Heræfingar í háloftum Íslands Guttormur Þorsteinsson skrifar 26. október 2020 08:31 Nýlega bárust fréttir af því að flugher Bandaríkjanna væri að æfa aðflug á Akureyrarflugvelli með tilheyrandi hávaða. Hávaðinn af orrustuþotum sem þessum stafar af því að þær þurfa að nota afturbrennara til að taka á loft, sem og til þess að brjóta hljóðmúrinn á flugi. Herþotur eru auðvitað ekki hannaðar til þess að lágmarka hávaða- og loftmengun eins og borgaralegar flugvélar því að loftbardagar krefjast mikillar hröðunar og gríðarlegrar brennslu eldsneytis. Þó engar opinberar tölur séu um eldsneytiseyðslu loftrýmisgæslunnar reiknast mér til að orrustuþotur eins og nú angra íbúa Keflavíkur og Akureyrar eyði jafnmiklu eldsneyti og 700 bílar. Og til hvers þurfum við að sitja upp með þessa mengun? Bandaríska herliðið sem er hér á landi er annsi fjölmennt eða 250 manns, og við það bætist enn fjölmennara lið kanadíska flughersins vegna kafbátaleitar. Maður gæti spurt sig afhverju séu svona margir hermenn hér á landi fyrst að herinn á að heita farinn en það er því miður ekki raunin. Árið 2008 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir loftrýmiseftirliti Nató þjóða til að tryggja „sýnilegar og trúverðugar varnir“ en tímabundnir og fyrirfram-auglýstir loftfimleikar eru bersýnilega ekki trúverðug vörn, og fyrir hverju þá? Enda er það augljóslega skilningur þeirra flugherja sem koma hingað að þetta séu fyrst og fremst spennandi æfingar við framandi aðstæður. Þá er hinsvegar erfiðara að skilja afhverju íslenskir skattgreiðendur ættu að niðurgreiða þær. Kafbátaeftirlitið tengist svo aukinni áherslu Bandaríkjanna og Nató á norðurhöf eftir því sem siglingaleiðir opnast vegna ört bráðnandi hafíss. Ísland hefur verið fært inn á svæði nýstofnaðs annars flota Bandaríkjahers og bæði hann og íslensk stjórnvöld hyggja á framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli til að styðja hann og hýsa enn fleiri hermenn. Þessar skuldbindingar undirgengust íslensk stjórnvöld í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur með leynilegri bókun við varnarsamninginn sem aldrei kom til umræðu fyrir Alþingi, hvað þá meðal almennings. Fjármálaætlun næstu þriggja ára gerir ráð fyrir auknum útgjöldum til varnarmála til að standa undir þessu. Þetta gengur þvert gegn hagsmunum Íslands af friði á norðurslóðum. Eltingaleikur við kafbáta Rússa gerir kjarnorkuslys í landhelginni einungis líklegra og vígvæðing norðurhafa eykur enn frekar á spennu sem hefur blessunarlega verið lítil síðan Kalda stríðinu lauk. Leggjum frekar áherslu á að draga úr ónauðsynlegum og umhverfisspillandi heræfingum á og í kringum Ísland. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Guttormur Þorsteinsson Akureyrarflugvöllur Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir af því að flugher Bandaríkjanna væri að æfa aðflug á Akureyrarflugvelli með tilheyrandi hávaða. Hávaðinn af orrustuþotum sem þessum stafar af því að þær þurfa að nota afturbrennara til að taka á loft, sem og til þess að brjóta hljóðmúrinn á flugi. Herþotur eru auðvitað ekki hannaðar til þess að lágmarka hávaða- og loftmengun eins og borgaralegar flugvélar því að loftbardagar krefjast mikillar hröðunar og gríðarlegrar brennslu eldsneytis. Þó engar opinberar tölur séu um eldsneytiseyðslu loftrýmisgæslunnar reiknast mér til að orrustuþotur eins og nú angra íbúa Keflavíkur og Akureyrar eyði jafnmiklu eldsneyti og 700 bílar. Og til hvers þurfum við að sitja upp með þessa mengun? Bandaríska herliðið sem er hér á landi er annsi fjölmennt eða 250 manns, og við það bætist enn fjölmennara lið kanadíska flughersins vegna kafbátaleitar. Maður gæti spurt sig afhverju séu svona margir hermenn hér á landi fyrst að herinn á að heita farinn en það er því miður ekki raunin. Árið 2008 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir loftrýmiseftirliti Nató þjóða til að tryggja „sýnilegar og trúverðugar varnir“ en tímabundnir og fyrirfram-auglýstir loftfimleikar eru bersýnilega ekki trúverðug vörn, og fyrir hverju þá? Enda er það augljóslega skilningur þeirra flugherja sem koma hingað að þetta séu fyrst og fremst spennandi æfingar við framandi aðstæður. Þá er hinsvegar erfiðara að skilja afhverju íslenskir skattgreiðendur ættu að niðurgreiða þær. Kafbátaeftirlitið tengist svo aukinni áherslu Bandaríkjanna og Nató á norðurhöf eftir því sem siglingaleiðir opnast vegna ört bráðnandi hafíss. Ísland hefur verið fært inn á svæði nýstofnaðs annars flota Bandaríkjahers og bæði hann og íslensk stjórnvöld hyggja á framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli til að styðja hann og hýsa enn fleiri hermenn. Þessar skuldbindingar undirgengust íslensk stjórnvöld í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur með leynilegri bókun við varnarsamninginn sem aldrei kom til umræðu fyrir Alþingi, hvað þá meðal almennings. Fjármálaætlun næstu þriggja ára gerir ráð fyrir auknum útgjöldum til varnarmála til að standa undir þessu. Þetta gengur þvert gegn hagsmunum Íslands af friði á norðurslóðum. Eltingaleikur við kafbáta Rússa gerir kjarnorkuslys í landhelginni einungis líklegra og vígvæðing norðurhafa eykur enn frekar á spennu sem hefur blessunarlega verið lítil síðan Kalda stríðinu lauk. Leggjum frekar áherslu á að draga úr ónauðsynlegum og umhverfisspillandi heræfingum á og í kringum Ísland. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun