Að kaupa Kane gæti reynst Woodward ofviða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2020 11:30 Talið er að Manchester United vilji fá Harry Kane í sínar raðir. Richard Calver/SOPA/Getty Images Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester United en nennir Ed Woodward, framkvæmdastjóri félagsins, að standa í þeim erfiðleikum sem fylgja því að reyna kaupa leikmann af Tottenham Hotspur? The Athletic greinir frá en í frétt þeirra kemur einnir fram að sumarið 2011 hafi Luka Modrić sýnt áhuga á að koma til félagsins. David Gill, þáverandi framkvæmdastjóri félagsins, hafi í samráði við Sir Alex Ferguson, þjálfara liðsins á þeim tíma, ákveðið að þó Modrić væri stórbrotinn leikmaður þá væri einfaldlega ekki þess virði að eyða öllu sumrínu í að reyna semja við Daniel Levy, formann Lundúnaliðsins. Gill hefur kallað sumarið 2008, þegar Man Utd nældi í hinn búlgarska Dimitar Berbatov, algjöra martröð þar sem Levy dró viðræðurnar allt fram á lokadag félagaskiptagluggans. Á endanum fór Modrić ekki fet fyrr en ári síðar þegar Real Madrid keypti hann á 33 milljónir punda. Sama ástæða ku vera á bak við ákvörðun Man United að eltast ekki við Christian Eriksen í janúar síðastliðnum. Even if Tottenham's star striker really is open to moving, #MUFC would be wary of negotiating with Daniel Levy. Why trying to sign Harry Kane is so complicated for Manchester United | @lauriewhitwell https://t.co/nm3LuvYVlj— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 19, 2020 Þrátt fyrir allt þetta þá herma heimildir The Athletic að Man Utd hafi sent fyrirspurn á Tottenham varðandi þann möguleika að fá Kane í sínar raðir. Louis van Gaal vildi fá enska framherjann árið 2015 og síðan hefur liðið fylgst vel með framgöngu Kane í ensku úrvalsdeildinni. Árangur Kane talar sínu máli. Hann hefur skorað 181 mark í 278 leikjum fyrir Tottenham ásamt því að hafa skorað 32 mörk í aðeins 45 leikjum fyrir enska landsliðið. Að því sögðu þá verður hægara sagt en gert fyrir Manchester United, eða önnur félög, að fjárfesta í þessum magnaða framherja. Talið er að Tottenham muni ekki selja fyrir minna en upphæð í kringum 150 milljónir punda. Launapakki Kane er um 200 þúsund pund á viku og því ljóst að þarna er um gríðarlega fjármuni að ræða. Þá þarf Tottenham þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Kane fari frítt á næstunni en samningur hans við félagið gildir til ársins 2024. Hinn 26 ára gamli Kane verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðan á nýársdag. Ekki í fyrsta skipti sem hann missir af leikjum vegna meiðsla en Kane hefur aðeins tvisvar náð meira 30 leikjum í úrvalsdeildinni á þeim sjö tímabilum sem hann hefur leikið í henni. Svo virðist sem Kane þurfi persónulega að gefa það út að hann vilji yfirgefa Tottenham svo félagið íhugi að selja hann. Svo virðist sem Man Utd haldi í vonina að það gerist í sumar og Kane ákveði í kjölfarið að hann vilji fara til rauða hluta Manchester-borgar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester United en nennir Ed Woodward, framkvæmdastjóri félagsins, að standa í þeim erfiðleikum sem fylgja því að reyna kaupa leikmann af Tottenham Hotspur? The Athletic greinir frá en í frétt þeirra kemur einnir fram að sumarið 2011 hafi Luka Modrić sýnt áhuga á að koma til félagsins. David Gill, þáverandi framkvæmdastjóri félagsins, hafi í samráði við Sir Alex Ferguson, þjálfara liðsins á þeim tíma, ákveðið að þó Modrić væri stórbrotinn leikmaður þá væri einfaldlega ekki þess virði að eyða öllu sumrínu í að reyna semja við Daniel Levy, formann Lundúnaliðsins. Gill hefur kallað sumarið 2008, þegar Man Utd nældi í hinn búlgarska Dimitar Berbatov, algjöra martröð þar sem Levy dró viðræðurnar allt fram á lokadag félagaskiptagluggans. Á endanum fór Modrić ekki fet fyrr en ári síðar þegar Real Madrid keypti hann á 33 milljónir punda. Sama ástæða ku vera á bak við ákvörðun Man United að eltast ekki við Christian Eriksen í janúar síðastliðnum. Even if Tottenham's star striker really is open to moving, #MUFC would be wary of negotiating with Daniel Levy. Why trying to sign Harry Kane is so complicated for Manchester United | @lauriewhitwell https://t.co/nm3LuvYVlj— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 19, 2020 Þrátt fyrir allt þetta þá herma heimildir The Athletic að Man Utd hafi sent fyrirspurn á Tottenham varðandi þann möguleika að fá Kane í sínar raðir. Louis van Gaal vildi fá enska framherjann árið 2015 og síðan hefur liðið fylgst vel með framgöngu Kane í ensku úrvalsdeildinni. Árangur Kane talar sínu máli. Hann hefur skorað 181 mark í 278 leikjum fyrir Tottenham ásamt því að hafa skorað 32 mörk í aðeins 45 leikjum fyrir enska landsliðið. Að því sögðu þá verður hægara sagt en gert fyrir Manchester United, eða önnur félög, að fjárfesta í þessum magnaða framherja. Talið er að Tottenham muni ekki selja fyrir minna en upphæð í kringum 150 milljónir punda. Launapakki Kane er um 200 þúsund pund á viku og því ljóst að þarna er um gríðarlega fjármuni að ræða. Þá þarf Tottenham þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Kane fari frítt á næstunni en samningur hans við félagið gildir til ársins 2024. Hinn 26 ára gamli Kane verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðan á nýársdag. Ekki í fyrsta skipti sem hann missir af leikjum vegna meiðsla en Kane hefur aðeins tvisvar náð meira 30 leikjum í úrvalsdeildinni á þeim sjö tímabilum sem hann hefur leikið í henni. Svo virðist sem Kane þurfi persónulega að gefa það út að hann vilji yfirgefa Tottenham svo félagið íhugi að selja hann. Svo virðist sem Man Utd haldi í vonina að það gerist í sumar og Kane ákveði í kjölfarið að hann vilji fara til rauða hluta Manchester-borgar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira