Ofríki, fáræði, auðræði eða lýðræði? Kristinn Már Ársælsson skrifar 11. janúar 2021 08:01 Hvernig gat það gerst að lýðræðið stendur á brauðfótum víða um heim? Lítið sem ekkert traust á kjörnum fulltrúum. Gjá milli þings og þjóðar. Fjöldamótmæli gegn lögregluofbeldi—lögreglu sem á að vernda borgara. Stuðningsfólk Trump ræðst inn í þinghúsið og veifar Suðurríkjafánanum. Upplýsingaóreiða. Lýðskrum. Auðræði. Pólarísering. Hvernig stendur á því að lýðræðið, sem á að þjóna almenningi fyrst og síðast, er bókstaflega í hættu? Svarið er að lýðræðinu hefur ekki hefur tekist, annars vegar, að tryggja að það þjóni fyrst og síðast almenningi og sér í lagi hinum verst settu. Hins vegar mistekist að sætta ólík sjónarmið meðal almennings. Lýðræðinu hefur mistekist að stemma stigu við ofríki, fáræði og auðræði. Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar og stór hluti kjósenda ekki tekið þessi vandamál nægilega alvarlega. Þessi vandamál hafa fylgt lýðræðinu frá upphafi. Strax á upphafsárum lýðræðisins fyrir rúmum 200 árum vöruðu fræðimenn við ofríki meirihlutans, sér í lagi hvítra gagnvart svörtum. Enn í dag sjáum við mismunun, á öllum sviðum, gagnvart þeim sem eru með annan húðlit en hvítan. Fræðimenn vöruðu við fáræði (óligarkí) þar sem völd þjöppuðust á hendur fárra sem deildu ekki skoðunum eða hagsmunum með almenningi. Þau vöruðu við auðræði, að hinir ríku myndu ráða för í stjórnmálum fremur en almenningur. Af þessum sökum eru þau sem hafa notið forréttinda (ofríki) reið vegna ótta við að missa þau. Þau sem standa höllum fæti reið og sár vegna langvarandi ofríkis. Lýðræðisleg samfélög eiga að vera opin og frjáls. Fólk má vera alls konar. En lýðræðinu hefur mistekist að sætta ólík sjónarmið. Þvert á hópa eru kjósendur reiðir út í kjörna fulltrúa fyrir að verja ekki hagsmuni þeirra. Fyrir að standa oft og reglulega frekar með hinum ríku og valdamiklu en ekki almenningi. Hvað er til ráða? Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og taka hann alvarlega. Viðurkenna að vandinn er bundinn við skipulag lýðræðisins. Núverandi skipulag kosninga, embætta og ákvarðanatöku dugar ekki til að sætta ólík sjónarmið. Tryggir ekki að hagsmunir almennings og hinna verst settu séu hafðir að leiðarljósi. Mikil völd í höndum fámennra hópa eða einstaklinga bjóða ofríki og spillingu heim. Dæmin eru mýmörg. Forsetatíð Trump er gott dæmi. Næst þurfum við að ræða og gera breytingar. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að efla tengsl milli forsvarsmanna og grasrótar sem og bæta stefnumótun. Flokkarnir sjálfir eru of einangraðir og ekki nægilega virkir í hugmyndavinnu í samfélaginu. Það dugar ekki að hittast í fámennum hópum og móta stefnu korter fyrir kosningar heldur þarf löng, vönduð og upplýst ferli. Við þurfum sterk og virk almannasamtök sem veita ráðamönnum aðhald og taka virkan þátt í stefnumótun samfélagsins. Margar af mikilvægustu nýjungum á lýðræðistímanum komu frá og/eða voru studdar af sterkri verkalýðshreyfingu, t.d. heilbrigðiskerfið. Forysta samtakanna þarf að eiga í virku samtali við grasrótina og eiga hlutdeild í lýðræðislegri ákvarðanatöku. Eina leiðin til þess að sætta ólík sjónarmið er að fá ólíka hópa til þess að setjast við sama borð. Að setja sig í spor annarra. Leita málamiðlunar eða, hreinlega, sýna skilning á slakri stöðu annarra og viðurkenna eigin forréttindi. Svokölluð slembivalin rökræðuferli—þar sem hópur almennings er valinn af handahófi til að koma saman í rökræðu—hafa verið ítarlega rannsökuð og reynst vel í þessum tilgangi. Við þurfum að beita slíkum ferlum í meira mæli. Fræðimenn hafa lagt til að efri deild þings sé skipuð almenningi sem er valinn af handahófi. Þannig þurfi tillögur stjórnmálamanna að hljóta náð almennings. Það er búið að benda á vandann í rúm 200 ár. Lýðræðið hefur áður vikið fyrir alræði. Það má ekki gerast aftur. Stjórnmálaflokkar og almannasamtök verða að ráðast í að koma á alvöru lýðræði. Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði og stofnandi lýðræðisfélagsins Öldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig gat það gerst að lýðræðið stendur á brauðfótum víða um heim? Lítið sem ekkert traust á kjörnum fulltrúum. Gjá milli þings og þjóðar. Fjöldamótmæli gegn lögregluofbeldi—lögreglu sem á að vernda borgara. Stuðningsfólk Trump ræðst inn í þinghúsið og veifar Suðurríkjafánanum. Upplýsingaóreiða. Lýðskrum. Auðræði. Pólarísering. Hvernig stendur á því að lýðræðið, sem á að þjóna almenningi fyrst og síðast, er bókstaflega í hættu? Svarið er að lýðræðinu hefur ekki hefur tekist, annars vegar, að tryggja að það þjóni fyrst og síðast almenningi og sér í lagi hinum verst settu. Hins vegar mistekist að sætta ólík sjónarmið meðal almennings. Lýðræðinu hefur mistekist að stemma stigu við ofríki, fáræði og auðræði. Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar og stór hluti kjósenda ekki tekið þessi vandamál nægilega alvarlega. Þessi vandamál hafa fylgt lýðræðinu frá upphafi. Strax á upphafsárum lýðræðisins fyrir rúmum 200 árum vöruðu fræðimenn við ofríki meirihlutans, sér í lagi hvítra gagnvart svörtum. Enn í dag sjáum við mismunun, á öllum sviðum, gagnvart þeim sem eru með annan húðlit en hvítan. Fræðimenn vöruðu við fáræði (óligarkí) þar sem völd þjöppuðust á hendur fárra sem deildu ekki skoðunum eða hagsmunum með almenningi. Þau vöruðu við auðræði, að hinir ríku myndu ráða för í stjórnmálum fremur en almenningur. Af þessum sökum eru þau sem hafa notið forréttinda (ofríki) reið vegna ótta við að missa þau. Þau sem standa höllum fæti reið og sár vegna langvarandi ofríkis. Lýðræðisleg samfélög eiga að vera opin og frjáls. Fólk má vera alls konar. En lýðræðinu hefur mistekist að sætta ólík sjónarmið. Þvert á hópa eru kjósendur reiðir út í kjörna fulltrúa fyrir að verja ekki hagsmuni þeirra. Fyrir að standa oft og reglulega frekar með hinum ríku og valdamiklu en ekki almenningi. Hvað er til ráða? Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og taka hann alvarlega. Viðurkenna að vandinn er bundinn við skipulag lýðræðisins. Núverandi skipulag kosninga, embætta og ákvarðanatöku dugar ekki til að sætta ólík sjónarmið. Tryggir ekki að hagsmunir almennings og hinna verst settu séu hafðir að leiðarljósi. Mikil völd í höndum fámennra hópa eða einstaklinga bjóða ofríki og spillingu heim. Dæmin eru mýmörg. Forsetatíð Trump er gott dæmi. Næst þurfum við að ræða og gera breytingar. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að efla tengsl milli forsvarsmanna og grasrótar sem og bæta stefnumótun. Flokkarnir sjálfir eru of einangraðir og ekki nægilega virkir í hugmyndavinnu í samfélaginu. Það dugar ekki að hittast í fámennum hópum og móta stefnu korter fyrir kosningar heldur þarf löng, vönduð og upplýst ferli. Við þurfum sterk og virk almannasamtök sem veita ráðamönnum aðhald og taka virkan þátt í stefnumótun samfélagsins. Margar af mikilvægustu nýjungum á lýðræðistímanum komu frá og/eða voru studdar af sterkri verkalýðshreyfingu, t.d. heilbrigðiskerfið. Forysta samtakanna þarf að eiga í virku samtali við grasrótina og eiga hlutdeild í lýðræðislegri ákvarðanatöku. Eina leiðin til þess að sætta ólík sjónarmið er að fá ólíka hópa til þess að setjast við sama borð. Að setja sig í spor annarra. Leita málamiðlunar eða, hreinlega, sýna skilning á slakri stöðu annarra og viðurkenna eigin forréttindi. Svokölluð slembivalin rökræðuferli—þar sem hópur almennings er valinn af handahófi til að koma saman í rökræðu—hafa verið ítarlega rannsökuð og reynst vel í þessum tilgangi. Við þurfum að beita slíkum ferlum í meira mæli. Fræðimenn hafa lagt til að efri deild þings sé skipuð almenningi sem er valinn af handahófi. Þannig þurfi tillögur stjórnmálamanna að hljóta náð almennings. Það er búið að benda á vandann í rúm 200 ár. Lýðræðið hefur áður vikið fyrir alræði. Það má ekki gerast aftur. Stjórnmálaflokkar og almannasamtök verða að ráðast í að koma á alvöru lýðræði. Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði og stofnandi lýðræðisfélagsins Öldu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun