Segir stuðningslánin einungis gagnast litlum hluta atvinnulífsins Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2020 18:34 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Mér sýnist við fyrstu sýn að þessar aðgerðir, stuðningslánin og breytingar á skattalögum, muni fyrst og fremst gagnast þessum litlu og hluta meðalstórra fyrirtækja. Ég myndi segja að það sé augljóst að það muni þurfa frekari aðgerðir, sér í lagi gagnvart stærri atvinnurekendum, og ég geri ráð fyrir að það hljóti að vera á næsta leyti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem var kynntur í dag. „Bara sem dæmi, þessi stuðningslán, sem eru góðra gjalda verð, þau miða hins vegar bara við 500 milljóna króna veltu á ári. Mér sýnist að það séu um það bil 15 prósent af umsvifum viðskiptahagkerfisins á árinu 2018. Eftir standa þessi 85 prósent og það er augljóst að það þarf að tilkynna innan skamms hvert framhaldið verður á hlutabótaleiðinni. Eins hafa heyrst háværar raddir, sér í lagi innan ferðaþjónustu, að ríkið komi að greiðslu uppsagnarfrests fyrirtækja með einum eða öðrum hætti. Við væntum þess að fá fréttir af því á allra næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín. Hann segir þó góða punkta í aðgerðapakkanum. „Til dæmis varðandi stefnumörkun sem er stigin gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum og rannsóknum og þróun. Það er stigið mjög mikilvægt skref þar með því að hækka endurgreiðslu hlutfallskostnaðar vegna rannsókna og þróunar. Auk þess eru há framlög í tækniþróunarsjóð. Ríkissjóður kemur einnig með mótframlög á móti fjárfestum inn í nýsköpunarfyrirtæki, sem er jákvætt skref.“ Hann minnir þó á að staðan sé grafalvarleg og meira þurfi til. „Það þýðir ekkert lengur að tala um það að hér sé einhver smá efnahagslægð. Ég hef notað orðið móðir allra kreppa, það er það sem við stöndum frammi fyrir. Það eru 50 þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða hlutabótaúrræði og ég geri ráð fyrir því að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um næstu mánaðamót og mánaðamótin þar á eftir. Við þessu þarf að bregðast, í dag var stigið mikilvægt skref, en það þarf meira að koma til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Mér sýnist við fyrstu sýn að þessar aðgerðir, stuðningslánin og breytingar á skattalögum, muni fyrst og fremst gagnast þessum litlu og hluta meðalstórra fyrirtækja. Ég myndi segja að það sé augljóst að það muni þurfa frekari aðgerðir, sér í lagi gagnvart stærri atvinnurekendum, og ég geri ráð fyrir að það hljóti að vera á næsta leyti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem var kynntur í dag. „Bara sem dæmi, þessi stuðningslán, sem eru góðra gjalda verð, þau miða hins vegar bara við 500 milljóna króna veltu á ári. Mér sýnist að það séu um það bil 15 prósent af umsvifum viðskiptahagkerfisins á árinu 2018. Eftir standa þessi 85 prósent og það er augljóst að það þarf að tilkynna innan skamms hvert framhaldið verður á hlutabótaleiðinni. Eins hafa heyrst háværar raddir, sér í lagi innan ferðaþjónustu, að ríkið komi að greiðslu uppsagnarfrests fyrirtækja með einum eða öðrum hætti. Við væntum þess að fá fréttir af því á allra næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín. Hann segir þó góða punkta í aðgerðapakkanum. „Til dæmis varðandi stefnumörkun sem er stigin gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum og rannsóknum og þróun. Það er stigið mjög mikilvægt skref þar með því að hækka endurgreiðslu hlutfallskostnaðar vegna rannsókna og þróunar. Auk þess eru há framlög í tækniþróunarsjóð. Ríkissjóður kemur einnig með mótframlög á móti fjárfestum inn í nýsköpunarfyrirtæki, sem er jákvætt skref.“ Hann minnir þó á að staðan sé grafalvarleg og meira þurfi til. „Það þýðir ekkert lengur að tala um það að hér sé einhver smá efnahagslægð. Ég hef notað orðið móðir allra kreppa, það er það sem við stöndum frammi fyrir. Það eru 50 þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða hlutabótaúrræði og ég geri ráð fyrir því að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um næstu mánaðamót og mánaðamótin þar á eftir. Við þessu þarf að bregðast, í dag var stigið mikilvægt skref, en það þarf meira að koma til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14
ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47
Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28