Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 26. október 2020 12:05 Svo gæti farið að fella þurfi um þrjú þúsund kindur í Tröllaskagahólfi. Vísir/Vilhelm Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur en eins og greint var frá fyrir helgi er talið líklegt að sjúkdóminn sem fyrst greindist á bænum Stóru Ökrum sé einnig að finna á þremur öðrum bæjum á svæðinu. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr sýnatöku á þremur bæjum í Tröllaskagahólfi þar sem grunur leikur á riðusmiti. Héraðsdýralæknir segir fleiri sýni hafa verið send til rannsóknar, þótt ekki sé rökstuddur grunur um frekara smit. Allur sé þó varinn góður. Betra að hafa vaðið fyrir neðan sig Héraðsdýralæknir Norðurlands, Jón Kolbeinn Jónsson, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ekki sé von á niðurstöðum frá rannsóknarstöðinni að Keldum fyrr en seint á morgun. Fleiri sýni hafa að sögn Jóns einnig verið send en þó vildi hann ekki ganga svo langt að segja að þar sé grunur um smit. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og láta greina meira en minna. Að sögn Jóns hafa bændur margir haft samband og lýst áhyggjum af því að smit gæti leynst í gripum þeirra, en oft sé um eitthvað annað að ræða en riðu. Menn séu meira á varðbergi nú, eftir að riðusmitið kom upp. Að sögn Jóns búa menn sig nú undir að niðurstaðan úr sýnatökunni frá bæjunum þremur verði jákvæð og reyna nú að koma höndum á gripi sem hafi verið fluttir af þeim bæjum og á aðra í sveitinni. Niðurskurður enn ekki hafinn Niðurskurður er ekki hafinn á Stóru Ökrum þar sem sjúkdómurinn greindist fyrst og segir Jón Kolbeinn að fyrirskipun um slíkt hafi enn ekki borist. Ef svo fer, að riða finnist á hinum bæjunum þremur, þá er útlit fyrir að það þurfi að fella um þrjú þúsund kindur og lömb. Bæirnir eru allir í Tröllaskagahólfi og segir Jón Kolbeinn allt gert til að hefta frekari útbreiðslu. Riða í Skagafirði Landbúnaður Skagafjörður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur en eins og greint var frá fyrir helgi er talið líklegt að sjúkdóminn sem fyrst greindist á bænum Stóru Ökrum sé einnig að finna á þremur öðrum bæjum á svæðinu. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr sýnatöku á þremur bæjum í Tröllaskagahólfi þar sem grunur leikur á riðusmiti. Héraðsdýralæknir segir fleiri sýni hafa verið send til rannsóknar, þótt ekki sé rökstuddur grunur um frekara smit. Allur sé þó varinn góður. Betra að hafa vaðið fyrir neðan sig Héraðsdýralæknir Norðurlands, Jón Kolbeinn Jónsson, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ekki sé von á niðurstöðum frá rannsóknarstöðinni að Keldum fyrr en seint á morgun. Fleiri sýni hafa að sögn Jóns einnig verið send en þó vildi hann ekki ganga svo langt að segja að þar sé grunur um smit. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og láta greina meira en minna. Að sögn Jóns hafa bændur margir haft samband og lýst áhyggjum af því að smit gæti leynst í gripum þeirra, en oft sé um eitthvað annað að ræða en riðu. Menn séu meira á varðbergi nú, eftir að riðusmitið kom upp. Að sögn Jóns búa menn sig nú undir að niðurstaðan úr sýnatökunni frá bæjunum þremur verði jákvæð og reyna nú að koma höndum á gripi sem hafi verið fluttir af þeim bæjum og á aðra í sveitinni. Niðurskurður enn ekki hafinn Niðurskurður er ekki hafinn á Stóru Ökrum þar sem sjúkdómurinn greindist fyrst og segir Jón Kolbeinn að fyrirskipun um slíkt hafi enn ekki borist. Ef svo fer, að riða finnist á hinum bæjunum þremur, þá er útlit fyrir að það þurfi að fella um þrjú þúsund kindur og lömb. Bæirnir eru allir í Tröllaskagahólfi og segir Jón Kolbeinn allt gert til að hefta frekari útbreiðslu.
Riða í Skagafirði Landbúnaður Skagafjörður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
„Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23