Telur mjög ólíklegt að dánarorsök ferðamannsins liggi fyrir í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2020 10:12 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Dánarorsök ástralska ferðamannsins sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á mánudag eftir alvarleg veikindi liggur ekki fyrir. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Ferðamaðurinn reyndist smitaður af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19 en var ekki með dæmigerð einkenni sjúkdómsins. Því er verið að rannsaka hvort að tengsl séu á milli COVID-19 og andlátsins en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt það ólíklegt þótt enn sé ekki hægt að útiloka neitt. Maðurinn, sem var um fertugt, var á ferðalagi hér á landi ásamt eiginkonu sinni. Hún reyndist einnig smituð af kórónuveirunni og er því komin í einangrun fyrir norðan. Ljóst er að hugur fjölda landsmanna er hjá konunni. Til að mynda hefur verið stofnuð sérstakur hópur á Facebook, With love from us, þar sem fólk getur vottað konunni samúð sína og sent henni kveðjur. Tæplega tíu þúsund manns eru í hópnum og hefur fjöldi fólks sent konunni kveðju á þeim tveimur dögum sem liðnir eru frá því síðan var stofnuð. Aðspurður um líðan konunnar og hvernig verið sé að aðstoða hana segir Víðir: „Hún er í einangrun en við erum að gera allt sem við getum til að halda utan um hana. Það er auðvitað flókið en við erum með mikið af góðu fólki sem er að gera sitt besta til að aðstoða hana.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Dánarorsök ástralska ferðamannsins sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á mánudag eftir alvarleg veikindi liggur ekki fyrir. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Ferðamaðurinn reyndist smitaður af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19 en var ekki með dæmigerð einkenni sjúkdómsins. Því er verið að rannsaka hvort að tengsl séu á milli COVID-19 og andlátsins en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt það ólíklegt þótt enn sé ekki hægt að útiloka neitt. Maðurinn, sem var um fertugt, var á ferðalagi hér á landi ásamt eiginkonu sinni. Hún reyndist einnig smituð af kórónuveirunni og er því komin í einangrun fyrir norðan. Ljóst er að hugur fjölda landsmanna er hjá konunni. Til að mynda hefur verið stofnuð sérstakur hópur á Facebook, With love from us, þar sem fólk getur vottað konunni samúð sína og sent henni kveðjur. Tæplega tíu þúsund manns eru í hópnum og hefur fjöldi fólks sent konunni kveðju á þeim tveimur dögum sem liðnir eru frá því síðan var stofnuð. Aðspurður um líðan konunnar og hvernig verið sé að aðstoða hana segir Víðir: „Hún er í einangrun en við erum að gera allt sem við getum til að halda utan um hana. Það er auðvitað flókið en við erum með mikið af góðu fólki sem er að gera sitt besta til að aðstoða hana.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira