Þjóðin andvíg sölu á Íslandsbanka Drífa Snædal skrifar 22. janúar 2021 16:30 Í Bítinu á Bylgjunni í gær var rætt við félags- og barnamálaráðherra um frumvarp til nýrra starfskjaralaga. Verkalýðshreyfingin hefur lengi beðið eftir að ráðherrann uppfylli gefin loforð um að leggja fram slíkt frumvarp og að í anda yfirlýsingar stjórnvalda með Lífskjarasamningnum sé í því ákvæði um févíti vegna launaþjófnaðar atvinnurekenda. Þannig fái launafólk sem brotið er á bætur í sinn hlut en í því felst raunverulegur fælingarmáttur. Í viðtalinu greindi ráðherra hins vegar frá því að til stæði að fela Vinnumálastofnun sérstakt hlutverk í þessum efnum, m.a. með sektarheimildum. Slíkt kann að vera gott og gilt en kemur aldrei í stað févítis. Af hálfu verkalýðshreyfingarinnar hefur ekki komið fram ákall um að hið opinbera taki að sér eftirlit með launagreiðslum. Því eftirliti er best komið hjá stéttarfélögunum, hér eftir sem hingað til. Miðstjórn ASÍ ályktaði í vikunni um þau félagslegu undirboð sem enn og aftur er gerð tilraun til að framkvæma í flugrekstri á Íslandi, í þetta skipti í gegnum félagið Bluebird sem hefur sagt upp flugmönnum í miðri kjaradeilu. Slík mál eru aðför að vinnumarkaðnum og skýrt brot á vinnulöggjöfinni. Í þessari deilu er einnig vert að beina kastljósinu að ábyrgð Vinnumálastofnunar að fylgjast með starfsmannaleigum sem starfandi eru hér á landi og Bluebird nýtir sér sannanlega til að sniðganga skyldur sem atvinnurekendur þurfa að bera. Fyrirtækið starfar samkvæmt íslensku flugrekstrarleyfi og á því ekki að komast hjá reglum hins íslenska vinnumarkaðar. Miðstjórnin ályktaði líka gegn sölu hlutar almennings í Íslandsbanka og í dag komu niðurstöður könnunar sem ASÍ lét gera meðal þjóðarinnar sem staðfestir andstöðu við þetta ferli. Skýr meirihluti er andvígur sölunni en innan við fjórðungur er fylgjandi henni. Að auki er afar skýr vilji til að stofna samfélagsbanka og voru meira en sex af hverjum tíu hlynnt því. Það er augljóst mál að stjórnvöld eru ekki í takti við þjóðarvilja í þessu máli. Enn er unnið að því að keyra málið í gegn með hraði og áður en kosið verður í haust. En það er alveg kýrskýrt að þrýstingur á söluna kemur ekki frá almenningi. Hvaðan þá er von að spurt sé? Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Salan á Íslandsbanka Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni í gær var rætt við félags- og barnamálaráðherra um frumvarp til nýrra starfskjaralaga. Verkalýðshreyfingin hefur lengi beðið eftir að ráðherrann uppfylli gefin loforð um að leggja fram slíkt frumvarp og að í anda yfirlýsingar stjórnvalda með Lífskjarasamningnum sé í því ákvæði um févíti vegna launaþjófnaðar atvinnurekenda. Þannig fái launafólk sem brotið er á bætur í sinn hlut en í því felst raunverulegur fælingarmáttur. Í viðtalinu greindi ráðherra hins vegar frá því að til stæði að fela Vinnumálastofnun sérstakt hlutverk í þessum efnum, m.a. með sektarheimildum. Slíkt kann að vera gott og gilt en kemur aldrei í stað févítis. Af hálfu verkalýðshreyfingarinnar hefur ekki komið fram ákall um að hið opinbera taki að sér eftirlit með launagreiðslum. Því eftirliti er best komið hjá stéttarfélögunum, hér eftir sem hingað til. Miðstjórn ASÍ ályktaði í vikunni um þau félagslegu undirboð sem enn og aftur er gerð tilraun til að framkvæma í flugrekstri á Íslandi, í þetta skipti í gegnum félagið Bluebird sem hefur sagt upp flugmönnum í miðri kjaradeilu. Slík mál eru aðför að vinnumarkaðnum og skýrt brot á vinnulöggjöfinni. Í þessari deilu er einnig vert að beina kastljósinu að ábyrgð Vinnumálastofnunar að fylgjast með starfsmannaleigum sem starfandi eru hér á landi og Bluebird nýtir sér sannanlega til að sniðganga skyldur sem atvinnurekendur þurfa að bera. Fyrirtækið starfar samkvæmt íslensku flugrekstrarleyfi og á því ekki að komast hjá reglum hins íslenska vinnumarkaðar. Miðstjórnin ályktaði líka gegn sölu hlutar almennings í Íslandsbanka og í dag komu niðurstöður könnunar sem ASÍ lét gera meðal þjóðarinnar sem staðfestir andstöðu við þetta ferli. Skýr meirihluti er andvígur sölunni en innan við fjórðungur er fylgjandi henni. Að auki er afar skýr vilji til að stofna samfélagsbanka og voru meira en sex af hverjum tíu hlynnt því. Það er augljóst mál að stjórnvöld eru ekki í takti við þjóðarvilja í þessu máli. Enn er unnið að því að keyra málið í gegn með hraði og áður en kosið verður í haust. En það er alveg kýrskýrt að þrýstingur á söluna kemur ekki frá almenningi. Hvaðan þá er von að spurt sé? Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar