Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2020 19:21 Bandarískar herþotur á flugi. Getty/Mat Gdowsk Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hennar hálfu að Bandaríkjaher hafi hér fasta viðveru eða reist verði ný bandarísk herstöð á Austfjörðum. Hins vegar hafi herinn ýmsa aðstöðu hér nú þegar vegna varnarsamningsins. Robert Burke aðmíráll og yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu og Afríku viðraði hugmyndir um fasta viðveru kafbátaleitarflugvéla og stuðningssveitar á Keflavíkurflugvelli og hafnaraðstöðu fyrir flotann á Austurlandi á fundi með völdum hópi fréttamanna í bandaríska sendiráðinu í síðustu viku. Robert Burke aðmíráll, yfirmaður bandariska flotans í Evrópu og Afríku.Mynd/bandaríska sendiráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir varnarsamning við Bandríkin og aðildina að Atlantshafsbandalaginu hluta af þeirri þjóðaröryggisstefnu sem stjórnvöld starfi eftir. Á þeim grunni hafi bandaríski herinn ákveðna aðstöðu á Keflavíkurflugvelli meðal annars fyrir kafbátaleitarflugvélar og á þeim grundvelli fari fram loftrýmisgæsla að hálfu NATO. „En eðlisbreyting eins og var orðuð í þessu samtali, það er að segja föst viðvera eða ný herstöð á Íslandi, kemur ekki til greina. Og hefur ekki verið rædd við íslenska ráðamenn né embættismenn samkvæmt okkar bestu upplýsingum,“ segir Katrín. Þetta standi ekki til enda yrði um að ræða mikla eðlisbreytingu á stöðu mála sem aldrei hafi verið rædd. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það kann að vera að það tengist minni veru sem forsætisráðherra. Enda liggur okkar afstaða alveg skýr fyrir,“ segir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Framlög hafi verið aukin vegna viðhalds á Suðurnesjum til að byggingar væru nothæfar í verkefnum sem væru talin mikilvæg í þessu samstarfi. Allar eðlisbreytingar á samstarfi við Bandaríkjamenn og NATO yrði að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi. „Hvað varðar höfn í Finnafirði hafa verið uppi ýmsar hugmyndir um stórskipahafnir, framkvæmdir, iðnað og leitar- og björgunarmiðstöð. En þar stendur heldur ekki til að reisa herstöð,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Vinstri græn Tengdar fréttir Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. 28. október 2020 23:19 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hennar hálfu að Bandaríkjaher hafi hér fasta viðveru eða reist verði ný bandarísk herstöð á Austfjörðum. Hins vegar hafi herinn ýmsa aðstöðu hér nú þegar vegna varnarsamningsins. Robert Burke aðmíráll og yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu og Afríku viðraði hugmyndir um fasta viðveru kafbátaleitarflugvéla og stuðningssveitar á Keflavíkurflugvelli og hafnaraðstöðu fyrir flotann á Austurlandi á fundi með völdum hópi fréttamanna í bandaríska sendiráðinu í síðustu viku. Robert Burke aðmíráll, yfirmaður bandariska flotans í Evrópu og Afríku.Mynd/bandaríska sendiráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir varnarsamning við Bandríkin og aðildina að Atlantshafsbandalaginu hluta af þeirri þjóðaröryggisstefnu sem stjórnvöld starfi eftir. Á þeim grunni hafi bandaríski herinn ákveðna aðstöðu á Keflavíkurflugvelli meðal annars fyrir kafbátaleitarflugvélar og á þeim grundvelli fari fram loftrýmisgæsla að hálfu NATO. „En eðlisbreyting eins og var orðuð í þessu samtali, það er að segja föst viðvera eða ný herstöð á Íslandi, kemur ekki til greina. Og hefur ekki verið rædd við íslenska ráðamenn né embættismenn samkvæmt okkar bestu upplýsingum,“ segir Katrín. Þetta standi ekki til enda yrði um að ræða mikla eðlisbreytingu á stöðu mála sem aldrei hafi verið rædd. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það kann að vera að það tengist minni veru sem forsætisráðherra. Enda liggur okkar afstaða alveg skýr fyrir,“ segir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Framlög hafi verið aukin vegna viðhalds á Suðurnesjum til að byggingar væru nothæfar í verkefnum sem væru talin mikilvæg í þessu samstarfi. Allar eðlisbreytingar á samstarfi við Bandaríkjamenn og NATO yrði að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi. „Hvað varðar höfn í Finnafirði hafa verið uppi ýmsar hugmyndir um stórskipahafnir, framkvæmdir, iðnað og leitar- og björgunarmiðstöð. En þar stendur heldur ekki til að reisa herstöð,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Vinstri græn Tengdar fréttir Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06 Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. 28. október 2020 23:19 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Bandarískur aðmíráll viðrar möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. 31. október 2020 13:06
Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. 28. október 2020 23:19