Starfsfólk í Kringlunni veiktist Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2020 12:56 Kringlan í samkomubanni Vísir/Vilhelm Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir smit sem komið hafa upp hjá starfsfólki í Kringlunni meðal þeirra sem séu í skoðun. Starfsfólk í verslunarmiðstöðinni Kringlunni hefur veikst af kórónuveirunni en ekki er vitað hvar starfsfólkið smitaðist. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Uppfært klukkan 16: Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir smitið í Kringlunni ekki tengjast verslunarrekstri þar heldur hafi tveir starfsmenn í skrifstofubyggingu Kringlunnar veikst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að rekja mætti smit til stórra verslunarmiðstöðva. Grímuskylda er í verslunarmiðstöðvum en Rögnvaldur segist ekki þekkja hvert tilfelli fyrir sig varðandi þar sem smit hafa komið upp. „Það þarf að skoða það betur. Við vitum í einhverjum tilvikum um starfsfólk sem hefur veikst sem er að vinna í Kringlunni. En það er ekki vitað hvernig þau tilvik eru komin,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur Ólafsson.Vísir/Vilhelm Einnig hafa smit verið rakin til veisluhalda um liðna helgi. Rögnvaldur segir þær veislur ekki hafa verið fjölmennar en í einhverjum tilvikum hafi fólk verið að fara á milli fámennra teita í heimahúsi. Fólk sé jafnvel farið að teygja sig svo langt að vera með hólfaskiptar veislur heima hjá sér. „Það heldur ekkert í litlu rými,“ segir Rögnvaldur. Hann telur þetta til marks um að fólk sé að missa þolinmæðina gagnvart sóttvarnaaðgerðum, sem sé grátlegt í ljósi þess að nú sé farið að sjá fyrir endann á þeim. „Það yrði slæmt að missa þetta strax úr höndunum og desember ekki kominn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kringlan Reykjavík Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Starfsfólk í verslunarmiðstöðinni Kringlunni hefur veikst af kórónuveirunni en ekki er vitað hvar starfsfólkið smitaðist. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Uppfært klukkan 16: Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir smitið í Kringlunni ekki tengjast verslunarrekstri þar heldur hafi tveir starfsmenn í skrifstofubyggingu Kringlunnar veikst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að rekja mætti smit til stórra verslunarmiðstöðva. Grímuskylda er í verslunarmiðstöðvum en Rögnvaldur segist ekki þekkja hvert tilfelli fyrir sig varðandi þar sem smit hafa komið upp. „Það þarf að skoða það betur. Við vitum í einhverjum tilvikum um starfsfólk sem hefur veikst sem er að vinna í Kringlunni. En það er ekki vitað hvernig þau tilvik eru komin,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur Ólafsson.Vísir/Vilhelm Einnig hafa smit verið rakin til veisluhalda um liðna helgi. Rögnvaldur segir þær veislur ekki hafa verið fjölmennar en í einhverjum tilvikum hafi fólk verið að fara á milli fámennra teita í heimahúsi. Fólk sé jafnvel farið að teygja sig svo langt að vera með hólfaskiptar veislur heima hjá sér. „Það heldur ekkert í litlu rými,“ segir Rögnvaldur. Hann telur þetta til marks um að fólk sé að missa þolinmæðina gagnvart sóttvarnaaðgerðum, sem sé grátlegt í ljósi þess að nú sé farið að sjá fyrir endann á þeim. „Það yrði slæmt að missa þetta strax úr höndunum og desember ekki kominn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kringlan Reykjavík Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira