Góður skólabragur verður ekki til af sjálfu sér Sigrún Edda Eðvarðsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 16:01 Þann 9. nóvember stóðu Heimili og skóli, landssamtök foreldra, fyrir dagskrá á baráttudegi gegn einelti. Við hjá Heimili og skóla erum þakklát fyrir það traust sem Menntamálastofnun og Mennta- og menningamálaráðuneyti hafa sýnt samtökunum við að sjá um framkvæmd og undirbúning þessa dags en þetta er í annað sinn sem samtökin koma að undirbúningi dagsins sem haldinn var með breyttu sniði að þessu sinni í ljósi aðstæðna. Áttundi nóvember er dagurinn sem öllu jöfnu er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum landsins en tíu ár eru nú liðin frá því hann var fyrst haldinn hér á landi árið 2011. Barátta sem vinnst með samstöðu og samvinnu Á degi sem þessum er mikilvægt að skerpa á bæði fræðslu og forvörnum og hvetja til umræðu um einelti sem og að efla samstöðu og sýn innan raða allra þeirra sem mynda skólasamfélagið, þ.e. barnanna okkar, foreldra, kennara, skóla og nærsamfélags. Það skiptir miklu máli að við veltum því fyrir okkur hvar við stöndum og hvernig samfélag við viljum taka þátt í að skapa. Í gegnum árin hafa ýmsar leiðir verið farnar í baráttunni gegn einelti enda vandinn fjölþættur. Erfitt hefur reynst að útrýma einelti, enda um samfélagslegt mein að ræða þar sem ræturnar liggja víða. Barátta sem farsælast er að vinna gegn með samstöðu og samvinnu allra. Falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma Forvarnir, fræðsla, fyrirmyndir, fegurð fjölbreytileikans, falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma eru fræ sem við þurfum að sá og rækta til að uppskera. Þetta þarf ekki að vera flókið eða eins og segir í einu kvæði Einars Benediktssonar, eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ef við ætlum að ná árangri gagnvart þeirri meinsemd sem einelti er þurfum við öll sem eitt að velta fyrir okkur, okkar hlutverki og samfélagslegri skyldu. Gullna reglan, að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur, getur sömuleiðis skilað okkur dýrmætum árangri. Því það að setja sig í spor annarra og láta sig vellíðan og velgengni annarra varða skiptir svo miklu máli. Til að við náum árangri í þessari baráttu verðum við öll að líta okkur nær og velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að fyrirbyggja og koma í veg fyrir einelti. Að því sögðu langar mig að árétta að við foreldrar sem myndum skólasamfélagið á hverjum tíma, í leik-, grunn- og framhaldsskólum ásamt nemendum, kennurum og skólastjórnendum, stöndum vörð um mikilvægt samstarf heimila og skóla. Við foreldrar viljum að börnin okkar eignist góða vini og að þeim líði vel og þau upplifi að þau öll, hvert og eitt þeirra, skipti máli. Stuðlum að jákvæðum skólabrag Góður skólabragur skiptir miklu máli í þessu samhengi enda hafa rannsóknir sýnt fram á að hann getur haft mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu nemenda þar sem hann stuðlar að öruggum og heilbrigðum samskiptum. Hann verður hins vegar ekki til af sjálfu sér. Hér sannast kannski hið forkveðna að við uppskerum eins og við sáum. Stjórnendum skóla, kennurum og öðru starfsfólki ber samkvæmt aðalnámskrá að stuðla að jákvæðum skólabrag með velferð nemenda að leiðarljósi. Að sama skapi höfum við foreldrar hlutverki að gegna. Það að skapa góðan bekkjaranda þar sem vinátta og virðing ríkir getur seint verið eingöngu á hendi umsjónarkennara þar sem svo margt innan sem utan skóla hefur áhrif á daglegt líf nemenda og því erfitt að draga mörkin eingöngu við veggi skólastofunnar. Hér skiptir því hlutverk okkar foreldra og viðhorf ekki síður máli. Innan skólanna gefst okkur foreldrum einstakt tækifæri til að leggja okkar af mörkum við að gera gott skólasamfélag enn betra og taka virkan þátt í að móta og leiða gott og uppbyggilegt foreldra- og forvarnarstarf. Ásamt því að taka þátt í að skapa góðan bekkjaranda með því að huga að samveru og samstöðu bæði nemenda og foreldra. Að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi Með því að leggja góðan grunn að vináttu og vináttusamböndum með jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum og samverustundum leggjum við dýrmætan grunn sem byggja má á til framtíðar. Þannig búum við til skólasamfélag sem eflir og hvetur með samstöðu, samhug og jöfnuð að leiðarljósi eða eins og máltækið segir, að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi. Höfundur er formaður Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigrún Edda Eðvarðsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 9. nóvember stóðu Heimili og skóli, landssamtök foreldra, fyrir dagskrá á baráttudegi gegn einelti. Við hjá Heimili og skóla erum þakklát fyrir það traust sem Menntamálastofnun og Mennta- og menningamálaráðuneyti hafa sýnt samtökunum við að sjá um framkvæmd og undirbúning þessa dags en þetta er í annað sinn sem samtökin koma að undirbúningi dagsins sem haldinn var með breyttu sniði að þessu sinni í ljósi aðstæðna. Áttundi nóvember er dagurinn sem öllu jöfnu er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum landsins en tíu ár eru nú liðin frá því hann var fyrst haldinn hér á landi árið 2011. Barátta sem vinnst með samstöðu og samvinnu Á degi sem þessum er mikilvægt að skerpa á bæði fræðslu og forvörnum og hvetja til umræðu um einelti sem og að efla samstöðu og sýn innan raða allra þeirra sem mynda skólasamfélagið, þ.e. barnanna okkar, foreldra, kennara, skóla og nærsamfélags. Það skiptir miklu máli að við veltum því fyrir okkur hvar við stöndum og hvernig samfélag við viljum taka þátt í að skapa. Í gegnum árin hafa ýmsar leiðir verið farnar í baráttunni gegn einelti enda vandinn fjölþættur. Erfitt hefur reynst að útrýma einelti, enda um samfélagslegt mein að ræða þar sem ræturnar liggja víða. Barátta sem farsælast er að vinna gegn með samstöðu og samvinnu allra. Falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma Forvarnir, fræðsla, fyrirmyndir, fegurð fjölbreytileikans, falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma eru fræ sem við þurfum að sá og rækta til að uppskera. Þetta þarf ekki að vera flókið eða eins og segir í einu kvæði Einars Benediktssonar, eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ef við ætlum að ná árangri gagnvart þeirri meinsemd sem einelti er þurfum við öll sem eitt að velta fyrir okkur, okkar hlutverki og samfélagslegri skyldu. Gullna reglan, að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur, getur sömuleiðis skilað okkur dýrmætum árangri. Því það að setja sig í spor annarra og láta sig vellíðan og velgengni annarra varða skiptir svo miklu máli. Til að við náum árangri í þessari baráttu verðum við öll að líta okkur nær og velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að fyrirbyggja og koma í veg fyrir einelti. Að því sögðu langar mig að árétta að við foreldrar sem myndum skólasamfélagið á hverjum tíma, í leik-, grunn- og framhaldsskólum ásamt nemendum, kennurum og skólastjórnendum, stöndum vörð um mikilvægt samstarf heimila og skóla. Við foreldrar viljum að börnin okkar eignist góða vini og að þeim líði vel og þau upplifi að þau öll, hvert og eitt þeirra, skipti máli. Stuðlum að jákvæðum skólabrag Góður skólabragur skiptir miklu máli í þessu samhengi enda hafa rannsóknir sýnt fram á að hann getur haft mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu nemenda þar sem hann stuðlar að öruggum og heilbrigðum samskiptum. Hann verður hins vegar ekki til af sjálfu sér. Hér sannast kannski hið forkveðna að við uppskerum eins og við sáum. Stjórnendum skóla, kennurum og öðru starfsfólki ber samkvæmt aðalnámskrá að stuðla að jákvæðum skólabrag með velferð nemenda að leiðarljósi. Að sama skapi höfum við foreldrar hlutverki að gegna. Það að skapa góðan bekkjaranda þar sem vinátta og virðing ríkir getur seint verið eingöngu á hendi umsjónarkennara þar sem svo margt innan sem utan skóla hefur áhrif á daglegt líf nemenda og því erfitt að draga mörkin eingöngu við veggi skólastofunnar. Hér skiptir því hlutverk okkar foreldra og viðhorf ekki síður máli. Innan skólanna gefst okkur foreldrum einstakt tækifæri til að leggja okkar af mörkum við að gera gott skólasamfélag enn betra og taka virkan þátt í að móta og leiða gott og uppbyggilegt foreldra- og forvarnarstarf. Ásamt því að taka þátt í að skapa góðan bekkjaranda með því að huga að samveru og samstöðu bæði nemenda og foreldra. Að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi Með því að leggja góðan grunn að vináttu og vináttusamböndum með jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum og samverustundum leggjum við dýrmætan grunn sem byggja má á til framtíðar. Þannig búum við til skólasamfélag sem eflir og hvetur með samstöðu, samhug og jöfnuð að leiðarljósi eða eins og máltækið segir, að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi. Höfundur er formaður Heimilis og skóla.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun