Telja amfetamínbasa framleiddan á Íslandi: Lögðu hald á 13,5 lítra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. apríl 2020 19:00 Lögreglan telur amfetamínbasa nú framleiddan hér á landi en síðustu mánuði hefur verið lagt hald á 13,5 lítra í umfangsmiklum málum er varða skipulagða glæpastarfsemi. Sjö manns, sem taldir eru tilheyra erlendum glæpahópum, hafa verið í gæsluvarðhaldi grunaðir um amfetamínframleiðslu og aðra glæpi. Síðustu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft til rannsóknar mjög umfangsmikið mál er varðar skipulagða brotastarfsemi, ætlaðri framleiðslu amfetamíns og peningaþvætti. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í janúar en þá hafði rannsókn málsins staðið lengi. Húsleit var gerð á á annan tug staða víða á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á mikið magn fíkniefna. Mennirnir hafa allir verið látnir lausir úr haldi enda ekki hægt að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi en í 12 vikur, ef ekki hefur verið gefin út ákæra. Í mars var svo einn til viðbótar, erlendur karlmaður, handtekinn vegna málsins og sætir sá gæsluvarðhaldi. Gerð var húsleit á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við handtökuna þar sem talsvert magn af amfetamínbasa fannst. Í málunum hefur samanlagt verið lagt hald á 13,5 lítra af amfetamínbasa, auk tilbúinna fíkniefna sem talið er að hafi verið framleidd hérlendis. Einnig fannst mikið magn af sterum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem umbreytt er í duft og svo þynnt út með efnum áður en það fer í sölu á götunni en áætla má að úr einum lítra sé hægt að fá þrjú kíló af amfetamíni. „Núna á síðustu mánuðum höfum við verið að taka fíkniefni sem má selja á götunni fyrir rúmlega 230 milljónir. Þetta eru bæði Íslendingar og útlendingar og við erum að skoða og höfum það að þarna eru tengsl við erlenda brotahópa líka,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir að við rannsókn málsins hafi lögregla fundið amfetamínframleiðslu en grunur leikur á að basinn sem notaður var við framleiðsluna sé einnig framleiddur hér á landi. Aðeins einu sinni hefur amfetamínbasaframleiðsla fundist hér á landi en það var árið 2008 í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði. Árið 2012 gerði lögreglan upptækan búnað til að fara í slíka framleiðslu og náði því að stöðva framleiðsluna áður en hún fór af stað. „Við erum nú að skoða hvort framleiðslan sé í meira mæli en við höldum í amfetamínbasa hér á landi, en hún er einhver,“ segir Margeir og bætir við að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er flókið ferli og það þarf kunnáttumenn í þetta. Við að framleiða amfetamínbasa er mikil sprengjuhætta og það er ekki á færi hvers sem er að fara út í þetta,“ segir Margeir. Þá sé mikil hætta á eitrun vegna framleiðslunnar ef efnin eru ekki meðhöndluð rétt, sem gæti leitt til dauða. Í báðum málunum er einnig verið að rannsaka peningaþvætti. „Þá erum við með andlag í fjármunabrotunum fyrir um hálfan milljarð króna rúmlega. Þetta er allt frá húsnæði, bílum og dýrum munum sem fólk safnar sér,“ segir Margeir. Fleiri umfangsmikil mál eru til rannsóknar hjá embættinu og má þar nefna svokallað Hvalfjarðarmál. Það snýr einnig að skipulagða brotastarfsemi, peningaþvætti og framleiðslu fíkniefna. Margeir segist ekki geta tjáð sig um það mál að svo stöddu. Sjá einnig: Jaroslava meðal hinna handteknu í Hvalfjarðargangamálinu Við aðgerðirnar í báðum málunum hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og tollyfirvalda. Lögreglumál Fíkn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Lögreglan telur amfetamínbasa nú framleiddan hér á landi en síðustu mánuði hefur verið lagt hald á 13,5 lítra í umfangsmiklum málum er varða skipulagða glæpastarfsemi. Sjö manns, sem taldir eru tilheyra erlendum glæpahópum, hafa verið í gæsluvarðhaldi grunaðir um amfetamínframleiðslu og aðra glæpi. Síðustu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft til rannsóknar mjög umfangsmikið mál er varðar skipulagða brotastarfsemi, ætlaðri framleiðslu amfetamíns og peningaþvætti. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í janúar en þá hafði rannsókn málsins staðið lengi. Húsleit var gerð á á annan tug staða víða á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á mikið magn fíkniefna. Mennirnir hafa allir verið látnir lausir úr haldi enda ekki hægt að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi en í 12 vikur, ef ekki hefur verið gefin út ákæra. Í mars var svo einn til viðbótar, erlendur karlmaður, handtekinn vegna málsins og sætir sá gæsluvarðhaldi. Gerð var húsleit á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við handtökuna þar sem talsvert magn af amfetamínbasa fannst. Í málunum hefur samanlagt verið lagt hald á 13,5 lítra af amfetamínbasa, auk tilbúinna fíkniefna sem talið er að hafi verið framleidd hérlendis. Einnig fannst mikið magn af sterum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem umbreytt er í duft og svo þynnt út með efnum áður en það fer í sölu á götunni en áætla má að úr einum lítra sé hægt að fá þrjú kíló af amfetamíni. „Núna á síðustu mánuðum höfum við verið að taka fíkniefni sem má selja á götunni fyrir rúmlega 230 milljónir. Þetta eru bæði Íslendingar og útlendingar og við erum að skoða og höfum það að þarna eru tengsl við erlenda brotahópa líka,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir að við rannsókn málsins hafi lögregla fundið amfetamínframleiðslu en grunur leikur á að basinn sem notaður var við framleiðsluna sé einnig framleiddur hér á landi. Aðeins einu sinni hefur amfetamínbasaframleiðsla fundist hér á landi en það var árið 2008 í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði. Árið 2012 gerði lögreglan upptækan búnað til að fara í slíka framleiðslu og náði því að stöðva framleiðsluna áður en hún fór af stað. „Við erum nú að skoða hvort framleiðslan sé í meira mæli en við höldum í amfetamínbasa hér á landi, en hún er einhver,“ segir Margeir og bætir við að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er flókið ferli og það þarf kunnáttumenn í þetta. Við að framleiða amfetamínbasa er mikil sprengjuhætta og það er ekki á færi hvers sem er að fara út í þetta,“ segir Margeir. Þá sé mikil hætta á eitrun vegna framleiðslunnar ef efnin eru ekki meðhöndluð rétt, sem gæti leitt til dauða. Í báðum málunum er einnig verið að rannsaka peningaþvætti. „Þá erum við með andlag í fjármunabrotunum fyrir um hálfan milljarð króna rúmlega. Þetta er allt frá húsnæði, bílum og dýrum munum sem fólk safnar sér,“ segir Margeir. Fleiri umfangsmikil mál eru til rannsóknar hjá embættinu og má þar nefna svokallað Hvalfjarðarmál. Það snýr einnig að skipulagða brotastarfsemi, peningaþvætti og framleiðslu fíkniefna. Margeir segist ekki geta tjáð sig um það mál að svo stöddu. Sjá einnig: Jaroslava meðal hinna handteknu í Hvalfjarðargangamálinu Við aðgerðirnar í báðum málunum hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og tollyfirvalda.
Lögreglumál Fíkn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira