Fimm sagt upp og tugir í skert starfshlutfall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2021 14:07 Árni Magnússon er forstjóri ÍSOR en hann segir starfsmenn stofnunarinnar hafa verið tæplega sjötíu áður en gripið var til uppsagnanna fimm. Fimm manns hefur verið sagt upp stöðum hjá ríkisstofnuninni Íslenskar orkurannsóknir. Forstjóri ÍSOR segir aðhaldsaðgerðirnar nauðsynlegar vegna samdráttar á markaði. Árni Magnússon, forstjóri Ísor, segir í samtali við fréttastofu að tilkynnt hafi verið um breytingarnar í gær. Fimm hafi verið sagt upp og um tveir þriðju starfsmanna hafi tekið á sig skerðingu sem sé í langflestum tilfellum á bilinu 10-25 prósent. Skerðingin gildir til sex mánaða og í framhaldi af því fer fólk aftur í 100 prósent starf. Vonandi fyrr ef staðan batnar, að sögn Árna. Árni segir að í allnokkurn tíma hafi verið undirliggjandi rekstrarvandi hjá ÍSOR og útlit fyrir að árið 2021 verði erfitt rekstrarár. Verkefnið blasti við í lok árs 2020 „Það markast fyrst og fremst af minnkandi umsvifum íslenskra orkufyrirtækja sem að líkum munu halda að sér höndum við framkvæmdir á árinu en einnig segja til sín áhrif Covid faraldursins.“ Stjórn hafi afgreitt fjárhagsáætlun seint í desember og þá hafi verkefnið blasað við. Að skera niður kostnað. Það hafi leitt til breytinganna í gær sem séu eðli máls samkvæmt mjög erfiðar. Árni, sem tók við sem forstjóri ÍSOR í fyrra, minnir á að ÍSOR sé í eigu ríkisins og afli sinna tekna með sölu á þjónustu. „Án viðbragða við versnandi horfum á markaði stefndi í alvarlegan halla á rekstri ÍSOR á þessu ári. Það kallar á aðhaldsaðgerðir hjá stofnunni. Þegar hafa verið stigin skref til að draga úr húsnæðiskostnaði ásamt öðrum skipulags- og hagræðingaraðgerðum auk þess sem áfram er unnið að því að afla aukinna verkefna.“ Ýmsir boðist til að fara í skert hlutfall Laun og launatengd gjöld séu langstærsti útgjaldaliður í rekstri stofnunarinnar og því hafi á undanförnum vikum verið unnið að samningum við hluta starfsfólks um að minnka tímabundið starfshlutfall og með því dregið úr þörf fyrir frekari aðgerðir. „Starfsmenn ÍSOR hafa sýnt málinu mikinn skilning og buðust ýmsir að fyrra bragði til að taka á sig skert starfshlutfall í allt að sex mánuði.“ Ekki hafi verið komist með öllu hjá fækkun stöðugilda og hafi því verið gengið frá starfslokum fimm starfsmanna. „Vonir standa til að með auknum umsvifum í samfélaginu muni verkefnastaða ÍSOR batna á árinu 2022 en þá er meðal annars búist við að orkufyrirtækin hefji að nýju viðhaldsboranir. Með þeim aðgerðum sem hér er lýst telja stjórnendur að markmiðum um lækkun kostnaðar verði náð og að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Orkumál Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Árni Magnússon, forstjóri Ísor, segir í samtali við fréttastofu að tilkynnt hafi verið um breytingarnar í gær. Fimm hafi verið sagt upp og um tveir þriðju starfsmanna hafi tekið á sig skerðingu sem sé í langflestum tilfellum á bilinu 10-25 prósent. Skerðingin gildir til sex mánaða og í framhaldi af því fer fólk aftur í 100 prósent starf. Vonandi fyrr ef staðan batnar, að sögn Árna. Árni segir að í allnokkurn tíma hafi verið undirliggjandi rekstrarvandi hjá ÍSOR og útlit fyrir að árið 2021 verði erfitt rekstrarár. Verkefnið blasti við í lok árs 2020 „Það markast fyrst og fremst af minnkandi umsvifum íslenskra orkufyrirtækja sem að líkum munu halda að sér höndum við framkvæmdir á árinu en einnig segja til sín áhrif Covid faraldursins.“ Stjórn hafi afgreitt fjárhagsáætlun seint í desember og þá hafi verkefnið blasað við. Að skera niður kostnað. Það hafi leitt til breytinganna í gær sem séu eðli máls samkvæmt mjög erfiðar. Árni, sem tók við sem forstjóri ÍSOR í fyrra, minnir á að ÍSOR sé í eigu ríkisins og afli sinna tekna með sölu á þjónustu. „Án viðbragða við versnandi horfum á markaði stefndi í alvarlegan halla á rekstri ÍSOR á þessu ári. Það kallar á aðhaldsaðgerðir hjá stofnunni. Þegar hafa verið stigin skref til að draga úr húsnæðiskostnaði ásamt öðrum skipulags- og hagræðingaraðgerðum auk þess sem áfram er unnið að því að afla aukinna verkefna.“ Ýmsir boðist til að fara í skert hlutfall Laun og launatengd gjöld séu langstærsti útgjaldaliður í rekstri stofnunarinnar og því hafi á undanförnum vikum verið unnið að samningum við hluta starfsfólks um að minnka tímabundið starfshlutfall og með því dregið úr þörf fyrir frekari aðgerðir. „Starfsmenn ÍSOR hafa sýnt málinu mikinn skilning og buðust ýmsir að fyrra bragði til að taka á sig skert starfshlutfall í allt að sex mánuði.“ Ekki hafi verið komist með öllu hjá fækkun stöðugilda og hafi því verið gengið frá starfslokum fimm starfsmanna. „Vonir standa til að með auknum umsvifum í samfélaginu muni verkefnastaða ÍSOR batna á árinu 2022 en þá er meðal annars búist við að orkufyrirtækin hefji að nýju viðhaldsboranir. Með þeim aðgerðum sem hér er lýst telja stjórnendur að markmiðum um lækkun kostnaðar verði náð og að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Orkumál Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira