Alfreð Finnbogason lék ekki með Augsburg er liðið tapaði 0-3 á heimavelli fyrir RB Leipzig í kvöld. Framherjinn knái er enn að glíma við meiðsli.
Guðlaugur Victor Pálsson er enn á Íslandi vegna áfalls í fjölskyldu hans og lék því ekki með Darmstadt er liðið lagði Dynamo Dresden 3-0 á útivelli í kvöld.
Mats Hummels og Jadon Sancho skoruðu bæði mörk Borussia Dortmund í 2-0 útisigri liðsins á Eintracht Frankfurt. Þá valtaði Mönchengladbach yfir Elversberg á útivelli, lokatölur þar 5-0.