Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 20:53 Gunter birti þessa mynd á Twitter í dag og sendir kveðju á Bandaríkjaforseta. TWitter Bandaríska sendiráðsins Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. Þakkaði hann Donald Trump Bandaríkjaforseta og öðrum embættismönnum fyrir störf þeirra í þágu norðurslóða. „Hnökralausir flutningar í hið nýja bandaríska sendiráð. Stoltur af bandaríska sendiráðinu! Þakkir til Donald Trump, Mike Pence og Mike Pompeo. Þátttaka ykkar á norðurslóðum gerir Bandaríkin og Ísland örugg og frjáls fyrir komandi kynslóðir,“ skrifar sendiherrann og birtir mynd af sér með þumalinn uppi. Open for Business! Seamless transition into the #NewUSEmbassy. Proud of @usembreykjavik! Thank you to @realDonaldTrump, @Mike_Pence & @SecPompeo. Your engagement in the #HighNorth makes #America & #Iceland safe & free for generations to come! 🇺🇸🇮🇸 pic.twitter.com/1YJbj1i6tD— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 31, 2020 Gunter hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá því á síðasta ári en hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan þá. Síðast í gær sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu og var miðlinum í kjölfarið tilkynnt að boð á fund með bandarískum flotaforingja í dag væri afturkallað. Í sumar olli það einnig fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ og brugðust margir illa við þeim ummælum. Íslendingar svöruðu sendiherranum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi. Líkt og áður sagði hefur Gunter verið sendiherra frá árinu 2019 en hann var tilnefndur af Donald Trump árið 2018. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans, en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Hann er húðlæknir að mennt og kemur frá Kaliforníuríki. Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. Þakkaði hann Donald Trump Bandaríkjaforseta og öðrum embættismönnum fyrir störf þeirra í þágu norðurslóða. „Hnökralausir flutningar í hið nýja bandaríska sendiráð. Stoltur af bandaríska sendiráðinu! Þakkir til Donald Trump, Mike Pence og Mike Pompeo. Þátttaka ykkar á norðurslóðum gerir Bandaríkin og Ísland örugg og frjáls fyrir komandi kynslóðir,“ skrifar sendiherrann og birtir mynd af sér með þumalinn uppi. Open for Business! Seamless transition into the #NewUSEmbassy. Proud of @usembreykjavik! Thank you to @realDonaldTrump, @Mike_Pence & @SecPompeo. Your engagement in the #HighNorth makes #America & #Iceland safe & free for generations to come! 🇺🇸🇮🇸 pic.twitter.com/1YJbj1i6tD— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 31, 2020 Gunter hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá því á síðasta ári en hefur verið duglegur að koma sér í sviðsljósið síðan þá. Síðast í gær sakaði hann Fréttablaðið um falsfréttaflutning eftir frétt þeirra um kórónuveirusmit í sendiráðinu og var miðlinum í kjölfarið tilkynnt að boð á fund með bandarískum flotaforingja í dag væri afturkallað. Í sumar olli það einnig fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ og brugðust margir illa við þeim ummælum. Íslendingar svöruðu sendiherranum á Twitter og sögðu hann meðal annars fábjána og rasista. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa honum úr landi. Líkt og áður sagði hefur Gunter verið sendiherra frá árinu 2019 en hann var tilnefndur af Donald Trump árið 2018. Gunter er mikill stuðningsmaður forsetans, en sjálfur var hann einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum. Hann er húðlæknir að mennt og kemur frá Kaliforníuríki.
Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08
Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15