Snörp og óvenjuleg skjálftahrina í Eyjafirði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2020 10:18 Skjálftahrinan varð um einn kílómetra norður af Hrísey. Vísir/Egill Lítil jarðskjálftahrina hófst 31. október síðastliðinn um einn kílómetra norðan af Hrísey í Eyjafirði. Í hrinunni mældust um 30 jarðskjálftar sem allir voru frekar litlir, en henni lauk 4. nóvember. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir voru allir innan við 1,5 að stærð, og flestir undir 1. Samkvæmt Veðurstofunni verður fólk almennt ekki vart við skjálfta að þessari stærð. Þeir vöktu þó athygli sérfræðinga veðurstofunnar, enda er þessi fjöldi skjálfta óvanalegur á þessum slóðum. „Við nánari athuganir á upptökum skjálftanna kemur í ljós að þeir eru á mjög afmörkuð svæði og litlu dýpi, um 2-4 km. Til samanburðar eru skjálftar sem tilheyra hrinunni á Tjörnnesbrotabeltinu að mælast á 10 km dýpi,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá segir að ekki sé loku fyrir það skotið að skjálftarnir tengist óróleika vegna jarðskorpuhreyfinga úti fyrir mynni Eyjafjarðar, þó líklegra þyki út frá staðsetningu skjálftanna og lítið dýpi upptaka þeirra, að þeir tengist jarðhitavirkni sem finna má víða í firðinum. Náttúruváreftirlit Veðurstofunnar fylgist áfram vel með svæðinu í samvinnu við Jarðvísindastofnun, Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Almannavarnadeild lögreglunnar. Í lok júní lýstu almannavarnir yfir óvissuástandi vegna skjálftavirkni úti fyrir Norðurland þegar öflug jarðskjálftahrina hófst í Eyjafjarðarálnum. Síðan þá hefur svæðið verið undir mera eftirliti en ella. „Óvenju mikil jarðskjálftavirkni hefur verið fyrir norðan síðan í sumar, sér í lagi fyrir mynni Eyjarfjarðar þar sem gliðnunarbelti í Eyjafjarðarál mætir Húsavíkur- og Flateyjarmisgenginu.“ Akureyri Eldgos og jarðhræringar Hrísey Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Lítil jarðskjálftahrina hófst 31. október síðastliðinn um einn kílómetra norðan af Hrísey í Eyjafirði. Í hrinunni mældust um 30 jarðskjálftar sem allir voru frekar litlir, en henni lauk 4. nóvember. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir voru allir innan við 1,5 að stærð, og flestir undir 1. Samkvæmt Veðurstofunni verður fólk almennt ekki vart við skjálfta að þessari stærð. Þeir vöktu þó athygli sérfræðinga veðurstofunnar, enda er þessi fjöldi skjálfta óvanalegur á þessum slóðum. „Við nánari athuganir á upptökum skjálftanna kemur í ljós að þeir eru á mjög afmörkuð svæði og litlu dýpi, um 2-4 km. Til samanburðar eru skjálftar sem tilheyra hrinunni á Tjörnnesbrotabeltinu að mælast á 10 km dýpi,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá segir að ekki sé loku fyrir það skotið að skjálftarnir tengist óróleika vegna jarðskorpuhreyfinga úti fyrir mynni Eyjafjarðar, þó líklegra þyki út frá staðsetningu skjálftanna og lítið dýpi upptaka þeirra, að þeir tengist jarðhitavirkni sem finna má víða í firðinum. Náttúruváreftirlit Veðurstofunnar fylgist áfram vel með svæðinu í samvinnu við Jarðvísindastofnun, Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Almannavarnadeild lögreglunnar. Í lok júní lýstu almannavarnir yfir óvissuástandi vegna skjálftavirkni úti fyrir Norðurland þegar öflug jarðskjálftahrina hófst í Eyjafjarðarálnum. Síðan þá hefur svæðið verið undir mera eftirliti en ella. „Óvenju mikil jarðskjálftavirkni hefur verið fyrir norðan síðan í sumar, sér í lagi fyrir mynni Eyjarfjarðar þar sem gliðnunarbelti í Eyjafjarðarál mætir Húsavíkur- og Flateyjarmisgenginu.“
Akureyri Eldgos og jarðhræringar Hrísey Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira