Saka FAA og Boeing um að leyna upplýsingum um 737 MAX slysin Sylvía Hall skrifar 19. desember 2020 10:30 737 MAX þoturnar voru kyrrsettar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Getty/Mario Tama Rannsókn sem gerð var fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings segir sýna fram á að bæði flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum (FAA) og flugvélaframleiðandinn Boeing hafi reynt að koma í veg fyrir að mikilvægar upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar kæmu fram í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Allar Boeing 737 MAX vélar voru kyrrsettar í mars 2019 eftir tvö flugslys, eitt í Indónesíu og annað í Eþíópu, þar sem samtals 346 létu lífið. Rannsókn á slysunum leiddi í ljós að bæði slys mætti rekja til búnaðar í vélunum, MCAS, sem átti að koma í veg fyrir ofris. Í skýrslu rannsakenda sem birt var á föstudag er fullyrt að flugmálayfirvöld hafi, í samstarfi við yfirmenn hjá Boeing, ákveðið fyrir fram hver niðurstaða prófana ætti að vera. Átti sú niðurstaða enn frekar að leiða líkur að því mannleg mistök flugmannanna og langur viðbragðstími þeirra hafi spilað stóran þátt í flugslysunum. „Yfirmenn hjá Boeing þjálfuðu prófunarflugmenn á óviðeigandi hátt fyrir MCAS flugherminn til þess að prófa búnaðinn. Svo virðist sem flugmálayfirvöld og Boeing væru að reyna að leyna mikilvægum upplýsingum sem gátu varpað frekara ljósi á 737 MAX harmleikinn,“ segir í skýrslunni. Boeing hefur sagst taka ásökunum rannsakenda alvarlega en flugmálayfirvöld hafa neitað því að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað. Fullyrða þau að ýmsar ásakanir í skýrslu samgöngunefndar þingsins sé órökstuddar og rannsókn hafi verið fullnægjandi. Bent hafi verið á ýmis öryggisatriði sem betur hefðu mátt fara við rannsókn þeirra og ekkert dregið undan. Fréttir af flugi Boeing Bandaríkin Tengdar fréttir Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36 Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48 MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Allar Boeing 737 MAX vélar voru kyrrsettar í mars 2019 eftir tvö flugslys, eitt í Indónesíu og annað í Eþíópu, þar sem samtals 346 létu lífið. Rannsókn á slysunum leiddi í ljós að bæði slys mætti rekja til búnaðar í vélunum, MCAS, sem átti að koma í veg fyrir ofris. Í skýrslu rannsakenda sem birt var á föstudag er fullyrt að flugmálayfirvöld hafi, í samstarfi við yfirmenn hjá Boeing, ákveðið fyrir fram hver niðurstaða prófana ætti að vera. Átti sú niðurstaða enn frekar að leiða líkur að því mannleg mistök flugmannanna og langur viðbragðstími þeirra hafi spilað stóran þátt í flugslysunum. „Yfirmenn hjá Boeing þjálfuðu prófunarflugmenn á óviðeigandi hátt fyrir MCAS flugherminn til þess að prófa búnaðinn. Svo virðist sem flugmálayfirvöld og Boeing væru að reyna að leyna mikilvægum upplýsingum sem gátu varpað frekara ljósi á 737 MAX harmleikinn,“ segir í skýrslunni. Boeing hefur sagst taka ásökunum rannsakenda alvarlega en flugmálayfirvöld hafa neitað því að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað. Fullyrða þau að ýmsar ásakanir í skýrslu samgöngunefndar þingsins sé órökstuddar og rannsókn hafi verið fullnægjandi. Bent hafi verið á ýmis öryggisatriði sem betur hefðu mátt fara við rannsókn þeirra og ekkert dregið undan.
Fréttir af flugi Boeing Bandaríkin Tengdar fréttir Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36 Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48 MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36
Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48
MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33