Telja amfetamínbasa framleiddan á Íslandi: Lögðu hald á 13,5 lítra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. apríl 2020 19:00 Lögreglan telur amfetamínbasa nú framleiddan hér á landi en síðustu mánuði hefur verið lagt hald á 13,5 lítra í umfangsmiklum málum er varða skipulagða glæpastarfsemi. Sjö manns, sem taldir eru tilheyra erlendum glæpahópum, hafa verið í gæsluvarðhaldi grunaðir um amfetamínframleiðslu og aðra glæpi. Síðustu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft til rannsóknar mjög umfangsmikið mál er varðar skipulagða brotastarfsemi, ætlaðri framleiðslu amfetamíns og peningaþvætti. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í janúar en þá hafði rannsókn málsins staðið lengi. Húsleit var gerð á á annan tug staða víða á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á mikið magn fíkniefna. Mennirnir hafa allir verið látnir lausir úr haldi enda ekki hægt að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi en í 12 vikur, ef ekki hefur verið gefin út ákæra. Í mars var svo einn til viðbótar, erlendur karlmaður, handtekinn vegna málsins og sætir sá gæsluvarðhaldi. Gerð var húsleit á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við handtökuna þar sem talsvert magn af amfetamínbasa fannst. Í málunum hefur samanlagt verið lagt hald á 13,5 lítra af amfetamínbasa, auk tilbúinna fíkniefna sem talið er að hafi verið framleidd hérlendis. Einnig fannst mikið magn af sterum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem umbreytt er í duft og svo þynnt út með efnum áður en það fer í sölu á götunni en áætla má að úr einum lítra sé hægt að fá þrjú kíló af amfetamíni. „Núna á síðustu mánuðum höfum við verið að taka fíkniefni sem má selja á götunni fyrir rúmlega 230 milljónir. Þetta eru bæði Íslendingar og útlendingar og við erum að skoða og höfum það að þarna eru tengsl við erlenda brotahópa líka,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir að við rannsókn málsins hafi lögregla fundið amfetamínframleiðslu en grunur leikur á að basinn sem notaður var við framleiðsluna sé einnig framleiddur hér á landi. Aðeins einu sinni hefur amfetamínbasaframleiðsla fundist hér á landi en það var árið 2008 í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði. Árið 2012 gerði lögreglan upptækan búnað til að fara í slíka framleiðslu og náði því að stöðva framleiðsluna áður en hún fór af stað. „Við erum nú að skoða hvort framleiðslan sé í meira mæli en við höldum í amfetamínbasa hér á landi, en hún er einhver,“ segir Margeir og bætir við að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er flókið ferli og það þarf kunnáttumenn í þetta. Við að framleiða amfetamínbasa er mikil sprengjuhætta og það er ekki á færi hvers sem er að fara út í þetta,“ segir Margeir. Þá sé mikil hætta á eitrun vegna framleiðslunnar ef efnin eru ekki meðhöndluð rétt, sem gæti leitt til dauða. Í báðum málunum er einnig verið að rannsaka peningaþvætti. „Þá erum við með andlag í fjármunabrotunum fyrir um hálfan milljarð króna rúmlega. Þetta er allt frá húsnæði, bílum og dýrum munum sem fólk safnar sér,“ segir Margeir. Fleiri umfangsmikil mál eru til rannsóknar hjá embættinu og má þar nefna svokallað Hvalfjarðarmál. Það snýr einnig að skipulagða brotastarfsemi, peningaþvætti og framleiðslu fíkniefna. Margeir segist ekki geta tjáð sig um það mál að svo stöddu. Sjá einnig: Jaroslava meðal hinna handteknu í Hvalfjarðargangamálinu Við aðgerðirnar í báðum málunum hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og tollyfirvalda. Lögreglumál Fíkn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Lögreglan telur amfetamínbasa nú framleiddan hér á landi en síðustu mánuði hefur verið lagt hald á 13,5 lítra í umfangsmiklum málum er varða skipulagða glæpastarfsemi. Sjö manns, sem taldir eru tilheyra erlendum glæpahópum, hafa verið í gæsluvarðhaldi grunaðir um amfetamínframleiðslu og aðra glæpi. Síðustu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft til rannsóknar mjög umfangsmikið mál er varðar skipulagða brotastarfsemi, ætlaðri framleiðslu amfetamíns og peningaþvætti. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í janúar en þá hafði rannsókn málsins staðið lengi. Húsleit var gerð á á annan tug staða víða á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á mikið magn fíkniefna. Mennirnir hafa allir verið látnir lausir úr haldi enda ekki hægt að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi en í 12 vikur, ef ekki hefur verið gefin út ákæra. Í mars var svo einn til viðbótar, erlendur karlmaður, handtekinn vegna málsins og sætir sá gæsluvarðhaldi. Gerð var húsleit á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við handtökuna þar sem talsvert magn af amfetamínbasa fannst. Í málunum hefur samanlagt verið lagt hald á 13,5 lítra af amfetamínbasa, auk tilbúinna fíkniefna sem talið er að hafi verið framleidd hérlendis. Einnig fannst mikið magn af sterum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem umbreytt er í duft og svo þynnt út með efnum áður en það fer í sölu á götunni en áætla má að úr einum lítra sé hægt að fá þrjú kíló af amfetamíni. „Núna á síðustu mánuðum höfum við verið að taka fíkniefni sem má selja á götunni fyrir rúmlega 230 milljónir. Þetta eru bæði Íslendingar og útlendingar og við erum að skoða og höfum það að þarna eru tengsl við erlenda brotahópa líka,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir að við rannsókn málsins hafi lögregla fundið amfetamínframleiðslu en grunur leikur á að basinn sem notaður var við framleiðsluna sé einnig framleiddur hér á landi. Aðeins einu sinni hefur amfetamínbasaframleiðsla fundist hér á landi en það var árið 2008 í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði. Árið 2012 gerði lögreglan upptækan búnað til að fara í slíka framleiðslu og náði því að stöðva framleiðsluna áður en hún fór af stað. „Við erum nú að skoða hvort framleiðslan sé í meira mæli en við höldum í amfetamínbasa hér á landi, en hún er einhver,“ segir Margeir og bætir við að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er flókið ferli og það þarf kunnáttumenn í þetta. Við að framleiða amfetamínbasa er mikil sprengjuhætta og það er ekki á færi hvers sem er að fara út í þetta,“ segir Margeir. Þá sé mikil hætta á eitrun vegna framleiðslunnar ef efnin eru ekki meðhöndluð rétt, sem gæti leitt til dauða. Í báðum málunum er einnig verið að rannsaka peningaþvætti. „Þá erum við með andlag í fjármunabrotunum fyrir um hálfan milljarð króna rúmlega. Þetta er allt frá húsnæði, bílum og dýrum munum sem fólk safnar sér,“ segir Margeir. Fleiri umfangsmikil mál eru til rannsóknar hjá embættinu og má þar nefna svokallað Hvalfjarðarmál. Það snýr einnig að skipulagða brotastarfsemi, peningaþvætti og framleiðslu fíkniefna. Margeir segist ekki geta tjáð sig um það mál að svo stöddu. Sjá einnig: Jaroslava meðal hinna handteknu í Hvalfjarðargangamálinu Við aðgerðirnar í báðum málunum hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og tollyfirvalda.
Lögreglumál Fíkn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent