Innlent

Óskaði eftir aðstoð vegna farþega sem neitaði að yfirgefa strætisvagn

Eiður Þór Árnason skrifar
Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni í gærkvöld og nótt.
Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni í gærkvöld og nótt. Vísir/Vilhelm

Á fjórða tímanum í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu á slysadeild Landspítalans vegna einstaklings sem var til vandræða í biðstofu en einstaklingurinn hafði skemmt húsgögn á biðstofunni.

Einstaklingurinn sem var í annarlegu ástandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa, er fram kemur í dagbók lögreglu.

Klukkan ellefu í gærkvöld óskaði vagnstjóri hjá Strætó eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem neitaði að yfirgefa vagninn. Mun sá mun hafa verið til vandræða í vagninum og var honum vísað út.

Í nótt óskaði leigubílstjóri einnig eftir aðstoð vegna farþega sem gat ekki borgað fyrir umbeðinn akstur.

Að lokum var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Garðabæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×