Lítur lífið öðrum augum eftir brunann í Kaldaseli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2021 10:47 Slökkviliðsmenn við störf í Kaldaseli á mánudag. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem missti húsið sitt í eldsvoða í Breiðholti á mánudagsmorgun segir atburðinn hafa markað mikil og djúpstæð áhrif á sig. Litlu hafi munað að hann yrði sjálfur bráð eldsins. Altjón varð þegar einbýlishús sem maðurinn hafði nýverið fest kaup á brann til kaldra kola. Haraldur Rafn Pálsson, eigandi hússins og lögfræðingur, segist í færslu á Facebook vilja koma ákveðnum hlutum á framfæri vegna atburða seinustu daga. „Eins og eflaust margir vita þá lenti ég í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að missa húsið mitt sem ég hafði nýlega fest kaup á, ásamt öllu mínu innbúi í eldsvoða þann 25. jan s.l. Þessi atburður markaði mikil og djúpstæð áhrif á mig þar sem litlu munaði að ég yrði sjálfur bráð eldsins. Fyrir einhverja óskiljanlega ástæðu vaknaði ég uppúr værum svefni og náði naumlega að átta mig á aðstæðum og koma mér út, án teljandi meiðsla, fyrir utan væga reykeitrun og nokkrar skrámur. Aðeins nokkrar sekúndur réðu þar úrslitum og á tímabili hélt ég að þetta væru mín örlög og endir,“ segir Haraldur í færslu sinni. Færsla Haraldar Rafns á Facebook. „Fyrir það eitt að vera hér frásögufærandi er ég gífurlega þakklátur og get sagt það með heilum hug að ég kann að meta lífið betur og horfi á það með öðrum augum nú en áður.“ Haraldur var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en útskrifaður síðar um morguninn. „Engin orð eru til sem lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir það að eiga góða fjölskyldu að og allra bestu vini sem völ eru á. Án ykkar væri ég ekki heill heilsu í dag og verð ég ykkur ævinlega þakklátur fyrir allt það sem þið hafið gert fyrir mig.“ Afþakkar framlög Haraldur segist fyrst og fremst tjá sig um málið í forvarnarskyni og biður fólk um að kanna stöðu mála á reykskynjurum og öðrum reykvörnum á heimilum og gera ráðstafanir samkvæmt því. „Þetta er eitthvað sem engin á von á að gerist hjá sér en getur gerst fyrir alla. Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér.“ Þá langar hann að þakka öllum fyrir hugheilar kveðjur en afþakkar öll framlög. Hvetur hann fólk til að fjárfesta í eigin öryggi og hlúa að sínum nánustu. „Að lokum vil eg taka fram að eg afþakka öll framlög og þess háttar en bið ykkur þess i stað að fjárfesta í ykkar eigin öryggi og hlúa að ykkar nánustu. Það er alls ekki sjálfgefið að eiga gott fólk i kringum sig.“ Ekki náðist í Harald við vinnslu fréttarinnar. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eiga von á því að húsið verði rifið að hluta á morgun Slökkvistarfi við Kaldasel í Seljahverfi í Breiðholti lauk nú á ellefta tímanum í kvöld. Mikill eldur kom upp í þaki hússins fyrr í kvöld, en þar hafði eldur komið upp í morgun og altjón orðið. 25. janúar 2021 22:54 Aftur logar í þaki hússins við Kaldasel Eldur er aftur kominn upp í þaki hússins sem varð alelda í morgun. Húsið er í Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti, en mikill eldur kom upp í húsinu í morgun og varð altjón eftir brunann. 25. janúar 2021 20:28 Íbúinn útskrifaður af slysadeild Altjón varð þegar eldur kom upp í einbýlishúsi við Kaldasel snemma í morgun. Varðstjóri telur að eldurinn hafi verið búinn að malla lengi því efri hluti hússins hafi verið nánast alelda. Einn íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun. Hann hefur verið útskrifaður. 25. janúar 2021 11:48 Svona voru aðstæður í Kaldaseli í morgun Slökkvistarfi er nú að ljúka við einbýlishús í Kaldaseli sem varð miklum eldi að bráð í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er dagvaktin nú tekin við af næturvaktinni sem fór fyrst á vettvang í morgun. 25. janúar 2021 10:30 „Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Haraldur Rafn Pálsson, eigandi hússins og lögfræðingur, segist í færslu á Facebook vilja koma ákveðnum hlutum á framfæri vegna atburða seinustu daga. „Eins og eflaust margir vita þá lenti ég í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að missa húsið mitt sem ég hafði nýlega fest kaup á, ásamt öllu mínu innbúi í eldsvoða þann 25. jan s.l. Þessi atburður markaði mikil og djúpstæð áhrif á mig þar sem litlu munaði að ég yrði sjálfur bráð eldsins. Fyrir einhverja óskiljanlega ástæðu vaknaði ég uppúr værum svefni og náði naumlega að átta mig á aðstæðum og koma mér út, án teljandi meiðsla, fyrir utan væga reykeitrun og nokkrar skrámur. Aðeins nokkrar sekúndur réðu þar úrslitum og á tímabili hélt ég að þetta væru mín örlög og endir,“ segir Haraldur í færslu sinni. Færsla Haraldar Rafns á Facebook. „Fyrir það eitt að vera hér frásögufærandi er ég gífurlega þakklátur og get sagt það með heilum hug að ég kann að meta lífið betur og horfi á það með öðrum augum nú en áður.“ Haraldur var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en útskrifaður síðar um morguninn. „Engin orð eru til sem lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir það að eiga góða fjölskyldu að og allra bestu vini sem völ eru á. Án ykkar væri ég ekki heill heilsu í dag og verð ég ykkur ævinlega þakklátur fyrir allt það sem þið hafið gert fyrir mig.“ Afþakkar framlög Haraldur segist fyrst og fremst tjá sig um málið í forvarnarskyni og biður fólk um að kanna stöðu mála á reykskynjurum og öðrum reykvörnum á heimilum og gera ráðstafanir samkvæmt því. „Þetta er eitthvað sem engin á von á að gerist hjá sér en getur gerst fyrir alla. Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér.“ Þá langar hann að þakka öllum fyrir hugheilar kveðjur en afþakkar öll framlög. Hvetur hann fólk til að fjárfesta í eigin öryggi og hlúa að sínum nánustu. „Að lokum vil eg taka fram að eg afþakka öll framlög og þess háttar en bið ykkur þess i stað að fjárfesta í ykkar eigin öryggi og hlúa að ykkar nánustu. Það er alls ekki sjálfgefið að eiga gott fólk i kringum sig.“ Ekki náðist í Harald við vinnslu fréttarinnar.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eiga von á því að húsið verði rifið að hluta á morgun Slökkvistarfi við Kaldasel í Seljahverfi í Breiðholti lauk nú á ellefta tímanum í kvöld. Mikill eldur kom upp í þaki hússins fyrr í kvöld, en þar hafði eldur komið upp í morgun og altjón orðið. 25. janúar 2021 22:54 Aftur logar í þaki hússins við Kaldasel Eldur er aftur kominn upp í þaki hússins sem varð alelda í morgun. Húsið er í Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti, en mikill eldur kom upp í húsinu í morgun og varð altjón eftir brunann. 25. janúar 2021 20:28 Íbúinn útskrifaður af slysadeild Altjón varð þegar eldur kom upp í einbýlishúsi við Kaldasel snemma í morgun. Varðstjóri telur að eldurinn hafi verið búinn að malla lengi því efri hluti hússins hafi verið nánast alelda. Einn íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun. Hann hefur verið útskrifaður. 25. janúar 2021 11:48 Svona voru aðstæður í Kaldaseli í morgun Slökkvistarfi er nú að ljúka við einbýlishús í Kaldaseli sem varð miklum eldi að bráð í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er dagvaktin nú tekin við af næturvaktinni sem fór fyrst á vettvang í morgun. 25. janúar 2021 10:30 „Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Eiga von á því að húsið verði rifið að hluta á morgun Slökkvistarfi við Kaldasel í Seljahverfi í Breiðholti lauk nú á ellefta tímanum í kvöld. Mikill eldur kom upp í þaki hússins fyrr í kvöld, en þar hafði eldur komið upp í morgun og altjón orðið. 25. janúar 2021 22:54
Aftur logar í þaki hússins við Kaldasel Eldur er aftur kominn upp í þaki hússins sem varð alelda í morgun. Húsið er í Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti, en mikill eldur kom upp í húsinu í morgun og varð altjón eftir brunann. 25. janúar 2021 20:28
Íbúinn útskrifaður af slysadeild Altjón varð þegar eldur kom upp í einbýlishúsi við Kaldasel snemma í morgun. Varðstjóri telur að eldurinn hafi verið búinn að malla lengi því efri hluti hússins hafi verið nánast alelda. Einn íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun. Hann hefur verið útskrifaður. 25. janúar 2021 11:48
Svona voru aðstæður í Kaldaseli í morgun Slökkvistarfi er nú að ljúka við einbýlishús í Kaldaseli sem varð miklum eldi að bráð í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er dagvaktin nú tekin við af næturvaktinni sem fór fyrst á vettvang í morgun. 25. janúar 2021 10:30
„Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55