Starfsmenn barnaverndar kærðir til lögreglu: „Þarna er hreinn og klár ásetningur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2021 06:15 Önnur dóttir konunnar býr nú hjá henni utan Reykjavíkur og er „örugg og sæl“, að sögn Söru. Engu að síður hafi konunni verið tilkynnt að til standi að hefja nýtt barnaverndarmál vegna barnsins í Reykjavík, án þess að nokkuð tilefni sé til. Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur og Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafa verið kærð til lögreglu fyrir brot á hegningarlögum. Í kærunni eru starfsmenn barnaverndar sakaðir um að hafa ítrekað og endurtekið haldið fram ósannindum og rangindum í skýrslum og nefndin sökuð um að byggja ákvarðanir á umræddum gögnum. Þá er því haldið fram að aðilum hafi verið fullljóst að umræddar upplýsingar ættu ekki við rök að styðjast. Samkvæmt kærunni er um að ræða brot gegn hegningarlögum, sem varða allt að sextán ára fangelsi. „Það er þannig að barnavernd og barnaverndarnefnd njóta mikils trausts út á við, bæði hjá dómstólum og almenningi, og það er mjög mikilvægt að það sé fyrir hendi,“ segir Sara Pálsdóttir lögmaður, sem lagði kæruna fram fyrir hönd skjólstæðings síns. „En ég get ekki ályktað annað út frá þessu máli en að þau hafi brugðist þessu trausti. Fólk trúir ekki öðru en það sé verið að gera rétt og segja satt og rétt frá en það er bara ekki rétt,“ segir Sara. Hegningarlög sem vísað er til í kærunni 130. gr. *Ef handhafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds um lögskipti gerist sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess í því skyni, að niðurstaðan verði ranglát, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum. *Hafi verknaðurinn haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsingin vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum. 146. gr. *Ef maður að öðru leyti gefur opinberu stjórnvaldi ranga yfirlýsingu um málefni, sem honum er skylt að gefa upplýsingar um, þá skal hann sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 4 mánuðum. *Ákvæði 1. mgr. 143. gr. koma hér til greina eftir því, sem við á. 147. gr. *Ef maður annars lætur uppi ranga skriflega yfirlýsingu eða gefur skriflegt vottorð um eitthvað, sem honum er ekki kunnugt um, og það er ætlað til notkunar í dómsmálum, öðrum málefnum, sem varða hið opinbera eða gerðardómsmálum, þá skal hann sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 4 mánuðum. Viðhorfið „kúvendist“ þegar nýr starfsmaður tekur við Mál skjólstæðings Söru hefur verið í vinnslu hjá barnavernd í nokkur ár sökum fíkniefnaneyslu en konan hefur samkvæmt gögnum unnið í sínum málum og tekið sig á. Í kærunni greinir frá því að svo virðist sem viðhorf barnaverndar til konunnar kúvendist í desember 2019, eftir að hún fellur og nýr starfsmaður tekur við málinu. Þar er meðal annars vitnað í svokallaðan dagál sem forsjársviptingarmál gegn móðurinni eru sagðar byggja ár. Um er að ræða greinargerðir, úrskurði og ákvarðanir: „Móðir er á lokatækifæri... móðir sagðist ekki ætla í inniliggjandi meðferð og er ekki sátt við að hafa ekki fengið viðtal hjá SÁÁ... móðir hefur enn ekki tekið á móti óboðuðu eftirliti... erfiðlega hefur gengið að fá móður í óboðaðar vímuefnaprufur almennt... móðir hefur ekki farið í vímuefnameðferð... afar litlar breytingar að sjá í máli frá því börnin voru vistuð 19. desember 2019... Móðir hefur lítið sem ekkert sinnt meðferðaráætlun... Illa hefur gengið að fá móður í óboðaðar vímuefnaprufur...“ Í kærunni eru ofangreindar fullyrðingar hraktar og meðal annars greint frá því að konan hafi mætt í fjórtán vímuefnaprufur frá því að umrætt mál var opnað í desember 2019. Sara Pálsdóttir lögmaður. Tíu heimsóknir þegar upplýst var að konan yrði ekki heima Í stefnu að forsjársviptingarmáli gegn konunni segir að sjö meðferðaráætlanir hafi verið gerðar í máli dóttur hennar en þær hafi ekki skilað tilskildum árangri, „líkt og gögn málsins bera með sér“. Þarna er farið rangt með staðreyndir, segir í kærunni til lögreglu, og mörg dæmi nefnd um góðar umsagnir um árangur konunnar, sem er ítrekað sögð uppfylla meðferðaráætlun. Þá er því mótmælt sem vísvitandi röngu þegar barnavernd heldur því fram að konan hafi mætt illa í boðuð viðtöl, takmarkað nýtt sér stuðning og ekki sinnt óboðuðu eftirliti. Þvert á móti, segir í kærunni, hafi konan mætt í næstum öll boðuð viðtöl, tólf samtals, og staðfest sé að hún hafi mætt vel í svokallað Grettistak allt endurhæfingartímabilið og verið meira en tilbúin til að mæta í viðtal hjá SÁÁ. Varðandi óboðað eftirlit er það rakið í smáatriðum hvernig barnavernd mætti að minnsta kosti tíu sinnum að heimili konunnar þegar konan eða lögmaður hennar hafði látið vita að hún yrði ekki við en í flestum tilvikum dvaldi hún þá utanbæjar hjá ættingjum. Afbökun staðreynda hafi verið nýtt til taka börnin af konunni Í stefnunni vegna forsjársviptingarmálsins segir einnig að komið hafi fram hjá konunni „að hún hafi haldið vímuefnabindindi frá því í janúar 2020 en vímuefnapróf sem barnavernd framkvæmdi í júlí s.l. sýndi jákvæða svörun við kókaíni.“ Í kæru konunnar til lögreglu segir hins vegar að verið sé að draga upp ranga mynd þar sem konan hafi mætt í 21 vímuefnapróf á umræddu tímabili og nánast alltaf skilað hreinu prófi. Eru niðurstöður allra prófanna raktar í kærunni. Fjölmörg önnur dæmi eru tiltekin í kærunni, þar sem fullyrðingar barnaverndar virðast ekki fást staðist þegar gögn málsins eru skoðuð. Þannig segir að lokum: „Kærandi hefur verið í fullri samvinnu við barnavernd þrátt fyrir erfiða stöðu, hefur mætt í öll boðuð viðtöl, ítrekað skilað hreinu vímuefnaprófi, farið í forsjárhæfnimat, samþykkt þvingunaraðgerðir kærðu þrátt fyrir að ekkert tilefni væri til slíks, dvalið mikið til í Reykjavík gegn vilja sínum til að vera í samvinnu við barnavernd en kærandi ætlaði fyrir löngu að vera flutt [...], gert dómsáttir og staðið við sinn hluta meðferðaráætlana að öllu leyti.“ Þá segir einnig: „Í úrskurðum barnaverndarnefndar og greinargerðum starfsmanna embættisins virðist afbökun á staðreyndum og raklaus ósannindi vera notuð kerfisbundið til að varpa rýrð á kæranda og í þeim tilgangi að svipta hana börnum hennar. Að slíkt sé framið endurtekið, ítrekað, af hálfu opinberra starfsmanna, í þeim tilgangi að slíta sundur móður og börn, er grafalvarlegt og skv. alm. hgl. glæpsamlegt. Það þarf ekki að útskýra mannréttindabrotin, sem í þessu felast einnig. Öll gögn sem sanna þessa glæpi eru lögð fram með kærunni. Hæstiréttur hefur litið mun vægari glæpi opinberra starfsmanna, mjög alvarlegum augum. Hafa verður í huga, hversu ríkt og mikilvægt verndarandlag er hér um að ræða, börn kæranda og friðhelgi einkalífs og fjölskyldu. Er þess krafist, að þeir sem bera ábyrgð á framangreindum brotum, verði látnir sæta ábyrgð.“ Málið er á borði lögreglu og í kærunni segir að rannsókn hennar muni leiða í ljós hvaða starfsmenn bera ábyrgð í málinu. Í kærunni er talað um starfsmenn almennt, þar sem í sumum tilvikum skrifi margir undir bókanir, skýrslur og greinargerðir en stundum enginn.Vísir/Vilhelm „Fer að innstu kviku friðhelgi einkalífs og fjölskyldu“ „Það var allt í einu farið að nota rangar staðhæfingar og ósannar skýrslur til að vista börn umbjóðanda míns utan heimilis,“ segir Sara um þau umskipti sem urðu þegar nýr starfsmaður tók við málinu í desember 2019. „Og svo hélt þetta bara áfram og þannig að það er verið að gera nýjar og nýjar bókanir og skýrslur og þar skila sér inn ítrekað þessar rangfærslur.“ Eftir að hafa átt samtöl við aðra lögmenn segist hana gruna að málið sé ekki einsdæmi. En hvernig útskýrir hún það að enginn gerir athugasemdir við misræmið í gögnum málsins? „Nefndin sjálf og starfsmennirnir... þetta er sitthvort báknið. Starfsmennirnir vinna í umboði nefndarinnar, sem á að taka allar ákvarðanir. Nefndin á að vera öryggisventill gegn því að einstaka starfsmenn fari offari eða taki sér vald sem þeir eiga ekki að fara með. Að mínu viti er nefndin ekki að sinna þessu hlutverki nægjanlega vel heldur bara samþykkja það sem starfsmenn leggja til án þess að skoða það fyllilega.“ Hvað varðar almenna afstöðu fólks til þeirra sem koma við sögu hjá barnavernd segir Sara afar mikilvægt að leggja forómana til hliðar. Skoða þurfi hvert og eitt mál ofan í grunninn en ekki bara draga ályktanir. „En þarna er hreinn og klár ásetningur,“ segir hún um meint brot starfsmanna barnaverndar. „Því ég var búin að benda á þetta.“ Sara segir óforsvaranlegt að byggja á ósannindum þegar ákvarðanir eru teknar um að taka börn af foreldrum sínum og vista þau utan heimilis. „Þetta fer að innstu kviku friðhelgi einkalífs og fjölskyldu; það er ekkert sem skiptir jafn miklu og börnin manns. Og þess vegna er þetta svo alvarlegt.“ Barnavernd Réttindi barna Lögreglumál Reykjavík Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Þá er því haldið fram að aðilum hafi verið fullljóst að umræddar upplýsingar ættu ekki við rök að styðjast. Samkvæmt kærunni er um að ræða brot gegn hegningarlögum, sem varða allt að sextán ára fangelsi. „Það er þannig að barnavernd og barnaverndarnefnd njóta mikils trausts út á við, bæði hjá dómstólum og almenningi, og það er mjög mikilvægt að það sé fyrir hendi,“ segir Sara Pálsdóttir lögmaður, sem lagði kæruna fram fyrir hönd skjólstæðings síns. „En ég get ekki ályktað annað út frá þessu máli en að þau hafi brugðist þessu trausti. Fólk trúir ekki öðru en það sé verið að gera rétt og segja satt og rétt frá en það er bara ekki rétt,“ segir Sara. Hegningarlög sem vísað er til í kærunni 130. gr. *Ef handhafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds um lögskipti gerist sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess í því skyni, að niðurstaðan verði ranglát, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum. *Hafi verknaðurinn haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsingin vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum. 146. gr. *Ef maður að öðru leyti gefur opinberu stjórnvaldi ranga yfirlýsingu um málefni, sem honum er skylt að gefa upplýsingar um, þá skal hann sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 4 mánuðum. *Ákvæði 1. mgr. 143. gr. koma hér til greina eftir því, sem við á. 147. gr. *Ef maður annars lætur uppi ranga skriflega yfirlýsingu eða gefur skriflegt vottorð um eitthvað, sem honum er ekki kunnugt um, og það er ætlað til notkunar í dómsmálum, öðrum málefnum, sem varða hið opinbera eða gerðardómsmálum, þá skal hann sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 4 mánuðum. Viðhorfið „kúvendist“ þegar nýr starfsmaður tekur við Mál skjólstæðings Söru hefur verið í vinnslu hjá barnavernd í nokkur ár sökum fíkniefnaneyslu en konan hefur samkvæmt gögnum unnið í sínum málum og tekið sig á. Í kærunni greinir frá því að svo virðist sem viðhorf barnaverndar til konunnar kúvendist í desember 2019, eftir að hún fellur og nýr starfsmaður tekur við málinu. Þar er meðal annars vitnað í svokallaðan dagál sem forsjársviptingarmál gegn móðurinni eru sagðar byggja ár. Um er að ræða greinargerðir, úrskurði og ákvarðanir: „Móðir er á lokatækifæri... móðir sagðist ekki ætla í inniliggjandi meðferð og er ekki sátt við að hafa ekki fengið viðtal hjá SÁÁ... móðir hefur enn ekki tekið á móti óboðuðu eftirliti... erfiðlega hefur gengið að fá móður í óboðaðar vímuefnaprufur almennt... móðir hefur ekki farið í vímuefnameðferð... afar litlar breytingar að sjá í máli frá því börnin voru vistuð 19. desember 2019... Móðir hefur lítið sem ekkert sinnt meðferðaráætlun... Illa hefur gengið að fá móður í óboðaðar vímuefnaprufur...“ Í kærunni eru ofangreindar fullyrðingar hraktar og meðal annars greint frá því að konan hafi mætt í fjórtán vímuefnaprufur frá því að umrætt mál var opnað í desember 2019. Sara Pálsdóttir lögmaður. Tíu heimsóknir þegar upplýst var að konan yrði ekki heima Í stefnu að forsjársviptingarmáli gegn konunni segir að sjö meðferðaráætlanir hafi verið gerðar í máli dóttur hennar en þær hafi ekki skilað tilskildum árangri, „líkt og gögn málsins bera með sér“. Þarna er farið rangt með staðreyndir, segir í kærunni til lögreglu, og mörg dæmi nefnd um góðar umsagnir um árangur konunnar, sem er ítrekað sögð uppfylla meðferðaráætlun. Þá er því mótmælt sem vísvitandi röngu þegar barnavernd heldur því fram að konan hafi mætt illa í boðuð viðtöl, takmarkað nýtt sér stuðning og ekki sinnt óboðuðu eftirliti. Þvert á móti, segir í kærunni, hafi konan mætt í næstum öll boðuð viðtöl, tólf samtals, og staðfest sé að hún hafi mætt vel í svokallað Grettistak allt endurhæfingartímabilið og verið meira en tilbúin til að mæta í viðtal hjá SÁÁ. Varðandi óboðað eftirlit er það rakið í smáatriðum hvernig barnavernd mætti að minnsta kosti tíu sinnum að heimili konunnar þegar konan eða lögmaður hennar hafði látið vita að hún yrði ekki við en í flestum tilvikum dvaldi hún þá utanbæjar hjá ættingjum. Afbökun staðreynda hafi verið nýtt til taka börnin af konunni Í stefnunni vegna forsjársviptingarmálsins segir einnig að komið hafi fram hjá konunni „að hún hafi haldið vímuefnabindindi frá því í janúar 2020 en vímuefnapróf sem barnavernd framkvæmdi í júlí s.l. sýndi jákvæða svörun við kókaíni.“ Í kæru konunnar til lögreglu segir hins vegar að verið sé að draga upp ranga mynd þar sem konan hafi mætt í 21 vímuefnapróf á umræddu tímabili og nánast alltaf skilað hreinu prófi. Eru niðurstöður allra prófanna raktar í kærunni. Fjölmörg önnur dæmi eru tiltekin í kærunni, þar sem fullyrðingar barnaverndar virðast ekki fást staðist þegar gögn málsins eru skoðuð. Þannig segir að lokum: „Kærandi hefur verið í fullri samvinnu við barnavernd þrátt fyrir erfiða stöðu, hefur mætt í öll boðuð viðtöl, ítrekað skilað hreinu vímuefnaprófi, farið í forsjárhæfnimat, samþykkt þvingunaraðgerðir kærðu þrátt fyrir að ekkert tilefni væri til slíks, dvalið mikið til í Reykjavík gegn vilja sínum til að vera í samvinnu við barnavernd en kærandi ætlaði fyrir löngu að vera flutt [...], gert dómsáttir og staðið við sinn hluta meðferðaráætlana að öllu leyti.“ Þá segir einnig: „Í úrskurðum barnaverndarnefndar og greinargerðum starfsmanna embættisins virðist afbökun á staðreyndum og raklaus ósannindi vera notuð kerfisbundið til að varpa rýrð á kæranda og í þeim tilgangi að svipta hana börnum hennar. Að slíkt sé framið endurtekið, ítrekað, af hálfu opinberra starfsmanna, í þeim tilgangi að slíta sundur móður og börn, er grafalvarlegt og skv. alm. hgl. glæpsamlegt. Það þarf ekki að útskýra mannréttindabrotin, sem í þessu felast einnig. Öll gögn sem sanna þessa glæpi eru lögð fram með kærunni. Hæstiréttur hefur litið mun vægari glæpi opinberra starfsmanna, mjög alvarlegum augum. Hafa verður í huga, hversu ríkt og mikilvægt verndarandlag er hér um að ræða, börn kæranda og friðhelgi einkalífs og fjölskyldu. Er þess krafist, að þeir sem bera ábyrgð á framangreindum brotum, verði látnir sæta ábyrgð.“ Málið er á borði lögreglu og í kærunni segir að rannsókn hennar muni leiða í ljós hvaða starfsmenn bera ábyrgð í málinu. Í kærunni er talað um starfsmenn almennt, þar sem í sumum tilvikum skrifi margir undir bókanir, skýrslur og greinargerðir en stundum enginn.Vísir/Vilhelm „Fer að innstu kviku friðhelgi einkalífs og fjölskyldu“ „Það var allt í einu farið að nota rangar staðhæfingar og ósannar skýrslur til að vista börn umbjóðanda míns utan heimilis,“ segir Sara um þau umskipti sem urðu þegar nýr starfsmaður tók við málinu í desember 2019. „Og svo hélt þetta bara áfram og þannig að það er verið að gera nýjar og nýjar bókanir og skýrslur og þar skila sér inn ítrekað þessar rangfærslur.“ Eftir að hafa átt samtöl við aðra lögmenn segist hana gruna að málið sé ekki einsdæmi. En hvernig útskýrir hún það að enginn gerir athugasemdir við misræmið í gögnum málsins? „Nefndin sjálf og starfsmennirnir... þetta er sitthvort báknið. Starfsmennirnir vinna í umboði nefndarinnar, sem á að taka allar ákvarðanir. Nefndin á að vera öryggisventill gegn því að einstaka starfsmenn fari offari eða taki sér vald sem þeir eiga ekki að fara með. Að mínu viti er nefndin ekki að sinna þessu hlutverki nægjanlega vel heldur bara samþykkja það sem starfsmenn leggja til án þess að skoða það fyllilega.“ Hvað varðar almenna afstöðu fólks til þeirra sem koma við sögu hjá barnavernd segir Sara afar mikilvægt að leggja forómana til hliðar. Skoða þurfi hvert og eitt mál ofan í grunninn en ekki bara draga ályktanir. „En þarna er hreinn og klár ásetningur,“ segir hún um meint brot starfsmanna barnaverndar. „Því ég var búin að benda á þetta.“ Sara segir óforsvaranlegt að byggja á ósannindum þegar ákvarðanir eru teknar um að taka börn af foreldrum sínum og vista þau utan heimilis. „Þetta fer að innstu kviku friðhelgi einkalífs og fjölskyldu; það er ekkert sem skiptir jafn miklu og börnin manns. Og þess vegna er þetta svo alvarlegt.“
Hegningarlög sem vísað er til í kærunni 130. gr. *Ef handhafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds um lögskipti gerist sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess í því skyni, að niðurstaðan verði ranglát, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum. *Hafi verknaðurinn haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsingin vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum. 146. gr. *Ef maður að öðru leyti gefur opinberu stjórnvaldi ranga yfirlýsingu um málefni, sem honum er skylt að gefa upplýsingar um, þá skal hann sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 4 mánuðum. *Ákvæði 1. mgr. 143. gr. koma hér til greina eftir því, sem við á. 147. gr. *Ef maður annars lætur uppi ranga skriflega yfirlýsingu eða gefur skriflegt vottorð um eitthvað, sem honum er ekki kunnugt um, og það er ætlað til notkunar í dómsmálum, öðrum málefnum, sem varða hið opinbera eða gerðardómsmálum, þá skal hann sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 4 mánuðum.
Barnavernd Réttindi barna Lögreglumál Reykjavík Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira