Kóvitar, sérfræðingar og óvitar Einar Steingrímsson skrifar 24. mars 2020 17:30 Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði né tölfræði, og sú stærðfræðikunnátta mín sem hér skiptir máli er ekkert umfram það sem fyrstaársnemar í verkfræði þurfa að ráða við. Ég er ekki að gagnrýna ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda. Skiljanlega hefur margt fólk áhyggjur af kórónuveirufaraldrinum, og af því hvort yfirvöld séu að bregðast við með besta mögulega hætti. Eðlilega koma upp efasemdir um viðbrögðin, enda ekki til nein þrautreynd uppskrift að því hvernig best sé að bregðast við þessari veiru. Þess vegna er óskynsamlegt að ráðast með offorsi á það fólk sem leyfir sér að viðra slíkar efasemdir, jafnvel þótt sumt af því færi fram rök sem auðvelt er að sjá að halda ekki vatni. Í þeim tilfellum væri betra að þau sem sjá mistökin reyndu að útskýra þau fyrir viðkomandi. Auðvitað eru meðal þeirra sem flagga órökréttum staðhæfingum fólk sem ætti að vita betur, og fólk sem virðist bókstaflega tala gegn því sem ætti að vera betri vitund þess, ef það hugsaði gagnrýnið um staðhæfingar sínar. Og vissulega er það fólk að vinna óþurftaverk með því að rugla umræðuna, og sjálfsagt er að skamma það, að ekki sé minnst á stórhættulegar ráðleggingar eins og þá að nota klór sem meðal við veirunni. En sá hroki sem sumt fólk sýnir – meðal þeirra sem hafa til að bera þekkingu til að sjá í gegnum augljós mistök í röksemdafærslum leikmanna – er ekki líklegur til að hjálpa því fólki til skilnings, né heldur hinum, sem fylgast með umræðunum og hallast að kenningum sem eru illa undirbyggðar eða jafnvel tóm þvæla. Margt af því fólki sem hefur sæmilegan skilning á grundvallaratriðunum gerir sig sjálft stundum sekt um sams konar mistök. Sum þeirra sem hafa hraunað yfir "kóvita" hafa sjálf til dæmis vitnað í áhugaverða grein eftir stærðfræðinginn Pawel Bartoszek, til stuðnings þeirri staðhæfingu að rétt sé að treysta íslenskum sóttvarnayfirvöldum, af því þau séu augljóslega að standa sig vel. Mér skilst að meira segja sóttvarnalæknirinn sjálfur hafi nefnt þessa grein máli sínu til stuðnings. Í grein Pawels er haldið fram að ekkert Evrópuland hafi tafið faraldurinn betur en Ísland. Gögnin sem vísað er í virðast líka sýna það. En hér eru forsendurnar afar einfaldar, bara skoðaður hraðinn á fjölgun smita eftir að hundraðasta smitið fannst í hverju landi. Augljós veikleiki er t.d. að fjöldi greindra smita segir ekki endilega hversu mörg smitin í viðkomandi landi voru i raun á þeim tíma. Auk þess má gera ráð fyrir að máli skipti hvernig fyrstu hundrað smitin dreifðust í tíma og rúmi í hverju landi. Umfram allt eru gögnin enn svo lítil að ekki er hægt að draga miklar ályktanir um aðgerðir sem eiga að skila árangri eftir talsverðan tíma. Þetta er ekki sagt Pawel til hnjóðs; grein hans er áhugaverð og upplýsandi fyrir umræðuna. Hins vegar er óverjandi að hampa þessari greiningu sem sönnun þess að íslensku yfirvöldin séu að standa sig vel (sem Pawel gerir ekki beinlínis í greininni); sú röksemdafærsla er lítið skárri en margt af því sem „kóvitar“ hafa haldið fram. Ekki síður mikilvæg er sú staðreynd að sérfræðingar heimsins hafa mjög ólíkar skoðanir á hver séu skynsamlegustu viðbrögðin. Hér og hér má til dæmis sjá gerólíka afstöðu sérfræðinga. Sú staðreynd sýnir að það sé óskynsamlegt að treysta yfirvöldum í blindni. Þess vegna er sjálfsagt að almenningur spyrji áleitinna spurninga (sem fjölmiðlar mættu líka vera mun duglegri í), og eðlilegt að ætlast til skýrra svara yfirvalda við þeim spurningum. Ef við viljum vera "öll í þessu saman", þá þurfa þau sem telja sig vita betur en önnur að sýna umburðarlyndi og vilja til að rökræða á hrokalausan hátt við hin sem minni þekkingu hafa. Það er skemmtilegur orðaleikur, og ekki alltaf óviðeigandi, að uppnefna þau kóvita sem þykjast vera með á hreinu hver þróunin verði og hvernig eigi að standa að vörnunum, án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. En gleymum því ekki að við erum öll óvitar á þessu sviði í þeim skilningi að það er ekki til áreiðanleg sérfræðiþekking um hvernig best sé að bregðast við. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði né tölfræði, og sú stærðfræðikunnátta mín sem hér skiptir máli er ekkert umfram það sem fyrstaársnemar í verkfræði þurfa að ráða við. Ég er ekki að gagnrýna ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda. Skiljanlega hefur margt fólk áhyggjur af kórónuveirufaraldrinum, og af því hvort yfirvöld séu að bregðast við með besta mögulega hætti. Eðlilega koma upp efasemdir um viðbrögðin, enda ekki til nein þrautreynd uppskrift að því hvernig best sé að bregðast við þessari veiru. Þess vegna er óskynsamlegt að ráðast með offorsi á það fólk sem leyfir sér að viðra slíkar efasemdir, jafnvel þótt sumt af því færi fram rök sem auðvelt er að sjá að halda ekki vatni. Í þeim tilfellum væri betra að þau sem sjá mistökin reyndu að útskýra þau fyrir viðkomandi. Auðvitað eru meðal þeirra sem flagga órökréttum staðhæfingum fólk sem ætti að vita betur, og fólk sem virðist bókstaflega tala gegn því sem ætti að vera betri vitund þess, ef það hugsaði gagnrýnið um staðhæfingar sínar. Og vissulega er það fólk að vinna óþurftaverk með því að rugla umræðuna, og sjálfsagt er að skamma það, að ekki sé minnst á stórhættulegar ráðleggingar eins og þá að nota klór sem meðal við veirunni. En sá hroki sem sumt fólk sýnir – meðal þeirra sem hafa til að bera þekkingu til að sjá í gegnum augljós mistök í röksemdafærslum leikmanna – er ekki líklegur til að hjálpa því fólki til skilnings, né heldur hinum, sem fylgast með umræðunum og hallast að kenningum sem eru illa undirbyggðar eða jafnvel tóm þvæla. Margt af því fólki sem hefur sæmilegan skilning á grundvallaratriðunum gerir sig sjálft stundum sekt um sams konar mistök. Sum þeirra sem hafa hraunað yfir "kóvita" hafa sjálf til dæmis vitnað í áhugaverða grein eftir stærðfræðinginn Pawel Bartoszek, til stuðnings þeirri staðhæfingu að rétt sé að treysta íslenskum sóttvarnayfirvöldum, af því þau séu augljóslega að standa sig vel. Mér skilst að meira segja sóttvarnalæknirinn sjálfur hafi nefnt þessa grein máli sínu til stuðnings. Í grein Pawels er haldið fram að ekkert Evrópuland hafi tafið faraldurinn betur en Ísland. Gögnin sem vísað er í virðast líka sýna það. En hér eru forsendurnar afar einfaldar, bara skoðaður hraðinn á fjölgun smita eftir að hundraðasta smitið fannst í hverju landi. Augljós veikleiki er t.d. að fjöldi greindra smita segir ekki endilega hversu mörg smitin í viðkomandi landi voru i raun á þeim tíma. Auk þess má gera ráð fyrir að máli skipti hvernig fyrstu hundrað smitin dreifðust í tíma og rúmi í hverju landi. Umfram allt eru gögnin enn svo lítil að ekki er hægt að draga miklar ályktanir um aðgerðir sem eiga að skila árangri eftir talsverðan tíma. Þetta er ekki sagt Pawel til hnjóðs; grein hans er áhugaverð og upplýsandi fyrir umræðuna. Hins vegar er óverjandi að hampa þessari greiningu sem sönnun þess að íslensku yfirvöldin séu að standa sig vel (sem Pawel gerir ekki beinlínis í greininni); sú röksemdafærsla er lítið skárri en margt af því sem „kóvitar“ hafa haldið fram. Ekki síður mikilvæg er sú staðreynd að sérfræðingar heimsins hafa mjög ólíkar skoðanir á hver séu skynsamlegustu viðbrögðin. Hér og hér má til dæmis sjá gerólíka afstöðu sérfræðinga. Sú staðreynd sýnir að það sé óskynsamlegt að treysta yfirvöldum í blindni. Þess vegna er sjálfsagt að almenningur spyrji áleitinna spurninga (sem fjölmiðlar mættu líka vera mun duglegri í), og eðlilegt að ætlast til skýrra svara yfirvalda við þeim spurningum. Ef við viljum vera "öll í þessu saman", þá þurfa þau sem telja sig vita betur en önnur að sýna umburðarlyndi og vilja til að rökræða á hrokalausan hátt við hin sem minni þekkingu hafa. Það er skemmtilegur orðaleikur, og ekki alltaf óviðeigandi, að uppnefna þau kóvita sem þykjast vera með á hreinu hver þróunin verði og hvernig eigi að standa að vörnunum, án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. En gleymum því ekki að við erum öll óvitar á þessu sviði í þeim skilningi að það er ekki til áreiðanleg sérfræðiþekking um hvernig best sé að bregðast við. Höfundur er stærðfræðingur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun