Fótbolti

Tour de France gæti komið í veg fyrir EM í Kaupmannahöfn

Anton Ingi Leifsson skrifar
EM í Kaupmannahöfn á Parken er í hættu.
EM í Kaupmannahöfn á Parken er í hættu. vísir/getty

Það gæti farið svo að EM í fótbolta verði ekki spilað í Kaupmannahöfn þegar það fer fram næsta sumar. Hjólreiðakeppnin Tour de France gæti komið í veg fyrir að fótboltinn verður spilaður á Parken sumarið 2021.

Fjórir leikir á EM í fótbolta, sem átti að fara fram í sumar, hefði átt að spila á Parken í Kaupmannahöfn í sumar, en mótinu var frestað vegna kórónuveirunnar um eitt ár. Það setur leikina í Kaupmannahöfn í hættu.

Sumarið 2021 var nefnilega búið að skipuleggja hluta af Tour de France hjólreiðakeppninni í Kaupmannahöfn. Hún átti að byrja þar 2. júlí og hjóla átti í Danmörku fyrstu þrjá dagana en danska knattspyrnusambandið segir að það sé ekki búið að leysa þetta.

Frank Jensen, yfirborgarstjóri í Kaupmannahöfn, segir í viðtali við DR Sporten að þeir gætu ekki bara farið eftir tilskipun UEFA því næsta sumar væri nú þegar búið að gera samning við Tour de France. Hann segir að það sé ekki vilji að sleppa þeim möguleika á að fá hjólreiðakeppnina til Danmerkur.

Unnið er nú að því að leysa vandamálið með bæði UEFA og yfirmönnum Tour de France.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×