Takk fyrir traustið! Bjarni Gíslason skrifar 20. janúar 2021 11:30 „Ég segi bara takk!“ segir maður stundum þegar manni er orða vant yfir góðri gjöf. Og þannig líður okkur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar yfir stórkostlegum stuðningi við starfið undanfarnar vikur, stuðningi frá Hjálparliðum og öðrum einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum sem samtals nemur um 120 milljónum króna. Við erum auðmjúk gagnvart því trausti sem þessi metstuðningur endurspeglar. Hann gerir okkur kleift að veita áfram aðstoð því fólki sem býr við alvarlegan efnislegan skort og erfiðar félagslegar aðstæður á Íslandi jafnt sem á alþjóðavettvangi. Á Íslandi býr fólkið sem til okkar leitar við kröpp kjör vegna lágra atvinnutekna, atvinnuleysis, örorku og/eða fjölþætts félagslegs vanda. Í miðjum heimsfaraldri er neyð hvers einstaklings sem til okkar leitar meiri á sama tíma og fleiri þurfa á ráðgjöf, stuðningi og efnislegri aðstoð að halda. Frá því í byrjun apríl og til ársloka 2020 fjölgaði í hópi þeirra sem til okkar leita um 40% miðað við sama tímabil á árinu 2019, það eru áhrif af COVID-19! Í desember síðastliðnum fengu þannig 1.787 fjölskyldur eða 4.824 einstaklingar (miðað við 2,7 í fjölskyldu) um land allt inneignarkort Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir matvöru samanborið við 1.275 fjölskyldur eða 3.443 einstaklingar sem fengu inneignarkort til að kaupa í matinn fyrir jólin árið 2019. Við berum öll von í brjósti um að heimsfaraldri af völdum kórónuveirunnar linni senn. Bóluefni berast til landsins og fólki í forgangshópum býðst nú bólusetning. En við skulum horfast í augu við það að næstu mánuðir og jafnvel ár verða mörgum mjög erfið vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Staða fólks er mjög misjöfn og það er fólkið sem fyrir var í viðkvæmri stöðu sem hefur orðið verst úti, fólk á jaðri vinnumarkaðarins, útlendingar, lágtekjufólk og öryrkjar. Margir sem hafa misst vinnuna og tæmt varasjóði og sparifé upplifa nú mikið óöryggi um framfærslu um leið og húsnæðiskostnaður er áfram hár og vöruverð fer hækkandi. Fólkið sem leitaði til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin var allt í þeirri stöðu að tekjur og bætur duga fjölskyldunni ekki til framfærslu. Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins segja einnig að einstaklingar sem til okkar leita finni margir fyrir félagslegri einangrun og vanlíðan sem hafi aukist í heimsfaraldrinum. Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum innilega þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Við ætlum að halda áfram að veita fólki sem býr við fátækt stuðning með ráðgjöf, efnislegri aðstoð og verkefnum sem miða að virkni og valdeflingu þeirra sem til okkar leita. Þessi frábæri stuðningur við starfið er samkennd í verki. Hann sýnir að við sem samfélag erum þess megnug að rétta úr kútnum á ný þannig að við skiljum engan eftir. Það er ábyrgð okkar allra. Takk! Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
„Ég segi bara takk!“ segir maður stundum þegar manni er orða vant yfir góðri gjöf. Og þannig líður okkur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar yfir stórkostlegum stuðningi við starfið undanfarnar vikur, stuðningi frá Hjálparliðum og öðrum einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum sem samtals nemur um 120 milljónum króna. Við erum auðmjúk gagnvart því trausti sem þessi metstuðningur endurspeglar. Hann gerir okkur kleift að veita áfram aðstoð því fólki sem býr við alvarlegan efnislegan skort og erfiðar félagslegar aðstæður á Íslandi jafnt sem á alþjóðavettvangi. Á Íslandi býr fólkið sem til okkar leitar við kröpp kjör vegna lágra atvinnutekna, atvinnuleysis, örorku og/eða fjölþætts félagslegs vanda. Í miðjum heimsfaraldri er neyð hvers einstaklings sem til okkar leitar meiri á sama tíma og fleiri þurfa á ráðgjöf, stuðningi og efnislegri aðstoð að halda. Frá því í byrjun apríl og til ársloka 2020 fjölgaði í hópi þeirra sem til okkar leita um 40% miðað við sama tímabil á árinu 2019, það eru áhrif af COVID-19! Í desember síðastliðnum fengu þannig 1.787 fjölskyldur eða 4.824 einstaklingar (miðað við 2,7 í fjölskyldu) um land allt inneignarkort Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir matvöru samanborið við 1.275 fjölskyldur eða 3.443 einstaklingar sem fengu inneignarkort til að kaupa í matinn fyrir jólin árið 2019. Við berum öll von í brjósti um að heimsfaraldri af völdum kórónuveirunnar linni senn. Bóluefni berast til landsins og fólki í forgangshópum býðst nú bólusetning. En við skulum horfast í augu við það að næstu mánuðir og jafnvel ár verða mörgum mjög erfið vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Staða fólks er mjög misjöfn og það er fólkið sem fyrir var í viðkvæmri stöðu sem hefur orðið verst úti, fólk á jaðri vinnumarkaðarins, útlendingar, lágtekjufólk og öryrkjar. Margir sem hafa misst vinnuna og tæmt varasjóði og sparifé upplifa nú mikið óöryggi um framfærslu um leið og húsnæðiskostnaður er áfram hár og vöruverð fer hækkandi. Fólkið sem leitaði til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin var allt í þeirri stöðu að tekjur og bætur duga fjölskyldunni ekki til framfærslu. Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins segja einnig að einstaklingar sem til okkar leita finni margir fyrir félagslegri einangrun og vanlíðan sem hafi aukist í heimsfaraldrinum. Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum innilega þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Við ætlum að halda áfram að veita fólki sem býr við fátækt stuðning með ráðgjöf, efnislegri aðstoð og verkefnum sem miða að virkni og valdeflingu þeirra sem til okkar leita. Þessi frábæri stuðningur við starfið er samkennd í verki. Hann sýnir að við sem samfélag erum þess megnug að rétta úr kútnum á ný þannig að við skiljum engan eftir. Það er ábyrgð okkar allra. Takk! Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun