Grjótkastarar – líka á Alþingi! S. Albert Ármannsson skrifar 22. janúar 2021 16:01 Það var í efri bekkjum grunnskóla. Tveir strákar komu gangandi að þar sem tvö systkin, nýflutt í þorpið, stóðu hnípin en nokkur hópur krakka undir forystu aðal grjótkastarans í bekknum hrópuðu að þeim ókvæðisorð um þau og um fjölskyldu þeirra. Bróðirinn sem var eldri reyndi af vanmætti að svara fyrir sig og henda steinum til baka í hópinn. Annar hinna nýkomnu hljóp strax til – í lið með systkinunum og kallaði á hópinn sem fylgt hafði grjótkastaranum: „Þið eruð nú meiri aumingjarnir – mörg saman að kasta grjóti í einn.“ Við þetta flosnaði grjótkastarahópurinn upp og syskinin fengu frið fyrir aðal árásarmanninum eftir þetta. Hliðstætt atvik gerðist eftir bankahrun þegar mótmæli stóðu sem hæst og nokkur hópur mótmælenda sem lögreglan sagði síðar að hefðu flestir verið „góðkunningjar“ lögreglunnar, réðust ítrekað að lögreglumönnum með grjótkasti og öðru sem til féll ásamt því að skemma hluti í eigu borgar og ríkis. Í einni slíkri atgöngu þessa hóps sem kallaði sig „mótmælendur“ var gengið sérstaklega hart fram í að ráðast á lögregluna þar sem hún varði alþingishúsið fyrir þessum hópi. Lögreglan var eins og systkinin í dæminu á undan, ofurseld yfirgangi þessa hóps. Þar kom að einstaklingum úr hópi þeirra sem hjá stóðu og horfðu á var nóg boðið og nokkur hópur þeirra, sem smám saman stækkaði, gekk fram fyrir árásarmenn og röðuðu sér upp fyrir framan lögregluna og sýndu með því að þeir samþykktu ekki ofbeldi eða grjótkast gegn lögreglunni. Þessi atburður varð vendipunktur í stöðunni. Lögreglan upplifði óskoraðan stuðning fulltrúa fjöldans og eftir þetta linnti skrílslátum af þessu tagi. Alþýða manna lét ekki bjóða sér þetta lengur. Jafnframt fjölmenntu Reykvíkingar í miðbæinn til að lýsa yfir stuðningi við lögreglumenn og þeirra störf. Þeir voru jú að vinna sín verk, halda uppi lögum og reglu ásamt því að aðstoða samborgarana eins og þeirra hlutverk er. Þriðja dæmið af svipuðum toga varð á vormánuðum 2020 þegar veiran var búin að setja allt á hliðina en þríeykið undir forystu sóttvarnalæknis barðist við að leita allra leiða til að hefta útbreiðslu veikinnar og lágmarka hættu á smiti í samfélaginu – eins og landslög um sóttvarnir kveða á um að sé hlutverk sóttvarnalæknis. Þá gerðust þau undur að fyrsti einstaklingur til að „kasta grjóti“ að sóttvarnalækni og þar með lögskipuðum yfirvöldum, var alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem hafði reyndar hrökklast úr því embætti fyrir að misfara með vald sitt við embættisveitingar. Þessi alþingismaður sem hafði svarið eið að stjórnarskrá sem alþingismaður og ráðherra dómsmála réðist opinberlega á sóttvarnalækni og alla þá sem voru að vinna störf sín við að lágmarka manntjón af veirufaraldrinum. Þessi fyrrum dómsmálaráðherra hefur ítrekað endurtekið þessar árásir og hagar sér eins og einstaklingur sem aldrei hefur kynnt sér lög um sóttvarnir eða hefur enga samúð með því hvort fólk lifir eða deyr af völdum veirunnar, svo ekki sé nefndur sá hópur sem veiktist og sér ekki fram á að fá bata. Í lið með þessum fyrrverandi dómsmálaráðherra komu síðar tveir aðrir „grjótkastarar“ úr hópi alþingismanna sem köstuðu stórum steinum úr sínum „glerhúsum“ og ekki var þeirra málflutningur uppbyggilegri en fyrrum dómsmálaráðherra. Með í þetta lið slógust síðan framkvæmdastjóri SAF og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. Ítrekað hefur komið fram í könnunum að meginþorri þjóðarinnar stendur heilshugar bak við aðgerðir sem sóttvarnaryfirvöld og ríkisstjórnin hafa ráðist í til að lágmarka smit og þar með heilsutjón þjóðarinnar. Þjóðin hefur í þessu máli ekki átt kost á að sýna hug sinn á opinberlega á sama hátt eða jafn skýrt og gerðist í atburðum á Austurvelli forðum þegar fólk raðaði sér upp til að skýla lögreglunni. Það er kominn tími til að setja grjótkast áðurnefndra einstaklinga í samhengi við aðra atburði. Það er ótækt að „grjótkastarar“ eins og ofangreint fólk komist upp með ítrekaðari árásir á aðgerðir sem eru ekkert séríslenskt viðfangsefni, meginþorri jarðarbúa glímir þessa mánuðina við sama verkefni og svo virðist sem margar þjóðir fylgist grannt með árangri sem náðst hefur hérlendis. Í allri sinni framgöngu er eins og þessir einstaklingar og ekki mjög svo „háttvirtu“ alþingismenn hafi aldrei skoðað stóru myndina sem blasir við öllum þeim sem vilja sjá. Við aðstæður sem þessar verða stóru hagsmunirnir að ráða – hagsmunir heildarinnar – heilsa þjóðarinnar. Því vakna óneitanlega spurningar fyrir hvaða hagsmunum þetta fólk telur sig vera að tala. Ekki eru það lýðheilsusjónarmið svo mikið er víst. Allt þetta fólk hefur í raun með framgöngu sinni og málflutningi sýnt landslögum og þjóðinni fullkomna óvirðingu. Allir þessir einstaklingar skulda þjóðinni afsökunarbeiðni – ekki síðar en strax! Sá sem þetta ritar sýktist mjög illilega af kovid í mars sl og hefur enn ekki fengið bragð og lykt til baka – finnur samt ólykt af atferli ofangreindra einstaklinga. Höfundur starfar sem leiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það var í efri bekkjum grunnskóla. Tveir strákar komu gangandi að þar sem tvö systkin, nýflutt í þorpið, stóðu hnípin en nokkur hópur krakka undir forystu aðal grjótkastarans í bekknum hrópuðu að þeim ókvæðisorð um þau og um fjölskyldu þeirra. Bróðirinn sem var eldri reyndi af vanmætti að svara fyrir sig og henda steinum til baka í hópinn. Annar hinna nýkomnu hljóp strax til – í lið með systkinunum og kallaði á hópinn sem fylgt hafði grjótkastaranum: „Þið eruð nú meiri aumingjarnir – mörg saman að kasta grjóti í einn.“ Við þetta flosnaði grjótkastarahópurinn upp og syskinin fengu frið fyrir aðal árásarmanninum eftir þetta. Hliðstætt atvik gerðist eftir bankahrun þegar mótmæli stóðu sem hæst og nokkur hópur mótmælenda sem lögreglan sagði síðar að hefðu flestir verið „góðkunningjar“ lögreglunnar, réðust ítrekað að lögreglumönnum með grjótkasti og öðru sem til féll ásamt því að skemma hluti í eigu borgar og ríkis. Í einni slíkri atgöngu þessa hóps sem kallaði sig „mótmælendur“ var gengið sérstaklega hart fram í að ráðast á lögregluna þar sem hún varði alþingishúsið fyrir þessum hópi. Lögreglan var eins og systkinin í dæminu á undan, ofurseld yfirgangi þessa hóps. Þar kom að einstaklingum úr hópi þeirra sem hjá stóðu og horfðu á var nóg boðið og nokkur hópur þeirra, sem smám saman stækkaði, gekk fram fyrir árásarmenn og röðuðu sér upp fyrir framan lögregluna og sýndu með því að þeir samþykktu ekki ofbeldi eða grjótkast gegn lögreglunni. Þessi atburður varð vendipunktur í stöðunni. Lögreglan upplifði óskoraðan stuðning fulltrúa fjöldans og eftir þetta linnti skrílslátum af þessu tagi. Alþýða manna lét ekki bjóða sér þetta lengur. Jafnframt fjölmenntu Reykvíkingar í miðbæinn til að lýsa yfir stuðningi við lögreglumenn og þeirra störf. Þeir voru jú að vinna sín verk, halda uppi lögum og reglu ásamt því að aðstoða samborgarana eins og þeirra hlutverk er. Þriðja dæmið af svipuðum toga varð á vormánuðum 2020 þegar veiran var búin að setja allt á hliðina en þríeykið undir forystu sóttvarnalæknis barðist við að leita allra leiða til að hefta útbreiðslu veikinnar og lágmarka hættu á smiti í samfélaginu – eins og landslög um sóttvarnir kveða á um að sé hlutverk sóttvarnalæknis. Þá gerðust þau undur að fyrsti einstaklingur til að „kasta grjóti“ að sóttvarnalækni og þar með lögskipuðum yfirvöldum, var alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem hafði reyndar hrökklast úr því embætti fyrir að misfara með vald sitt við embættisveitingar. Þessi alþingismaður sem hafði svarið eið að stjórnarskrá sem alþingismaður og ráðherra dómsmála réðist opinberlega á sóttvarnalækni og alla þá sem voru að vinna störf sín við að lágmarka manntjón af veirufaraldrinum. Þessi fyrrum dómsmálaráðherra hefur ítrekað endurtekið þessar árásir og hagar sér eins og einstaklingur sem aldrei hefur kynnt sér lög um sóttvarnir eða hefur enga samúð með því hvort fólk lifir eða deyr af völdum veirunnar, svo ekki sé nefndur sá hópur sem veiktist og sér ekki fram á að fá bata. Í lið með þessum fyrrverandi dómsmálaráðherra komu síðar tveir aðrir „grjótkastarar“ úr hópi alþingismanna sem köstuðu stórum steinum úr sínum „glerhúsum“ og ekki var þeirra málflutningur uppbyggilegri en fyrrum dómsmálaráðherra. Með í þetta lið slógust síðan framkvæmdastjóri SAF og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. Ítrekað hefur komið fram í könnunum að meginþorri þjóðarinnar stendur heilshugar bak við aðgerðir sem sóttvarnaryfirvöld og ríkisstjórnin hafa ráðist í til að lágmarka smit og þar með heilsutjón þjóðarinnar. Þjóðin hefur í þessu máli ekki átt kost á að sýna hug sinn á opinberlega á sama hátt eða jafn skýrt og gerðist í atburðum á Austurvelli forðum þegar fólk raðaði sér upp til að skýla lögreglunni. Það er kominn tími til að setja grjótkast áðurnefndra einstaklinga í samhengi við aðra atburði. Það er ótækt að „grjótkastarar“ eins og ofangreint fólk komist upp með ítrekaðari árásir á aðgerðir sem eru ekkert séríslenskt viðfangsefni, meginþorri jarðarbúa glímir þessa mánuðina við sama verkefni og svo virðist sem margar þjóðir fylgist grannt með árangri sem náðst hefur hérlendis. Í allri sinni framgöngu er eins og þessir einstaklingar og ekki mjög svo „háttvirtu“ alþingismenn hafi aldrei skoðað stóru myndina sem blasir við öllum þeim sem vilja sjá. Við aðstæður sem þessar verða stóru hagsmunirnir að ráða – hagsmunir heildarinnar – heilsa þjóðarinnar. Því vakna óneitanlega spurningar fyrir hvaða hagsmunum þetta fólk telur sig vera að tala. Ekki eru það lýðheilsusjónarmið svo mikið er víst. Allt þetta fólk hefur í raun með framgöngu sinni og málflutningi sýnt landslögum og þjóðinni fullkomna óvirðingu. Allir þessir einstaklingar skulda þjóðinni afsökunarbeiðni – ekki síðar en strax! Sá sem þetta ritar sýktist mjög illilega af kovid í mars sl og hefur enn ekki fengið bragð og lykt til baka – finnur samt ólykt af atferli ofangreindra einstaklinga. Höfundur starfar sem leiðsögumaður
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun