Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. mars 2020 12:30 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, við Ráðherrabústaðinn þar sem ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Vísir/Sigurjón Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. Forseti framkvæmdastjórnar ESB kallaði eftir því að ytri landamærum sambandsins yrði lokað og vildi fá aðildarríki Schengen, Ísland þar með talið, til að taka þátt í takmörkununum. Þetta segja íslensku ráðherrarnir tveir ekki byggja á heilbrigðis- eða vísindalegum grunni. Íslenskir ráðamenn funduðu um tilmæli ESB í utanríkisráðuneytinu í gær, með sendiherra ESB á Íslandi. Þar segjast Guðlaugur og Áslaug hafa komið á fram mótmælum við þessari tillögu en að þó sé ekki búið að taka formlega afstöðu til hennar. Guðlaugur Þór segir að hagsmunir Íslendinga, sem búa jú á eyju, séu fólgnir í því að hafa opnar flugleiðir. Þar að auki skorti vísindalegan grunn fyrir ákvörðun sem þessari. „Þetta er ekki byggt á bestu mögulegu heilbrigðisupplýsingum. Þetta hefur engin áhrif núna, eins og staðan er, en það er mjög erfitt að sjá nein haldbær rök fyrir því að fara þessa leið," sagðir Guðlaugur Þór að loknum fundi í ráðherrabústaðnum nú í hádeginu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.visir/vilhelm Áslaug Arna tekur í sama streng, tilmæli ESB um ferðabann séu ekki rökstudd með vísun til heilbrigðis- eða vísindalegra sjónarmiða. Íslensk stjórnvöld telji aftur á móti ábyrgt að fara að tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í þessum efnum. Áslaug segir að Ísland eigi nú í samskiptum við önnur ríki í svipaðri stöðu. Hún býst við því að formlegrar fyrirskipunar eða yfirlýsingar sé að vænta að loknum leiðtogafundi ESB í dag. Dagurinn verði því nýttur til að teikna upp mögulegar sviðsmyndir, viðbrögð og aðgerðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. Forseti framkvæmdastjórnar ESB kallaði eftir því að ytri landamærum sambandsins yrði lokað og vildi fá aðildarríki Schengen, Ísland þar með talið, til að taka þátt í takmörkununum. Þetta segja íslensku ráðherrarnir tveir ekki byggja á heilbrigðis- eða vísindalegum grunni. Íslenskir ráðamenn funduðu um tilmæli ESB í utanríkisráðuneytinu í gær, með sendiherra ESB á Íslandi. Þar segjast Guðlaugur og Áslaug hafa komið á fram mótmælum við þessari tillögu en að þó sé ekki búið að taka formlega afstöðu til hennar. Guðlaugur Þór segir að hagsmunir Íslendinga, sem búa jú á eyju, séu fólgnir í því að hafa opnar flugleiðir. Þar að auki skorti vísindalegan grunn fyrir ákvörðun sem þessari. „Þetta er ekki byggt á bestu mögulegu heilbrigðisupplýsingum. Þetta hefur engin áhrif núna, eins og staðan er, en það er mjög erfitt að sjá nein haldbær rök fyrir því að fara þessa leið," sagðir Guðlaugur Þór að loknum fundi í ráðherrabústaðnum nú í hádeginu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.visir/vilhelm Áslaug Arna tekur í sama streng, tilmæli ESB um ferðabann séu ekki rökstudd með vísun til heilbrigðis- eða vísindalegra sjónarmiða. Íslensk stjórnvöld telji aftur á móti ábyrgt að fara að tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í þessum efnum. Áslaug segir að Ísland eigi nú í samskiptum við önnur ríki í svipaðri stöðu. Hún býst við því að formlegrar fyrirskipunar eða yfirlýsingar sé að vænta að loknum leiðtogafundi ESB í dag. Dagurinn verði því nýttur til að teikna upp mögulegar sviðsmyndir, viðbrögð og aðgerðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43
Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28
Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35