Vanhugsuð tillaga um afslátt af sköttum fyrir ferðamenn Þórir Garðarsson skrifar 22. febrúar 2021 11:31 Kosningabarátta stjórnmálaflokkana er að fara af stað og áhugavert verður að fylgjast með hvað stefnu þeir hafa í málefnum ferðaþjónustunnar. Ég tel mjög mikilvægt fyrir ríkissjóð og almenning í landinu að ferðaþjónustufyrirtækin komist hratt upp úr þeim hamförum sem fylgt hafa Covid-19 veirunni og verði aftur sterk. Ferðaþjónustufyrirtækin munu draga vagninn þegar kemur að því sækja ferðamenn til landsins en þau eru orðin mjög löskuð. Skuldavandi þeirra eftir rúmlega eins árs tekjuleysi dregur út getu þeirra til að sækja fram á erlendum mörkuðum og keppa þar við fjölda annarra áfangastaða. Afsláttarhugmynd Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kom með þá hugmynd að ríkið myndi veita ferðaþjónustufyrirtækjum tímabundinn afslátt af gjöldum og lækka virðisaukaskatt til erlendra ferðamanna tímabundið. Þetta er í besta falli vanhugsuð aðgerð og það læðist að manni sá grunur að tilgangurinn sé í raun að hækka aftur gjöld um leið og sól rís og koma ferðaþjónustunni upp í hæsta virðisaukaskatts í þeim löndum sem við berum okkur saman við og erum í samkeppni við eins og var að stefnuskrá Viðreisnar fyrir örfáum árum. Hjálpar ekki fyrirtækjunum Ferðaþjónustan þarf ekki tímabundinn afslátt af sköttum og gjöldum á borð við þann sem Viðreisn boðar. Slíkur afsláttur hjálpar ekki fyrirtækjunum, heldur leiðir hann til verðlækkana og tekjutaps fyrir ríkissjóð með þeim afleiðingum að ferðamaðurinn skilur minna eftir sig. Ferðamenn munu koma hingað þrátt fyrir íslenskt verðlag. Þeir gerðu það fyrir Covid-19 og þeir munu gera það áfram ef rétt er að málum staðið og mun hraðar með fjárfestingu í öflugri markaðs- og kynningarstarfsemi. Gengi krónunnar er þar að auki hagstæðara í dag fyrir ferðamenn en áður. Það er ferðamaðurinn sem borgar skattinn Tímabundin lækkun virðisaukaskatts breytir litlu fyrir fyrirtækin því á endanum er það alltaf neytandinn – í þessu tilfelli erlendi ferðamaðurinn - sem borgar virðisaukaskattinn. Fyrirtækin gera það ekki, þau sjá aðeins um að innheimta skattinn fyrir ríkissjóð. Viðbúið er að tímabundin lækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu leiði til verðstríðs þegar fyrirtækin keppast um að ná viðskiptum. Erfiðlega mun ganga að hækka verð aftur þegar afsláttur rennur út. Verðstöðuleiki er mjög mikilvægur og við eigum ekki að setja Ísland á útsölu og fara að keppa á niðursettu verði. Fyrirtækin þurfa alvöru stuðning Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa allt aðra aðstoð en skattalækkun. Flest eru þau komin að fótum fram fjárhagslega, tekjulítil í heilt ár og skuldum vafin. Fyrirtækin þurfa ekki lán eða gjaldfresti. Þau glíma við skuldavanda. Þau þurfa hreina og klára styrki til að koma sér hratt í gang aftur, rekstrarlega og markaðslega. Allir eru sammála um að endurkoma erlendra ferðamanna í sumar eða haust skipti mestu máli til að þjóðarbúið rétti úr kútnum. En það gerist ekki með máttlausum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Besta fjárfestingin sem ríkissjóður getur ráðist í er að styðja fyrirtækin á fætur. Það skilar strax sköttum í ríkissjóð og dregur úr atvinnuleysi. Þeir takmörkuðu styrkir sem nú bjóðast gagnast aðeins litlum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þeir gera lítið fyrir stóru fyrirtækin sem hafa mestu afköstin. Þau lifa flest nú orðið aðeins á súrefninu, það er búið að skafa innan úr hverju einasta horni í „skápa skrapi“ eins og sagt er á mörgum heimilum þegar kreppir að. Viðspyrnustyrkir sem miðast við fimm starfsmenn nægja þessum fyrirtækjum engan veginn. Stjórnmálin þurfa hugsa stærra ef áhugi er á því að tryggja sem mestan og hraðastan ávinning af endurkomu erlendra ferðamanna. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningabarátta stjórnmálaflokkana er að fara af stað og áhugavert verður að fylgjast með hvað stefnu þeir hafa í málefnum ferðaþjónustunnar. Ég tel mjög mikilvægt fyrir ríkissjóð og almenning í landinu að ferðaþjónustufyrirtækin komist hratt upp úr þeim hamförum sem fylgt hafa Covid-19 veirunni og verði aftur sterk. Ferðaþjónustufyrirtækin munu draga vagninn þegar kemur að því sækja ferðamenn til landsins en þau eru orðin mjög löskuð. Skuldavandi þeirra eftir rúmlega eins árs tekjuleysi dregur út getu þeirra til að sækja fram á erlendum mörkuðum og keppa þar við fjölda annarra áfangastaða. Afsláttarhugmynd Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kom með þá hugmynd að ríkið myndi veita ferðaþjónustufyrirtækjum tímabundinn afslátt af gjöldum og lækka virðisaukaskatt til erlendra ferðamanna tímabundið. Þetta er í besta falli vanhugsuð aðgerð og það læðist að manni sá grunur að tilgangurinn sé í raun að hækka aftur gjöld um leið og sól rís og koma ferðaþjónustunni upp í hæsta virðisaukaskatts í þeim löndum sem við berum okkur saman við og erum í samkeppni við eins og var að stefnuskrá Viðreisnar fyrir örfáum árum. Hjálpar ekki fyrirtækjunum Ferðaþjónustan þarf ekki tímabundinn afslátt af sköttum og gjöldum á borð við þann sem Viðreisn boðar. Slíkur afsláttur hjálpar ekki fyrirtækjunum, heldur leiðir hann til verðlækkana og tekjutaps fyrir ríkissjóð með þeim afleiðingum að ferðamaðurinn skilur minna eftir sig. Ferðamenn munu koma hingað þrátt fyrir íslenskt verðlag. Þeir gerðu það fyrir Covid-19 og þeir munu gera það áfram ef rétt er að málum staðið og mun hraðar með fjárfestingu í öflugri markaðs- og kynningarstarfsemi. Gengi krónunnar er þar að auki hagstæðara í dag fyrir ferðamenn en áður. Það er ferðamaðurinn sem borgar skattinn Tímabundin lækkun virðisaukaskatts breytir litlu fyrir fyrirtækin því á endanum er það alltaf neytandinn – í þessu tilfelli erlendi ferðamaðurinn - sem borgar virðisaukaskattinn. Fyrirtækin gera það ekki, þau sjá aðeins um að innheimta skattinn fyrir ríkissjóð. Viðbúið er að tímabundin lækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu leiði til verðstríðs þegar fyrirtækin keppast um að ná viðskiptum. Erfiðlega mun ganga að hækka verð aftur þegar afsláttur rennur út. Verðstöðuleiki er mjög mikilvægur og við eigum ekki að setja Ísland á útsölu og fara að keppa á niðursettu verði. Fyrirtækin þurfa alvöru stuðning Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa allt aðra aðstoð en skattalækkun. Flest eru þau komin að fótum fram fjárhagslega, tekjulítil í heilt ár og skuldum vafin. Fyrirtækin þurfa ekki lán eða gjaldfresti. Þau glíma við skuldavanda. Þau þurfa hreina og klára styrki til að koma sér hratt í gang aftur, rekstrarlega og markaðslega. Allir eru sammála um að endurkoma erlendra ferðamanna í sumar eða haust skipti mestu máli til að þjóðarbúið rétti úr kútnum. En það gerist ekki með máttlausum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Besta fjárfestingin sem ríkissjóður getur ráðist í er að styðja fyrirtækin á fætur. Það skilar strax sköttum í ríkissjóð og dregur úr atvinnuleysi. Þeir takmörkuðu styrkir sem nú bjóðast gagnast aðeins litlum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þeir gera lítið fyrir stóru fyrirtækin sem hafa mestu afköstin. Þau lifa flest nú orðið aðeins á súrefninu, það er búið að skafa innan úr hverju einasta horni í „skápa skrapi“ eins og sagt er á mörgum heimilum þegar kreppir að. Viðspyrnustyrkir sem miðast við fimm starfsmenn nægja þessum fyrirtækjum engan veginn. Stjórnmálin þurfa hugsa stærra ef áhugi er á því að tryggja sem mestan og hraðastan ávinning af endurkomu erlendra ferðamanna. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun