Hálendisþjóðgarður fyrir sveitarfélögin Eva Björk Harðardóttir skrifar 15. desember 2020 16:56 Mikið er rætt um andstöðu sveitarfélaganna við nýtt frumvarp um hálendisþjóðgarð. Í fjölmiðlum er gagnrýni sveitarfélaganna við áform ríkisstjórnarinnar blásin upp og efasemdaraddir eru háværar og áberandi. Get ekki setið hjá lengur og tekið undir gagnrýnina með þögninni. Skaftárhreppur hefur ekki tekið afstöðu gegn hálendisþjóðgarði. Skoðanir eru svo sannarlega skiptar sem er eðlilegt en fullyrðingin að sveitarfélögin séu mótfallin hálendisþjóðgarði er röng. Við höfum áralanga reynslu af samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð í Skaftárhreppi. Tímabilið hefur einkennst af uppbyggingu innviða, nýsköpun í ferðaþjónustu og afleiddum störfum. Opinberum störfum hefur einnig fjölgað verulega. Ég sem oddviti sveitarfélags get því ekki með nokkru móti staðið gegn áformum ríkisstjórnarinnar um stofnun hálendisþjóðgarðs því mitt hlutverk sem sveitarstjórnarmanns er að hlúa að og styrkja atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Mikill samdráttur hefur orðið í tekjum sveitarfélaga eftir að covid skall á. Öll hafa sveitarfélögin þurft að laga áform sín að nýjum veruleika og skera niður framkvæmdir en í mismunandi mæli þó. Þau sveitarfélög sem reiða sig að miklu leyti á ferðaþjónustu hafa orðið einna verst úti. Hótel og veitingastaðir hafa þurft að loka, ásamt því að samdráttur hefur orðið í allri verslun og þjónustu. Búskapur á einnig undir högg að sækja eins og allur annar rekstur. Það munar um þær þúsundir ferðamanna sem á degi hverjum bætast við neytendur í okkar litlu samfélög á landsbyggðinni í venjulegu árferði. Sem ferðaþjónustuaðili langar mig einnig að leggja orð í belg. Viðkvæm eða sérstök svæði eru sannarlega mörg hver friðuð í mismunandi tilgangi og er það vel. Það sem þjóðgarður hefur fram yfir friðun eingöngu, er að með honum er ekki aðeins tryggð verndun á viðkvæmum náttúruperlum með stýringu, vöktun og uppbyggingu heldur einnig unnið með viðkomandi sveitarfélögum að atvinnusköpun og nýjum atvinnutækifærum. Yfirgnæfandi meirihluti erlendra ferðamanna koma til landsins til að upplifa þá ótrúlegu náttúru sem við höfum ennþá yfir að ráða. Með þjóðgarði erum við komin með tæki til að taka á móti öllum þeim fjölda sem hingað sækir í leit að einstakri náttúruupplifun, án þess að eiga á hættu að hálendið okkar og viðkvæmar náttúruperlur verði ferðamanninum að bráð. Sveitarfélögin í landinu eru engan veginn í stakk búin til að vakta og stýra umferð ferðamanna um hálendi Íslands. Varðandi fjármögnunina þá langar mig að minna á að Róm var ekki byggð á einum degi og eins verður svona viðamikill þjóðgarður ekki rekinn á fullum afköstum með allri þeirri uppbyggingu sem hann þarfnast strax á fyrsta árinu. Ef vel á að vera þarf að vanda til verka og ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að skipulagi og stjórnun. Hagræn áhrif þjóðgarðs er þekkt stærð víða um heim. Kannanir sýna að þjóðgarður getur gefið til baka margfalda þá upphæð sem sett er í stofnun og uppbyggingu hans. Því gefur auga leið að stærsti þjóðgarður Evrópu yrði ekki slæmt útspil fyrir ferðaþjónustuna og allar aðrar afleiddar atvinnugreinar á landsbyggðinni þegar heimsfaraldurinn rennur sitt skeið. Tökum ákvörðun um að leggja af stað í sameiginlega vegferð, að styðja við þann atvinnuveg sem á undir högg að sækja í dag. Hálendið okkar er fyrir ferðaþjónustuna eins og fiskimiðin fyrir sjávarútveginn. Þó það megi ýmislegt segja um ríkjandi fiskistjórnunarkerfi þá mótmælir því enginn að sameiginleg stjórnun er nauðsynleg ef á að viðhalda fiskistofnum okkar. Sama á við um sameiginleg verðmæti okkar á hálendinu. Þjóðgarður er ekki aðeins fyrir okkur heldur