„Það brýtur í okkur hjörtun að sjá hversu leið hún er og sorgmædd“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2020 18:31 Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu Bragadóttur. Vísir/Vilhelm „Það er bókstaflega allt brunnið,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu Bragadóttur. Eldur kom upp í íbúð Lindu í Grafarvogi síðastliðið mánudagskvöld. Linda þurfti að hlaupa í gegnum eldinn til að komast út úr íbúðinni en Katla segir það kraftaverki líkast að amma hennar hafi sloppið lifandi. Linda hlaut minniháttar áverka en andlegu sárin er mikil eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. „Það versta er hvað hún er rosalega illa stödd andlega. Henni líður rosalega illa og það brýtur í okkur hjörtun að sjá hversu leið hún er og sorgmædd,“ segir Katla. Katla og aðstandendur Lindu hafa hrundið af stað söfnun í þeirri von um að Linda verði komin í íbúð fyrir jól. Upplýsingar um styrktarreikninginn eru eftirfarandi: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339 Viðtal við Kötlu má sjá hér fyrir neðan: Börn spurðu eftir konunni sem er svo góð við þau Katla segir ömmu sína afar vinsæla konu og hefur hún fengið skilaboð frá allskonar fólki úti um allan bæ sem hún hafði ekki hugmynd um að væru vinir ömmu hennar. Þegar fréttastofu bar að garði við heimili Lindu í Grafarvogi í dag komu þar að ung börn sem spurðust fyrir um Lindu sem hafði verið svo góð við þau. Linda Bragadóttir í íbúð sinn í Grafarvogi. „Hún er svo góð kona og gefur svo mikið af sér. Nú er kominn tími til að hún fari að þiggja og það er það sem við erum að gera, þiggja alla aðstoð frá fólki,“ segir Katla. „Hún er mjög hjartahlý og rosalega góð við alla. Allir sem þekkja Lindu Braga elska Lindu Braga. Það er svolítið þannig,“ segir Katla. Fundu hring sem Lindu þykir vænt um Tjónið er gífurlegt. „Það er bókstaflega allt brunnið. Það var einn hringur sem henni þótti rosalega vænt um sem litli bróðir minn fór að gramsa eftir og fann. Hann er ónýtur en við ætlum að reyna að fá einhvern gullsmið til að laga hann, það er það sem skiptir máli. Annars er allt annað farið, nema þessi hringur sem við ætlum að varðveita,“ segir Katla Ljóst er að tjónið er gríðarlegt. Vísir/Vilhelm Á ekkert nema okkur Hún segir fjölskylduna þiggja alla aðstoð. „Hún á ekkert, nema hún á okkur, það er það sem skiptir hana rosalega miklu máli. Við tökum við peningum, notuðum hlutum, nýjum hlutum. Við höfum fengið gjafabréf frá fyrirtækjum og það er rosalega mikils virði. Það er mikilvægt að meðan hún fær að vinna í sér að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Við viljum ekki að hún hafi áhyggjur af því að finna nýja íbúð. Við ætlum bara að reyna að redda þessum hlutum og fá hjálp úr samfélaginu.“ Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir „Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan safnar fyrir konuna og vonar að hún verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. 29. október 2020 15:38 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Það er bókstaflega allt brunnið,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu Bragadóttur. Eldur kom upp í íbúð Lindu í Grafarvogi síðastliðið mánudagskvöld. Linda þurfti að hlaupa í gegnum eldinn til að komast út úr íbúðinni en Katla segir það kraftaverki líkast að amma hennar hafi sloppið lifandi. Linda hlaut minniháttar áverka en andlegu sárin er mikil eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. „Það versta er hvað hún er rosalega illa stödd andlega. Henni líður rosalega illa og það brýtur í okkur hjörtun að sjá hversu leið hún er og sorgmædd,“ segir Katla. Katla og aðstandendur Lindu hafa hrundið af stað söfnun í þeirri von um að Linda verði komin í íbúð fyrir jól. Upplýsingar um styrktarreikninginn eru eftirfarandi: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339 Viðtal við Kötlu má sjá hér fyrir neðan: Börn spurðu eftir konunni sem er svo góð við þau Katla segir ömmu sína afar vinsæla konu og hefur hún fengið skilaboð frá allskonar fólki úti um allan bæ sem hún hafði ekki hugmynd um að væru vinir ömmu hennar. Þegar fréttastofu bar að garði við heimili Lindu í Grafarvogi í dag komu þar að ung börn sem spurðust fyrir um Lindu sem hafði verið svo góð við þau. Linda Bragadóttir í íbúð sinn í Grafarvogi. „Hún er svo góð kona og gefur svo mikið af sér. Nú er kominn tími til að hún fari að þiggja og það er það sem við erum að gera, þiggja alla aðstoð frá fólki,“ segir Katla. „Hún er mjög hjartahlý og rosalega góð við alla. Allir sem þekkja Lindu Braga elska Lindu Braga. Það er svolítið þannig,“ segir Katla. Fundu hring sem Lindu þykir vænt um Tjónið er gífurlegt. „Það er bókstaflega allt brunnið. Það var einn hringur sem henni þótti rosalega vænt um sem litli bróðir minn fór að gramsa eftir og fann. Hann er ónýtur en við ætlum að reyna að fá einhvern gullsmið til að laga hann, það er það sem skiptir máli. Annars er allt annað farið, nema þessi hringur sem við ætlum að varðveita,“ segir Katla Ljóst er að tjónið er gríðarlegt. Vísir/Vilhelm Á ekkert nema okkur Hún segir fjölskylduna þiggja alla aðstoð. „Hún á ekkert, nema hún á okkur, það er það sem skiptir hana rosalega miklu máli. Við tökum við peningum, notuðum hlutum, nýjum hlutum. Við höfum fengið gjafabréf frá fyrirtækjum og það er rosalega mikils virði. Það er mikilvægt að meðan hún fær að vinna í sér að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Við viljum ekki að hún hafi áhyggjur af því að finna nýja íbúð. Við ætlum bara að reyna að redda þessum hlutum og fá hjálp úr samfélaginu.“
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir „Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan safnar fyrir konuna og vonar að hún verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. 29. október 2020 15:38 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan safnar fyrir konuna og vonar að hún verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. 29. október 2020 15:38