um gríðarleg magn fjár er að ræða, og erfitt gæti reynst að farga því verði skorið niður. Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir stendur í ströngu þessa dagana.Vísir/Tryggvi „Það er stærsta vandamálið varðandi förgunina, það er að finna hentuga leið til þess.“ Í fyrri riðusmitum hafa hræin verið send í brennslu en líklega verður niðurskurðurinn nú of umfangsmikill til þess. Matvælastofnun hefur óskað eftir leiðbeiningum frá Umhverfisstofnun um hvað megi og hvað megi ekki í þessum efnum. Líklegt er talið að hræin verði urðuð á urðunarrsvæðum þar sem svokallaðir áhættuvefir og sýkt hræ hafa verið urðuð fyrir. Jón Kolbeinn hefur verið í nánum samskiptum við bændur á svæðinu síðustu daga. Hann segir hljóðið þungt. „Flestir eru hugsi og leiðir. Þetta er mikið högg. Það er ekkert grín þegar menn þurfa að skera niður bústofninn sinn. Miklar tilfinningar í spilinu þannig að að við höldum ró okkur og hugsum vel til hvers annars. Það er engum að kenna þegar eitthvað svona kemur upp. Þetta er eitthvað frá forfeðrum okkar, þetta smitefni.“
Skagafjörður Landbúnaður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23