fyrir komandi kynslóðir að njóta og nýta. Allar fullyrðingar um bann við beit og öðrum nytjum eru úr lausu lofti gripnar. Þvert á móti er með frumvarpinu verið að tryggja beitarrétt og aðra hefðbundna nýtingu. Meðan það er tryggt að kjörnir fulltrúar hafa meirihluta í stjórn og svæðisráðum þurfa íbúar ekki að hafa áhyggjur. Við, kjörnir fulltrúar störfum í þjónustu við ykkur, íbúa landsins, sama hvort um er að ræða ríkið eða sveitarstjórnarstigið. Ef þið teljið að við séum ekki að sinna okkar störfum þá einfaldlega kjósið þið okkur út. Lýðveldið sér til þess að meirihlutinn ræður. Nú er það svo að sveitarfélögin bera ábyrgð á skipulagsgerð innan sinna sveitarfélagamarka. Því hlutverki munum við sinna áfram en með samvinnu við hitt stjórnsýslustigið þegar kemur inn fyrir þjóðlendumörk ef miðhálendisþjóðgarður verður að veruleika. Í frumvarpinu kemur fram að tekið verði tillit til þeirra skipulagsgerða sem fyrir eru. Á Suðurlandi eru 11 sveitarfélög að koma saman og vinna að svæðisskipulagi fyrir suðurhálendið. Þar mætast því mismunandi skoðanir og áherslur sem er nauðsynlegt að hafa ef skipulag á að endurspegla hagsmuni íbúa og annarra hagsmunaaðila. Þannig teljum við, sveitarfélögin á Suðurlandi, að með því að taka frumkvæði og hefja samtalið verðum við betur undirbúin til að standa á okkar réttindum og skyldum, ekki síður þegar kemur að því að setjast við borðið með ríkinu. Við erum nútíðin en verðum brátt fortíðin, því ber okkur að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hlúa að því sem okkur var falið. Landinu okkar. Okkar hlutverk er að skapa tækifæri fyrir framtíðina. Ég ætla ekki að vera hluti af kynslóðinni sem verður dæmd fyrir sofandahátt og eyðileggja þannig óvart þau verðmæti sem við Íslendingar eigum mesta. Höfundur er oddviti Skaftárhrepps og rekur fyrirtæki í ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hálendisþjóðgarður Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Mikið er rætt um andstöðu sveitarfélaganna við nýtt frumvarp um hálendisþjóðgarð. Í fjölmiðlum er gagnrýni sveitarfélaganna við áform ríkisstjórnarinnar blásin upp og efasemdaraddir eru háværar og áberandi. Get ekki setið hjá lengur og tekið undir gagnrýnina með þögninni. Skaftárhreppur hefur ekki tekið afstöðu gegn hálendisþjóðgarði. Skoðanir eru svo sannarlega skiptar sem er eðlilegt en fullyrðingin að sveitarfélögin séu mótfallin hálendisþjóðgarði er röng. Við höfum áralanga reynslu af samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð í Skaftárhreppi. Tímabilið hefur einkennst af uppbyggingu innviða, nýsköpun í ferðaþjónustu og afleiddum störfum. Opinberum störfum hefur einnig fjölgað verulega. Ég sem oddviti sveitarfélags get því ekki með nokkru móti staðið gegn áformum ríkisstjórnarinnar um stofnun hálendisþjóðgarðs því mitt hlutverk sem sveitarstjórnarmanns er að hlúa að og styrkja atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Mikill samdráttur hefur orðið í tekjum sveitarfélaga eftir að covid skall á. Öll hafa sveitarfélögin þurft að laga áform sín að nýjum veruleika og skera niður framkvæmdir en í mismunandi mæli þó. Þau sveitarfélög sem reiða sig að miklu leyti á ferðaþjónustu hafa orðið einna verst úti. Hótel og veitingastaðir hafa þurft að loka, ásamt því að samdráttur hefur orðið í allri verslun og þjónustu. Búskapur á einnig undir högg að sækja eins og allur annar rekstur. Það munar um þær þúsundir ferðamanna sem á degi hverjum bætast við neytendur í okkar litlu samfélög á landsbyggðinni í venjulegu árferði. Sem ferðaþjónustuaðili langar mig einnig að leggja orð í belg. Viðkvæm eða sérstök svæði eru sannarlega mörg hver friðuð í mismunandi tilgangi og er það vel. Það sem þjóðgarður hefur fram yfir friðun eingöngu, er að með honum er ekki aðeins tryggð verndun á viðkvæmum náttúruperlum með stýringu, vöktun og uppbyggingu heldur einnig unnið með viðkomandi sveitarfélögum að atvinnusköpun og nýjum atvinnutækifærum. Yfirgnæfandi meirihluti erlendra ferðamanna koma til landsins til að upplifa þá ótrúlegu náttúru sem við höfum ennþá yfir að ráða. Með þjóðgarði erum við komin með tæki til að taka á móti öllum þeim fjölda sem hingað sækir í leit að einstakri náttúruupplifun, án þess að eiga á hættu að hálendið okkar og viðkvæmar náttúruperlur verði ferðamanninum að bráð. Sveitarfélögin í landinu eru engan veginn í stakk búin til að vakta og stýra umferð ferðamanna um hálendi Íslands. Varðandi fjármögnunina þá langar mig að minna á að Róm var ekki byggð á einum degi og eins verður svona viðamikill þjóðgarður ekki rekinn á fullum afköstum með allri þeirri uppbyggingu sem hann þarfnast strax á fyrsta árinu. Ef vel á að vera þarf að vanda til verka og ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að skipulagi og stjórnun. Hagræn áhrif þjóðgarðs er þekkt stærð víða um heim. Kannanir sýna að þjóðgarður getur gefið til baka margfalda þá upphæð sem sett er í stofnun og uppbyggingu hans. Því gefur auga leið að stærsti þjóðgarður Evrópu yrði ekki slæmt útspil fyrir ferðaþjónustuna og allar aðrar afleiddar atvinnugreinar á landsbyggðinni þegar heimsfaraldurinn rennur sitt skeið. Tökum ákvörðun um að leggja af stað í sameiginlega vegferð, að styðja við þann atvinnuveg sem á undir högg að sækja í dag. Hálendið okkar er fyrir ferðaþjónustuna eins og fiskimiðin fyrir sjávarútveginn. Þó það megi ýmislegt segja um ríkjandi fiskistjórnunarkerfi þá mótmælir því enginn að sameiginleg stjórnun er nauðsynleg ef á að viðhalda fiskistofnum okkar. Sama á við um sameiginleg verðmæti okkar á hálendinu. Þjóðgarður er ekki aðeins fyrir okkur heldur fyrir komandi kynslóðir að njóta og nýta. Allar fullyrðingar um bann við beit og öðrum nytjum eru úr lausu lofti gripnar. Þvert á móti er með frumvarpinu verið að tryggja beitarrétt og aðra hefðbundna nýtingu. Meðan það er tryggt að kjörnir fulltrúar hafa meirihluta í stjórn og svæðisráðum þurfa íbúar ekki að hafa áhyggjur. Við, kjörnir fulltrúar störfum í þjónustu við ykkur, íbúa landsins, sama hvort um er að ræða ríkið eða sveitarstjórnarstigið. Ef þið teljið að við séum ekki að sinna okkar störfum þá einfaldlega kjósið þið okkur út. Lýðveldið sér til þess að meirihlutinn ræður. Nú er það svo að sveitarfélögin bera ábyrgð á skipulagsgerð innan sinna sveitarfélagamarka. Því hlutverki munum við sinna áfram en með samvinnu við hitt stjórnsýslustigið þegar kemur inn fyrir þjóðlendumörk ef miðhálendisþjóðgarður verður að veruleika. Í frumvarpinu kemur fram að tekið verði tillit til þeirra skipulagsgerða sem fyrir eru. Á Suðurlandi eru 11 sveitarfélög að koma saman og vinna að svæðisskipulagi fyrir suðurhálendið. Þar mætast því mismunandi skoðanir og áherslur sem er nauðsynlegt að hafa ef skipulag á að endurspegla hagsmuni íbúa og annarra hagsmunaaðila. Þannig teljum við, sveitarfélögin á Suðurlandi, að með því að taka frumkvæði og hefja samtalið verðum við betur undirbúin til að standa á okkar réttindum og skyldum, ekki síður þegar kemur að því að setjast við borðið með ríkinu. Við erum nútíðin en verðum brátt fortíðin, því ber okkur að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hlúa að því sem okkur var falið. Landinu okkar. Okkar hlutverk er að skapa tækifæri fyrir framtíðina. Ég ætla ekki að vera hluti af kynslóðinni sem verður dæmd fyrir sofandahátt og eyðileggja þannig óvart þau verðmæti sem við Íslendingar eigum mesta. Höfundur er oddviti Skaftárhrepps og rekur fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun