Snörp og óvenjuleg skjálftahrina í Eyjafirði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2020 10:18 Skjálftahrinan varð um einn kílómetra norður af Hrísey. Vísir/Egill Lítil jarðskjálftahrina hófst 31. október síðastliðinn um einn kílómetra norðan af Hrísey í Eyjafirði. Í hrinunni mældust um 30 jarðskjálftar sem allir voru frekar litlir, en henni lauk 4. nóvember. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir voru allir innan við 1,5 að stærð, og flestir undir 1. Samkvæmt Veðurstofunni verður fólk almennt ekki vart við skjálfta að þessari stærð. Þeir vöktu þó athygli sérfræðinga veðurstofunnar, enda er þessi fjöldi skjálfta óvanalegur á þessum slóðum. „Við nánari athuganir á upptökum skjálftanna kemur í ljós að þeir eru á mjög afmörkuð svæði og litlu dýpi, um 2-4 km. Til samanburðar eru skjálftar sem tilheyra hrinunni á Tjörnnesbrotabeltinu að mælast á 10 km dýpi,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá segir að ekki sé loku fyrir það skotið að skjálftarnir tengist óróleika vegna jarðskorpuhreyfinga úti fyrir mynni Eyjafjarðar, þó líklegra þyki út frá staðsetningu skjálftanna og lítið dýpi upptaka þeirra, að þeir tengist jarðhitavirkni sem finna má víða í firðinum. Náttúruváreftirlit Veðurstofunnar fylgist áfram vel með svæðinu í samvinnu við Jarðvísindastofnun, Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Almannavarnadeild lögreglunnar. Í lok júní lýstu almannavarnir yfir óvissuástandi vegna skjálftavirkni úti fyrir Norðurland þegar öflug jarðskjálftahrina hófst í Eyjafjarðarálnum. Síðan þá hefur svæðið verið undir mera eftirliti en ella. „Óvenju mikil jarðskjálftavirkni hefur verið fyrir norðan síðan í sumar, sér í lagi fyrir mynni Eyjarfjarðar þar sem gliðnunarbelti í Eyjafjarðarál mætir Húsavíkur- og Flateyjarmisgenginu.“ Akureyri Eldgos og jarðhræringar Hrísey Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Lítil jarðskjálftahrina hófst 31. október síðastliðinn um einn kílómetra norðan af Hrísey í Eyjafirði. Í hrinunni mældust um 30 jarðskjálftar sem allir voru frekar litlir, en henni lauk 4. nóvember. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir voru allir innan við 1,5 að stærð, og flestir undir 1. Samkvæmt Veðurstofunni verður fólk almennt ekki vart við skjálfta að þessari stærð. Þeir vöktu þó athygli sérfræðinga veðurstofunnar, enda er þessi fjöldi skjálfta óvanalegur á þessum slóðum. „Við nánari athuganir á upptökum skjálftanna kemur í ljós að þeir eru á mjög afmörkuð svæði og litlu dýpi, um 2-4 km. Til samanburðar eru skjálftar sem tilheyra hrinunni á Tjörnnesbrotabeltinu að mælast á 10 km dýpi,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá segir að ekki sé loku fyrir það skotið að skjálftarnir tengist óróleika vegna jarðskorpuhreyfinga úti fyrir mynni Eyjafjarðar, þó líklegra þyki út frá staðsetningu skjálftanna og lítið dýpi upptaka þeirra, að þeir tengist jarðhitavirkni sem finna má víða í firðinum. Náttúruváreftirlit Veðurstofunnar fylgist áfram vel með svæðinu í samvinnu við Jarðvísindastofnun, Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Almannavarnadeild lögreglunnar. Í lok júní lýstu almannavarnir yfir óvissuástandi vegna skjálftavirkni úti fyrir Norðurland þegar öflug jarðskjálftahrina hófst í Eyjafjarðarálnum. Síðan þá hefur svæðið verið undir mera eftirliti en ella. „Óvenju mikil jarðskjálftavirkni hefur verið fyrir norðan síðan í sumar, sér í lagi fyrir mynni Eyjarfjarðar þar sem gliðnunarbelti í Eyjafjarðarál mætir Húsavíkur- og Flateyjarmisgenginu.“
Akureyri Eldgos og jarðhræringar Hrísey Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira