Átta smitaðir í hópsýkingu í Hvassaleiti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2020 15:11 Íbúðirnar fyrir eldri borgara eru við Hvassaleiti 56-58. Reykjavíkurborg Átta hafa greinst með Covid-19 í hópsýkingu sem kom upp í íbúðum fyrir eldri borgara í Hvassaleiti 56-58 í síðustu viku. Meðal greindu eru tveir starfsmenn og sex íbúar en einn síðarnefndu lést á Landspítalanum um helgina. Alls dvelja 58 í umræddu húsi. „Staðan er sú að fyrripart síðustu viku greinist íbúi með smit og í kjölfarið greinast fleiri íbúar og tveir starfsmenn,“ segir Bryndís Hreiðarsdóttir, starfandi verkefnastjóri félagsstarfs Reykjavíkurborgar sem rekið er á fyrstu hæð hússins. „Þá var tekin ákvörðun um að stór hópur íbúa færi í skimun og þá bætast við tvö smit til viðbótar. Þá voru allir settir í sóttkví.“ Allir starfsmenn félagsstarfsins og nokkrir aðrir einstaklingar sem sinna þjónustu við íbúa voru sendir í sýnatöku en á morgun er stefnt að því að taka sýni hjá öllum íbúum hússins. Að sögn Bryndísar mun sýntatakan fara fram á heimilum fólks. Félagsstarfinu var lokað strax og smit komu upp. „Við vinnum þetta allt í samstarfi við Almannavarnir,“ segir Bryndís, ákvarðanir um framhaldið verði teknar þegar niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir á morgun. „Við vonum af öllu hjarta að það hafi náðst að komast fyrir þetta. Íbúarnir hafa staðið sig ótrúlega vel og sýnt mikið æðruleysi, og allir sem komið hafa að.“ Hún segir íbúann sem lést hafa verið vinsælan í húsinu og að hans verði sárt saknað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Átta hafa greinst með Covid-19 í hópsýkingu sem kom upp í íbúðum fyrir eldri borgara í Hvassaleiti 56-58 í síðustu viku. Meðal greindu eru tveir starfsmenn og sex íbúar en einn síðarnefndu lést á Landspítalanum um helgina. Alls dvelja 58 í umræddu húsi. „Staðan er sú að fyrripart síðustu viku greinist íbúi með smit og í kjölfarið greinast fleiri íbúar og tveir starfsmenn,“ segir Bryndís Hreiðarsdóttir, starfandi verkefnastjóri félagsstarfs Reykjavíkurborgar sem rekið er á fyrstu hæð hússins. „Þá var tekin ákvörðun um að stór hópur íbúa færi í skimun og þá bætast við tvö smit til viðbótar. Þá voru allir settir í sóttkví.“ Allir starfsmenn félagsstarfsins og nokkrir aðrir einstaklingar sem sinna þjónustu við íbúa voru sendir í sýnatöku en á morgun er stefnt að því að taka sýni hjá öllum íbúum hússins. Að sögn Bryndísar mun sýntatakan fara fram á heimilum fólks. Félagsstarfinu var lokað strax og smit komu upp. „Við vinnum þetta allt í samstarfi við Almannavarnir,“ segir Bryndís, ákvarðanir um framhaldið verði teknar þegar niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir á morgun. „Við vonum af öllu hjarta að það hafi náðst að komast fyrir þetta. Íbúarnir hafa staðið sig ótrúlega vel og sýnt mikið æðruleysi, og allir sem komið hafa að.“ Hún segir íbúann sem lést hafa verið vinsælan í húsinu og að hans verði sárt saknað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira