Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 15:15 Knattspyrnusamband Evrópu vill helst að deildarkeppnir álfunnar verði leiknar til enda. Vísir/UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun Evrópumótið sem átti að fara fram í sumar en hefur verið frestað til 2021 samt sem áður vera kallað EM 2020. Þetta kom fram í tilkynningu frá sambandinu fyrr í dag. Following the postponement of @EURO2020 to the summer of 2021, the #UEFAExCo has decided that the tournament will still be known as UEFA EURO 2020. Full story: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Á fjarfundi þar sem aðilar allra 55 aðildarsambanda UEFA voru viðstaddir ku spænska knattspyrnusambandið hafa stungið upp á því að sæti í Evrópukeppnum yrði útdeilt miðða við gengi síðustu fimm ára. Hefði það þýtt að Atletico Madrid myndi til að mynda græða á kostnað Real Sociadad og það sama á við um Manchester United og Leicester City. Bæði Atl. Madrid og Man Utd færu þá í Meistaradeild Evrópu á kostnað hinna vegna gengis undafarinna fimm tímabila. Sú hugmynd var skotin niður og ákveðið að frammistaða liðanna á síðustu leiktíð myndi skera úr um hvaða lið kæmust í Evrópukeppni. „Ef aðstæður vegna kórónufaraldursins leyfa þá á að spila þær deildarkeppnir sem frestað hefur verið til enda. Þannig geta félög unnið sér inn keppnisrétt í Evrópukeppnum í sinni upprunalegu mynd, inn á knattspyrnuvellinum sjálfum,“ segir í yfirlýsingu UEFA. „Ef það er ekki mögulegt af einni ástæðu eða annarri þá er ætlast til að keppnir álfunnar hefjist á breyttan hátt. Þannig að hægt sé að gera félögum kleift að vinna sér inn keppnisrétt með leik á vellinum.“ Sambandið tilgreinir ekki nákvæmlega hvernig leikirnir ættu að vera en eflaust er um hraðmót að ræða þar sem leikið er fyrir luktum dyrum og mótið klárað á sem stystum tíma. Þá áskilur UEFA sér réttinn til að neita félögum um þátttöku í Evrópukeppnum sínum ef ljóst er að hann var veittur á ósanngjarnan hátt. UEFA virðist ekki ætla að setja nein viðmið með hvað gerist fyrir þau lið sem eru í fallsæti verði deildarkeppnri ekki kláraðar. Það er undir hverju aðildarsambandi fyrir sig að ákveða. Að lokum kemur fram að Evrópumótið sem fram átti að fara í sumar en mun nú fara fram næsta sumar muni samt sem áður vera kallað EM 2020. Sú ákvörðun byggir á því að UEFA vill halda í áætlun sína með að geta fagnað 60 ára afmæli mótsins en mótið hefur nú verið haldið á fjögurra ára fresti frá árinu 1960. Þá þarf sambandið ekki að henda neinum varning sem framleiddur hefur verið fyrir mótið þar sem hann er allur merktur með ártalinu 2020. Með því er UEFA að reyna sýna gott fordæmi. Fótbolti UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun Evrópumótið sem átti að fara fram í sumar en hefur verið frestað til 2021 samt sem áður vera kallað EM 2020. Þetta kom fram í tilkynningu frá sambandinu fyrr í dag. Following the postponement of @EURO2020 to the summer of 2021, the #UEFAExCo has decided that the tournament will still be known as UEFA EURO 2020. Full story: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Á fjarfundi þar sem aðilar allra 55 aðildarsambanda UEFA voru viðstaddir ku spænska knattspyrnusambandið hafa stungið upp á því að sæti í Evrópukeppnum yrði útdeilt miðða við gengi síðustu fimm ára. Hefði það þýtt að Atletico Madrid myndi til að mynda græða á kostnað Real Sociadad og það sama á við um Manchester United og Leicester City. Bæði Atl. Madrid og Man Utd færu þá í Meistaradeild Evrópu á kostnað hinna vegna gengis undafarinna fimm tímabila. Sú hugmynd var skotin niður og ákveðið að frammistaða liðanna á síðustu leiktíð myndi skera úr um hvaða lið kæmust í Evrópukeppni. „Ef aðstæður vegna kórónufaraldursins leyfa þá á að spila þær deildarkeppnir sem frestað hefur verið til enda. Þannig geta félög unnið sér inn keppnisrétt í Evrópukeppnum í sinni upprunalegu mynd, inn á knattspyrnuvellinum sjálfum,“ segir í yfirlýsingu UEFA. „Ef það er ekki mögulegt af einni ástæðu eða annarri þá er ætlast til að keppnir álfunnar hefjist á breyttan hátt. Þannig að hægt sé að gera félögum kleift að vinna sér inn keppnisrétt með leik á vellinum.“ Sambandið tilgreinir ekki nákvæmlega hvernig leikirnir ættu að vera en eflaust er um hraðmót að ræða þar sem leikið er fyrir luktum dyrum og mótið klárað á sem stystum tíma. Þá áskilur UEFA sér réttinn til að neita félögum um þátttöku í Evrópukeppnum sínum ef ljóst er að hann var veittur á ósanngjarnan hátt. UEFA virðist ekki ætla að setja nein viðmið með hvað gerist fyrir þau lið sem eru í fallsæti verði deildarkeppnri ekki kláraðar. Það er undir hverju aðildarsambandi fyrir sig að ákveða. Að lokum kemur fram að Evrópumótið sem fram átti að fara í sumar en mun nú fara fram næsta sumar muni samt sem áður vera kallað EM 2020. Sú ákvörðun byggir á því að UEFA vill halda í áætlun sína með að geta fagnað 60 ára afmæli mótsins en mótið hefur nú verið haldið á fjögurra ára fresti frá árinu 1960. Þá þarf sambandið ekki að henda neinum varning sem framleiddur hefur verið fyrir mótið þar sem hann er allur merktur með ártalinu 2020. Með því er UEFA að reyna sýna gott fordæmi.
Fótbolti UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Sjá meira