Erlent

Vill sam­komu­lag um að skíða­­svæði í Evrópu verði lokuð fram yfir ára­­mót

Atli Ísleifsson skrifar
Angela Merkel Þýskalandskanslari vill samevrópska lausn á málinu.
Angela Merkel Þýskalandskanslari vill samevrópska lausn á málinu. Getty

Þýsk stjórnvöld leitast nú eftir samkomulagi við önnur aðildarríki ESB um að halda skíðasvæðum lokuðum fram í byrjun janúar. Skuli það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Þýsk stjórnvöld leitast nú eftir samkomulagi við önnur aðildarríki ESB um að halda skíðasvæðum í álfunni lokuðum fram í byrjun janúar. Skuli það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í samtali við leiðtoga einstakra sambandsríkja í Þýskalandi að ekki verið auðvelt að ná saman um málið, en að hún muni reyna.

BBC segir frá málinu, en þýsk stjórnvöld hafa nú framlengt hertar aðgerðir til 20. desember hlið minnsta.

Snemma í faraldrinum grasseraði kórónuveiran á skíðasvæðum í Evrópu, meðal annars Ischgl í Austurríki líkt og mikið hefur verið fjallað um, og dreifðist svo um álfuna.

Austurríkismenn efins

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt styðja frestun á skíðatímabilinu, en að þörf sé á samevrópskri lausn á málinu.

„Ef Ítalía myndi ákveða að loka öllum skíðalyftum án nokkurs stuðnings frá Frakklandi, Austurríki og öðrum löndum, þá væri hætta á að Ítalir færu utanlands og tækju svo veiruna með sér heim,“ sagði Conte í samtali við La7 fyrr í vikunni, en mikill fjöldi Ítala fer vanalega í skíðaferðalag yfir jól og áramót.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði á þriðjudaginn að öll skíðasvæði í landinu yrðu lokuð fram að áramótum. 

Austurrísk stjórnvöld hafa hins vegar lýst yfir efasemdum um að halda skíðasvæðum lokuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×