Þetta staðfestir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í samtali við Vísi.
Hún segir að óskað hafi verið eftir sjúkrabíl og hafi bílstjóranum verið veitt aðhlynning á meðan hans var beðið.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliði barst útkallið klukkan 11:15 og voru tveir sjúkrabílar sendir á vettvang. Ekki er vitað um ástand bílstjórans.