Þjóðkirkjan og norræna módelið Skúli S. Ólafsson skrifar 23. nóvember 2020 19:00 Sveinn Atli Gunnarsson stjórnarmaður í Siðmennt talar um þjóðkirkjuna í pistli á Vísi (23/11). Hann segir Íslendinga vera í „hlekkjum“ hennar og bendir á að Siðmennt sé möguleiki fyrir fólk „til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts“. Máli sínu til stuðnings teflir hann fram tölum úr nýlegri skoðanakönnun sem félagið lét gera. Norðurlöndin Nú er það svo að íslenska þjóðkirkjan er fjarri því einstök. Hún er þvert á móti eitt af því sem einkennir Norðurlöndin. Hvað eiga Norðurlöndin fimm annars sameiginlegt? Jú, þau þykja vera í fremsta flokki þegar kemur að velferð fólks, mannréttindum, umhverfisvernd, jafnrétti, frelsi, lýðræði og valddreifingu svo eitthvað sé nefnt. „Norræna módelið“ er heimsþekkt. Með nokkurri einföldun grundvallast það annars vegar, á eindregnum vilja til að koma til móts við þau sem þurfa á opinberri þjónustu að halda og svo hins vegar er það krafan um að fólk axli samfélagslega ábyrgð ef það á þess kost. Norrænar þjóðkirkjur Ef dýpra er skyggnst, hverjar eru rætur norrænna velferðarsamfélaga? Ekki liggja þær í stjórnskipun, þrjú ríkjanna eru konungsveldi og tvö lýðveldi. Ekki er það tungan, finnskan er af öðrum stofni en hin málin. Ekki er það heldur sögulegur bakgrunnur í einu tilteknu samveldi. Hér forðum skiptu stórveldi Svía og Dana svæðinu á milli sín. Þegar betur er að gáð, kemur á daginn að hinn norræni samnefnari er sterk og öflug þjóðkirkja. Í öllum þessum löndum, þar sem trúfrelsi er óskorað og réttur minnihlutahópa er í hávegum hafður, hafa þjóðkirkjurnar yfirburðarstöðu. Hlutfall fólks í þjóðkirkjum eftir löndum er sem hér segir: Danmörk: 74,3% Svíþjóð. 57% Noregur: 71% Finnland: 69% Ísland: 60% Hér ber að hafa í huga að fríkirkjur eru víða sterkar í þessum löndum og innflytjendur hafa streymt þangað undanfarna áratugi. Á Íslandi er hlutfall innflytjenda 15%. Íbúar sem hafa búið erlendis og flytja aftur heim eru sjálfkrafa skráðir utan trúfélaga. Það er því ekki að undra að hlutfallið hafi lækkað undanfarin ár í kjölfar stórtækra lýðfræðilegra breytinga en engu að síður er það jafn hátt og tölurnar sýna. Sveinn Atli virðist líta á þjóðkirkjuna eingöngu sem trúfélag. Í ljósi stöðu sinnar og norrænna róta þá gegnir hún mun víðtækara hlutverki, sem er í senn menningarlegt og samfélagslegt. Þjóðkirkjan er þjónustusamfélag og hefur sem slík rækilega sannað gildi sitt þegar á það hefur reynt (sjá t.d. grein mína frá 19. október s.l:). Breyttur tónn í Siðmennt Siðmennt hefur lagt sig fram um að veita viðlíka þjónustu og þjóðkirkjan gerir í tengslum við ýmis tímamót í lífi fólks. Félagið býður upp á námskeið sem fólk getur sótt og öðlast það þá réttindi sem athafnastjórar. Það er auðvitað gott og blessað að almenningur geti valið hver haldi utan um athafnir á lífsleiðinni. Vitaskuld er þó ólíku saman að jafna þegar áföll verða hvort þjónustan felist eingöngu í því að sinna sjálfri athöfninni eða hvort, eins og í tilviki prests og djákna, víðtæk sálgæsla er þar einnig í boði. Pistill Sveins Atla vekur mig til umhugsunar. Það ber ekki á öðru en að nýr tónn sé kominn í Siðmennt. Þessi skilaboð hans ættu að vera áhyggjuefni fólki sem tengir lífssýn sína við opna hugsun og umburðarlyndi. Enginn Íslendingur er í hlekkjum þjóðkirkju, ekki frekar en á við um aðra Norðurlandabúa. Þjóðkirkjan hefur með boðun sinni miðlað jákvæðri lífssýn. Hún hvetur fólk til að taka stöðu með þeim sem stendur höllum fæti. Þá boðar hún þá hugsjón að hvert og eitt okkar geti með gagnlegum störfum og heiðarlegri þjónustu verið samverkamenn Guðs til að skapa betri heim. Fræðimenn hallast margir að því að þarna sé einmitt að finna jarðveginn fyrir ,,norræna módelið“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Skúli S. Ólafsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sveinn Atli Gunnarsson stjórnarmaður í Siðmennt talar um þjóðkirkjuna í pistli á Vísi (23/11). Hann segir Íslendinga vera í „hlekkjum“ hennar og bendir á að Siðmennt sé möguleiki fyrir fólk „til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts“. Máli sínu til stuðnings teflir hann fram tölum úr nýlegri skoðanakönnun sem félagið lét gera. Norðurlöndin Nú er það svo að íslenska þjóðkirkjan er fjarri því einstök. Hún er þvert á móti eitt af því sem einkennir Norðurlöndin. Hvað eiga Norðurlöndin fimm annars sameiginlegt? Jú, þau þykja vera í fremsta flokki þegar kemur að velferð fólks, mannréttindum, umhverfisvernd, jafnrétti, frelsi, lýðræði og valddreifingu svo eitthvað sé nefnt. „Norræna módelið“ er heimsþekkt. Með nokkurri einföldun grundvallast það annars vegar, á eindregnum vilja til að koma til móts við þau sem þurfa á opinberri þjónustu að halda og svo hins vegar er það krafan um að fólk axli samfélagslega ábyrgð ef það á þess kost. Norrænar þjóðkirkjur Ef dýpra er skyggnst, hverjar eru rætur norrænna velferðarsamfélaga? Ekki liggja þær í stjórnskipun, þrjú ríkjanna eru konungsveldi og tvö lýðveldi. Ekki er það tungan, finnskan er af öðrum stofni en hin málin. Ekki er það heldur sögulegur bakgrunnur í einu tilteknu samveldi. Hér forðum skiptu stórveldi Svía og Dana svæðinu á milli sín. Þegar betur er að gáð, kemur á daginn að hinn norræni samnefnari er sterk og öflug þjóðkirkja. Í öllum þessum löndum, þar sem trúfrelsi er óskorað og réttur minnihlutahópa er í hávegum hafður, hafa þjóðkirkjurnar yfirburðarstöðu. Hlutfall fólks í þjóðkirkjum eftir löndum er sem hér segir: Danmörk: 74,3% Svíþjóð. 57% Noregur: 71% Finnland: 69% Ísland: 60% Hér ber að hafa í huga að fríkirkjur eru víða sterkar í þessum löndum og innflytjendur hafa streymt þangað undanfarna áratugi. Á Íslandi er hlutfall innflytjenda 15%. Íbúar sem hafa búið erlendis og flytja aftur heim eru sjálfkrafa skráðir utan trúfélaga. Það er því ekki að undra að hlutfallið hafi lækkað undanfarin ár í kjölfar stórtækra lýðfræðilegra breytinga en engu að síður er það jafn hátt og tölurnar sýna. Sveinn Atli virðist líta á þjóðkirkjuna eingöngu sem trúfélag. Í ljósi stöðu sinnar og norrænna róta þá gegnir hún mun víðtækara hlutverki, sem er í senn menningarlegt og samfélagslegt. Þjóðkirkjan er þjónustusamfélag og hefur sem slík rækilega sannað gildi sitt þegar á það hefur reynt (sjá t.d. grein mína frá 19. október s.l:). Breyttur tónn í Siðmennt Siðmennt hefur lagt sig fram um að veita viðlíka þjónustu og þjóðkirkjan gerir í tengslum við ýmis tímamót í lífi fólks. Félagið býður upp á námskeið sem fólk getur sótt og öðlast það þá réttindi sem athafnastjórar. Það er auðvitað gott og blessað að almenningur geti valið hver haldi utan um athafnir á lífsleiðinni. Vitaskuld er þó ólíku saman að jafna þegar áföll verða hvort þjónustan felist eingöngu í því að sinna sjálfri athöfninni eða hvort, eins og í tilviki prests og djákna, víðtæk sálgæsla er þar einnig í boði. Pistill Sveins Atla vekur mig til umhugsunar. Það ber ekki á öðru en að nýr tónn sé kominn í Siðmennt. Þessi skilaboð hans ættu að vera áhyggjuefni fólki sem tengir lífssýn sína við opna hugsun og umburðarlyndi. Enginn Íslendingur er í hlekkjum þjóðkirkju, ekki frekar en á við um aðra Norðurlandabúa. Þjóðkirkjan hefur með boðun sinni miðlað jákvæðri lífssýn. Hún hvetur fólk til að taka stöðu með þeim sem stendur höllum fæti. Þá boðar hún þá hugsjón að hvert og eitt okkar geti með gagnlegum störfum og heiðarlegri þjónustu verið samverkamenn Guðs til að skapa betri heim. Fræðimenn hallast margir að því að þarna sé einmitt að finna jarðveginn fyrir ,,norræna módelið“.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun