Starfsmanni í Skarðshlíðarskóla sagt upp vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2021 15:55 Skarðshlíðarskóli í Hafnarfirði. Starfsmanni við Skarðshlíðarskóla hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skólastjóri í Skarðshlíðarskóla hefur eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað innan veggja skólans eða í skólastarfi á vegum skólans. Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla, segir í tölvupósti til foreldra og forráðamanna nemenda í 1. til 9. bekk skólans vilja koma ákveðnum hlutum á framfæri til að fyrirbyggja og leiðrétta mögulegan misskilning í ljósi þess að málið sé komið í almanna umfjöllun innan skólasamfélagsins. Ingibjörg segir lögreglu fara með rannsókn og skoðun málsins með hliðsjón af starfi og stöðu starfsmannsins. Stjórnendateymi skólans hafi strax verið upplýst um aðstæður og eðli málsins og stjórnendur hafi unnið málið í samvinnu við starfsfólk fag- og stoðsviða sveitarfélagsins. Ríkisútvarpið greindi frá því í desember að barnaníðsefni hefði fundist á heimili mannsins. Talið væri að efnið hefði verið framleitt hér á landi. Mun ekki snúa aftur til starfa „Strax var farið yfir verkferla innan skólans og aðkomu viðkomandi starfsmanns að starfi með börnum og tryggt að fyrirfram skilgreint verklag hafi verið viðhaft. Málið er enn til rannsóknar og á mjög viðkvæmu stigi,“ segir Ingibjörg. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, bæði í desember og aftur nú í janúar, þá sé ekkert sem bendi til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sé stað innan veggja skólans eða í skólastarfi á vegum skólans. Ingibjörg segir málið í réttum farvegi hjá lögreglu og starfsmaðurinn muni ekki snúa aftur til starfa. Frekari upplýsingar ekki veittar „Ekki er hægt að gefa upp ítarlegri upplýsingar um þetta einstaka mál til að tryggja megi rannsóknarhagsmuni, trúnað og persónuvernd hlutaðeigandi.“ Ingibjörg telur rétt að árétta sérstaklega að allir þeir sem ráðnir séu til starfa við grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar þurfi að skila inn sakarvottorði þegar þeir hefja störf. Óheimilt sé að ráða einstakling til starfa við grunnskóla sem hlotið hafi refsidóm fyrir kynferðisbrot. „Ef upp koma upplýsingar um refsiverða háttsemi eftir að starfsmaður hefur störf er brugðist við slíku í samræmi við eðli brots.“ Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira
Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla, segir í tölvupósti til foreldra og forráðamanna nemenda í 1. til 9. bekk skólans vilja koma ákveðnum hlutum á framfæri til að fyrirbyggja og leiðrétta mögulegan misskilning í ljósi þess að málið sé komið í almanna umfjöllun innan skólasamfélagsins. Ingibjörg segir lögreglu fara með rannsókn og skoðun málsins með hliðsjón af starfi og stöðu starfsmannsins. Stjórnendateymi skólans hafi strax verið upplýst um aðstæður og eðli málsins og stjórnendur hafi unnið málið í samvinnu við starfsfólk fag- og stoðsviða sveitarfélagsins. Ríkisútvarpið greindi frá því í desember að barnaníðsefni hefði fundist á heimili mannsins. Talið væri að efnið hefði verið framleitt hér á landi. Mun ekki snúa aftur til starfa „Strax var farið yfir verkferla innan skólans og aðkomu viðkomandi starfsmanns að starfi með börnum og tryggt að fyrirfram skilgreint verklag hafi verið viðhaft. Málið er enn til rannsóknar og á mjög viðkvæmu stigi,“ segir Ingibjörg. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, bæði í desember og aftur nú í janúar, þá sé ekkert sem bendi til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sé stað innan veggja skólans eða í skólastarfi á vegum skólans. Ingibjörg segir málið í réttum farvegi hjá lögreglu og starfsmaðurinn muni ekki snúa aftur til starfa. Frekari upplýsingar ekki veittar „Ekki er hægt að gefa upp ítarlegri upplýsingar um þetta einstaka mál til að tryggja megi rannsóknarhagsmuni, trúnað og persónuvernd hlutaðeigandi.“ Ingibjörg telur rétt að árétta sérstaklega að allir þeir sem ráðnir séu til starfa við grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar þurfi að skila inn sakarvottorði þegar þeir hefja störf. Óheimilt sé að ráða einstakling til starfa við grunnskóla sem hlotið hafi refsidóm fyrir kynferðisbrot. „Ef upp koma upplýsingar um refsiverða háttsemi eftir að starfsmaður hefur störf er brugðist við slíku í samræmi við eðli brots.“
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira