Tómatar í stað erlendra ferðamanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2020 22:00 Framkvæmdir eru hafnar við Friðheima í Reykholti en þar er verið að stækka gróðurhúsið um fimm þúsund fermetra. Eigendur fyrirtækisins ætla að leggja aukna áherslu á tómatarækt til að bregðast við fækkun erlendra ferðamanna. Í nærri aldarfjórðung hafa verið ræktaðir tómatar í Friðheimum. Þá hefur líka verið tekið þar á móti hópum erlendra ferðamanna. Þeim hefur verið sýnt hvernig ræktunin fer fram og fengið að smakka og horfa á hestasýningar. Um tvö hundruð þúsund ferðamenn koma í Friðheima á ári hverju. Fækkun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur því haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Krísufundir alla daga „Þetta er náttúrulega búið að vera mjög snúið ástand og krísufundir í sjálfu sér alla daga. Við erum búin að plana okkur svona viku fyrir viku,“ segir Knútur Ármann eigandi Friðheima. Knútur segir engum starfsmanni hafa verið sagt upp en verið sé að nýta hlutastarfaleið stjórnvalda fyrir marga. Hann segir að til að geta haldið sem flestum í vinnu og haft næg verkefni hafi verið ákveðið byggja annað gróðurhús og framleiða fleiri tómata. „Við keyptum landið hérna við hliðin á okkur til þess að geta farið í það og erum að bara rétt að hefja framkvæmdir núna og vonandi tínum við fyrstu tómatana fyrir áramót, það er svona planið, úr því húsi.“ Skortur á íslenskum tómötum hefur verið viðvarandi Í Friðheimum er nú fimm þúsund fermetra gróðurhús en nýja húsið sem byrjað er að byggja þar við verður einnig fimm þúsund fermetrar. „Við erum að auka framleiðsluna alveg um meira en helming eða það er að segja 100%. Þannig að við ætlum að taka svolítið stórt skerf. Það eru mikil tækifæri í íslenskri garðyrkju og við höfum svona búið við það svona síðustu árin að það hefur verið svona viðvarandi tómastaskortur á íslenskum tómötum. Þannig það er frábært að geta komið sterkur inn á markaðinn þar,“ segir Knútur. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Garðyrkja Bláskógabyggð Tengdar fréttir Hvorki rútur né erlenda ferðamenn að sjá: „Þetta er bara ömurlegt“ Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér 29. apríl 2020 23:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við Friðheima í Reykholti en þar er verið að stækka gróðurhúsið um fimm þúsund fermetra. Eigendur fyrirtækisins ætla að leggja aukna áherslu á tómatarækt til að bregðast við fækkun erlendra ferðamanna. Í nærri aldarfjórðung hafa verið ræktaðir tómatar í Friðheimum. Þá hefur líka verið tekið þar á móti hópum erlendra ferðamanna. Þeim hefur verið sýnt hvernig ræktunin fer fram og fengið að smakka og horfa á hestasýningar. Um tvö hundruð þúsund ferðamenn koma í Friðheima á ári hverju. Fækkun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur því haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Krísufundir alla daga „Þetta er náttúrulega búið að vera mjög snúið ástand og krísufundir í sjálfu sér alla daga. Við erum búin að plana okkur svona viku fyrir viku,“ segir Knútur Ármann eigandi Friðheima. Knútur segir engum starfsmanni hafa verið sagt upp en verið sé að nýta hlutastarfaleið stjórnvalda fyrir marga. Hann segir að til að geta haldið sem flestum í vinnu og haft næg verkefni hafi verið ákveðið byggja annað gróðurhús og framleiða fleiri tómata. „Við keyptum landið hérna við hliðin á okkur til þess að geta farið í það og erum að bara rétt að hefja framkvæmdir núna og vonandi tínum við fyrstu tómatana fyrir áramót, það er svona planið, úr því húsi.“ Skortur á íslenskum tómötum hefur verið viðvarandi Í Friðheimum er nú fimm þúsund fermetra gróðurhús en nýja húsið sem byrjað er að byggja þar við verður einnig fimm þúsund fermetrar. „Við erum að auka framleiðsluna alveg um meira en helming eða það er að segja 100%. Þannig að við ætlum að taka svolítið stórt skerf. Það eru mikil tækifæri í íslenskri garðyrkju og við höfum svona búið við það svona síðustu árin að það hefur verið svona viðvarandi tómastaskortur á íslenskum tómötum. Þannig það er frábært að geta komið sterkur inn á markaðinn þar,“ segir Knútur.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Garðyrkja Bláskógabyggð Tengdar fréttir Hvorki rútur né erlenda ferðamenn að sjá: „Þetta er bara ömurlegt“ Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér 29. apríl 2020 23:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hvorki rútur né erlenda ferðamenn að sjá: „Þetta er bara ömurlegt“ Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér 29. apríl 2020 23:30