Tel mig aldrei hafa sett skóna upp á hillu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2021 19:36 Stella Sigurðardóttir verður í leikmannahópi Fram er Olís-deild kvenna fer aftur af stað eftir langa pásu sökum kórónufaraldursins. Stella er ef til vill ryðgaðri en aðrir leikmenn liðsins þar sem hún hefur ekki leikið handbolta síðan tímabilið 2013-2014. Hin þrítuga Stella var á þeim tíma með betri leikmönnum landsins. Hún hafði orðið Íslandsmeistari með Fram, var farin út í atvinnumennsku og var ein af lykilmönnum íslenska landsliðsins. Röð höfuðhögga leiddi til þess að hún hætti – tímabundið – og nú er hún tilbúin að snúa aftur á nýjan leik. „Myndi ekki segja að það væri stress. Ég tel mig aldrei hafa sett skóna upp á hillu þar sem ég þurfti að hætta út af meiðslum þannig ég var aldrei búin að gefa út að ég væri hætt. Ég byrjaði að mæta á æfingar, hitta vinkonur mínar, Stefán [Arnarson, þjálfari Fram] gerir þetta auðveldara með skemmtilegum æfingum og lofar fótbolta í upphitun þegar ég mæti svo það er bara búið að vera mjög gaman,“ sagði Stella í stuttu viðtali sem birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Mér er búið að líða mjög vel. Árið 2017 fann ég að mér farið að líða mjög vel, var farin að geta hlaupið og aðeins æft. Held ég hafi verið búin að jafna mig þá en svo bjuggum við í útlöndum og löngunin að byrja aftur í handbolta kom aldrei þegar við bjuggum erlendis.“ „Svo fann ég það í fyrra þegar stelpurnar voru að spila í bikarúrslitum og maðurinn minn líka þá kitlaði smá að prófa kannski og láta á það reyna. Svo kom Covid-19 þannig þetta gerðist allt mjög hægt,“ sagði Stella um stöðuna á sér líkamlega og andlega. „Nei það var það ekki. Held meira að segja ef vinkonur mínar væru ekki hérna enn að spila með Fram þá væri ég örugglega ekki byrjuð aftur í handbolta,“ sagði Stella að lokum aðspurð hvort það hefði eitthvað annað félag en Fram komið til greina. Viðtalið við Stellu má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Fram mætir ÍBV í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 14.20. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. 15. janúar 2021 13:32 Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni. 14. janúar 2021 12:33 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Sjá meira
Hin þrítuga Stella var á þeim tíma með betri leikmönnum landsins. Hún hafði orðið Íslandsmeistari með Fram, var farin út í atvinnumennsku og var ein af lykilmönnum íslenska landsliðsins. Röð höfuðhögga leiddi til þess að hún hætti – tímabundið – og nú er hún tilbúin að snúa aftur á nýjan leik. „Myndi ekki segja að það væri stress. Ég tel mig aldrei hafa sett skóna upp á hillu þar sem ég þurfti að hætta út af meiðslum þannig ég var aldrei búin að gefa út að ég væri hætt. Ég byrjaði að mæta á æfingar, hitta vinkonur mínar, Stefán [Arnarson, þjálfari Fram] gerir þetta auðveldara með skemmtilegum æfingum og lofar fótbolta í upphitun þegar ég mæti svo það er bara búið að vera mjög gaman,“ sagði Stella í stuttu viðtali sem birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Mér er búið að líða mjög vel. Árið 2017 fann ég að mér farið að líða mjög vel, var farin að geta hlaupið og aðeins æft. Held ég hafi verið búin að jafna mig þá en svo bjuggum við í útlöndum og löngunin að byrja aftur í handbolta kom aldrei þegar við bjuggum erlendis.“ „Svo fann ég það í fyrra þegar stelpurnar voru að spila í bikarúrslitum og maðurinn minn líka þá kitlaði smá að prófa kannski og láta á það reyna. Svo kom Covid-19 þannig þetta gerðist allt mjög hægt,“ sagði Stella um stöðuna á sér líkamlega og andlega. „Nei það var það ekki. Held meira að segja ef vinkonur mínar væru ekki hérna enn að spila með Fram þá væri ég örugglega ekki byrjuð aftur í handbolta,“ sagði Stella að lokum aðspurð hvort það hefði eitthvað annað félag en Fram komið til greina. Viðtalið við Stellu má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Fram mætir ÍBV í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 14.20. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. 15. janúar 2021 13:32 Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni. 14. janúar 2021 12:33 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Sjá meira
Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. 15. janúar 2021 13:32
Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni. 14. janúar 2021 12:33