Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2020 19:21 Bandarískar herþotur á flugi. Getty/Mat Gdowsk Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hennar hálfu að Bandaríkjaher hafi hér fasta viðveru eða reist verði ný bandarísk herstöð á Austfjörðum. Hins vegar hafi herinn ýmsa aðstöðu hér nú þegar vegna varnarsamningsins. Robert Burke aðmíráll og yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu og Afríku viðraði hugmyndir um fasta viðveru kafbátaleitarflugvéla og stuðningssveitar á Keflavíkurflugvelli og hafnaraðstöðu fyrir flotann á Austurlandi á fundi með völdum hópi fréttamanna í bandaríska sendiráðinu í síðustu viku. Robert Burke aðmíráll, yfirmaður bandariska flotans í Evrópu og Afríku.Mynd/bandaríska sendiráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir varnarsamning við Bandríkin og aðildina að Atlantshafsbandalaginu hluta af þeirri þjóðaröryggisstefnu sem stjórnvöld starfi eftir. Á þeim grunni hafi bandaríski herinn ákveðna aðstöðu á Keflavíkurflugvelli meðal annars fyrir kafbátaleitarflugvélar og á þeim grundvelli fari fram loftrýmisgæsla að hálfu NATO. „En eðlisbreyting eins og var orðuð í þessu samtali, það er að segja föst viðvera eða ný herstöð á Íslandi, kemur ekki til greina. Og hefur ekki verið rædd við íslenska ráðamenn né embættismenn samkvæmt okkar bestu upplýsingum,“ segir Katrín. Þetta standi ekki til enda yrði um að ræða mikla eðlisbreytingu á stöðu mála sem aldrei hafi verið rædd. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það kann að vera að það tengist minni veru sem forsætisráðherra. Enda liggur okkar afstaða alveg skýr fyrir,“ segir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Framlög hafi verið aukin vegna viðhalds á Suðurnesjum til að byggingar væru nothæfar í verkefnum sem væru talin mikilvæg í þessu samstarfi. Allar eðlisbreytingar á samstarfi við Bandaríkjamenn og NATO yrði að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi. „Hvað varðar höfn í Finnafirði hafa verið uppi ýmsar hugmyndir um stórskipahafnir, framkvæmdir, iðnað og leitar- og björgunarmiðstöð. En þar stendur heldur ekki til að reisa herstöð,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Vinstri græn Tengdar fréttir Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. 28. október 2020 23:19 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hennar hálfu að Bandaríkjaher hafi hér fasta viðveru eða reist verði ný bandarísk herstöð á Austfjörðum. Hins vegar hafi herinn ýmsa aðstöðu hér nú þegar vegna varnarsamningsins. Robert Burke aðmíráll og yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu og Afríku viðraði hugmyndir um fasta viðveru kafbátaleitarflugvéla og stuðningssveitar á Keflavíkurflugvelli og hafnaraðstöðu fyrir flotann á Austurlandi á fundi með völdum hópi fréttamanna í bandaríska sendiráðinu í síðustu viku. Robert Burke aðmíráll, yfirmaður bandariska flotans í Evrópu og Afríku.Mynd/bandaríska sendiráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir varnarsamning við Bandríkin og aðildina að Atlantshafsbandalaginu hluta af þeirri þjóðaröryggisstefnu sem stjórnvöld starfi eftir. Á þeim grunni hafi bandaríski herinn ákveðna aðstöðu á Keflavíkurflugvelli meðal annars fyrir kafbátaleitarflugvélar og á þeim grundvelli fari fram loftrýmisgæsla að hálfu NATO. „En eðlisbreyting eins og var orðuð í þessu samtali, það er að segja föst viðvera eða ný herstöð á Íslandi, kemur ekki til greina. Og hefur ekki verið rædd við íslenska ráðamenn né embættismenn samkvæmt okkar bestu upplýsingum,“ segir Katrín. Þetta standi ekki til enda yrði um að ræða mikla eðlisbreytingu á stöðu mála sem aldrei hafi verið rædd. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það kann að vera að það tengist minni veru sem forsætisráðherra. Enda liggur okkar afstaða alveg skýr fyrir,“ segir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Framlög hafi verið aukin vegna viðhalds á Suðurnesjum til að byggingar væru nothæfar í verkefnum sem væru talin mikilvæg í þessu samstarfi. Allar eðlisbreytingar á samstarfi við Bandaríkjamenn og NATO yrði að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi. „Hvað varðar höfn í Finnafirði hafa verið uppi ýmsar hugmyndir um stórskipahafnir, framkvæmdir, iðnað og leitar- og björgunarmiðstöð. En þar stendur heldur ekki til að reisa herstöð,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Vinstri græn Tengdar fréttir Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. 28. október 2020 23:19 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06
Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. 28. október 2020 23:19