Afríka í hættu Ragnar Schram skrifar 26. mars 2020 07:30 COVID-19 veiran er búin að breyta heiminum. Hann verður aldrei aftur samur. En veiran hefur ekki enn sagt sitt síðasta. Varað hefur verið við gríðarlegum áhrifum hennar á Afríku og hefur t.a.m. hinn eþíópíski yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sagt íbúum álfunnar að búa sig undir hið versta. Heilbrigðisstofnanir álfunnar eru margar langt í frá tilbúnar til að taka við fjölda sýktra einstaklinga og víða er skortur á búnaði til sýnatöku. Þá geta fyrirbyggjandi aðgerðir reynst mörgum löndum erfiðar þegar fjölskyldur sem áttu fullt í fangi með að afla sér matar áður en COVID-19 kom til sögunnar þurfa að heyja lífsbaráttuna í einangrun eða sóttkví. Þá eru einnig uppi áhyggjur af því að félagsleg einangrun og versnandi efnahagur geti leitt af sér hungursneyðir í Afríku og gætu afleiðingar þeirra orðið mun verri en sjálf veirusmitin. Líkt og á Vesturlöndum virðist innilokun og einangrun hafa leitt til aukins heimilisofbeldis í Afríku og eru félagsráðgjafar Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna nú þegar undir auknu álagi vegna þess. Þá eru ótalin önnur áhrif COVID-19 á börn. Um helmingur allra munaðarlausra barna í Afríku er talinn búa hjá öfum og ömmum. Eldra fólk er í meiri hættu en aðrir og því ljóst að fjöldi barna sem þegar hafa misst foreldra sína gæti nú líka misst afa sína og ömmur – og gætu börnin þar með endað á götunni. SOS Barnaþorpin eru meðvituð um þessar hættur og eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa fólki í neyð og búa sig undir það sem koma skal, t.d. með því að opna dyr sínar fyrir umkomulausum börnum og veita almenningi ráðgjöf og aðstoð. Íslendingum gefst kostur á að leggja SOS Barnaþorpunum lið í þessu mikilvæga verkefni á neyd.sos.is. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
COVID-19 veiran er búin að breyta heiminum. Hann verður aldrei aftur samur. En veiran hefur ekki enn sagt sitt síðasta. Varað hefur verið við gríðarlegum áhrifum hennar á Afríku og hefur t.a.m. hinn eþíópíski yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sagt íbúum álfunnar að búa sig undir hið versta. Heilbrigðisstofnanir álfunnar eru margar langt í frá tilbúnar til að taka við fjölda sýktra einstaklinga og víða er skortur á búnaði til sýnatöku. Þá geta fyrirbyggjandi aðgerðir reynst mörgum löndum erfiðar þegar fjölskyldur sem áttu fullt í fangi með að afla sér matar áður en COVID-19 kom til sögunnar þurfa að heyja lífsbaráttuna í einangrun eða sóttkví. Þá eru einnig uppi áhyggjur af því að félagsleg einangrun og versnandi efnahagur geti leitt af sér hungursneyðir í Afríku og gætu afleiðingar þeirra orðið mun verri en sjálf veirusmitin. Líkt og á Vesturlöndum virðist innilokun og einangrun hafa leitt til aukins heimilisofbeldis í Afríku og eru félagsráðgjafar Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna nú þegar undir auknu álagi vegna þess. Þá eru ótalin önnur áhrif COVID-19 á börn. Um helmingur allra munaðarlausra barna í Afríku er talinn búa hjá öfum og ömmum. Eldra fólk er í meiri hættu en aðrir og því ljóst að fjöldi barna sem þegar hafa misst foreldra sína gæti nú líka misst afa sína og ömmur – og gætu börnin þar með endað á götunni. SOS Barnaþorpin eru meðvituð um þessar hættur og eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa fólki í neyð og búa sig undir það sem koma skal, t.d. með því að opna dyr sínar fyrir umkomulausum börnum og veita almenningi ráðgjöf og aðstoð. Íslendingum gefst kostur á að leggja SOS Barnaþorpunum lið í þessu mikilvæga verkefni á neyd.sos.is. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun