Segir lendingu jeppans mikið afrek Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. febrúar 2021 19:31 Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. Þrautseigju var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum í júlí síðastliðnum. Við tók tæplega 500 milljóna kílómetra langt ferðalag. Jeppinn lenti loks í Jezero-gíg á Mars í gær og sendi frá sér fyrstu myndir sínar frá rauðu plánetunni. Í Jezero-gíg var áður fljótandi vatn og segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík sem vann fyrir NASA á árum áður, lendingu Þrautseigju, eða Perseverance á ensku, mikinn áfanga. „NASA hefur stundum kallað þetta að elta vatnið, að finna út hvort það hafi verið vatn á Mars og síðan í framhaldi af því hvort það hafi verið líf þar. Við erum búin að vera að senda könnunarför eitt af öðru og hvert þeirra byggir ofan á því sem hitt á undan lærði. Þessi jeppi, perserverance, er alveg í sérflokki. Hann er bara svo miklu öflugri.“ Jeppinn sé líka sendur til að safna sýnum, sem gætu aðstoðað við að svara spurningunni um hvort þar hafi verið líf. Líka spurning um framtíðina „En þetta er ekki bara spurningin um fortíðina á Mars. Þetta er líka spurningin um okkur, að fara til Mars í framtíðinni. Því þarna er líka verið að gera tilraunir með hvort það sé hægt að framleiða súrefni fyrir okkur úr andrúmsloftinu. Það er verið að skilja aðstæður, veður, loftslag og allt umhverfið betur þannig við séum best undirbúin fyrir það þegar við sendum fólk til Mars,“ segir Ari Kristinn. Ari Kristinn vann við þróun hugbúnaðar fyrir Mars-jeppana Spirit og Opportunity og segir tilfinninguna við lendingu sem þessa ólýsanlega. „Þetta er margra ára vinna hundruða einstaklinga sem liggur að baki svona ferð. Það þarf allt að ganga upp til að vel takist til. Þannig spennan er ólýsanleg.“ Mars Geimurinn Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Þrautseigju var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum í júlí síðastliðnum. Við tók tæplega 500 milljóna kílómetra langt ferðalag. Jeppinn lenti loks í Jezero-gíg á Mars í gær og sendi frá sér fyrstu myndir sínar frá rauðu plánetunni. Í Jezero-gíg var áður fljótandi vatn og segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík sem vann fyrir NASA á árum áður, lendingu Þrautseigju, eða Perseverance á ensku, mikinn áfanga. „NASA hefur stundum kallað þetta að elta vatnið, að finna út hvort það hafi verið vatn á Mars og síðan í framhaldi af því hvort það hafi verið líf þar. Við erum búin að vera að senda könnunarför eitt af öðru og hvert þeirra byggir ofan á því sem hitt á undan lærði. Þessi jeppi, perserverance, er alveg í sérflokki. Hann er bara svo miklu öflugri.“ Jeppinn sé líka sendur til að safna sýnum, sem gætu aðstoðað við að svara spurningunni um hvort þar hafi verið líf. Líka spurning um framtíðina „En þetta er ekki bara spurningin um fortíðina á Mars. Þetta er líka spurningin um okkur, að fara til Mars í framtíðinni. Því þarna er líka verið að gera tilraunir með hvort það sé hægt að framleiða súrefni fyrir okkur úr andrúmsloftinu. Það er verið að skilja aðstæður, veður, loftslag og allt umhverfið betur þannig við séum best undirbúin fyrir það þegar við sendum fólk til Mars,“ segir Ari Kristinn. Ari Kristinn vann við þróun hugbúnaðar fyrir Mars-jeppana Spirit og Opportunity og segir tilfinninguna við lendingu sem þessa ólýsanlega. „Þetta er margra ára vinna hundruða einstaklinga sem liggur að baki svona ferð. Það þarf allt að ganga upp til að vel takist til. Þannig spennan er ólýsanleg.“
Mars Geimurinn Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30
Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20