Fimm stórir skjálftar á 25 mínútum við Fagradalsfjall Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. febrúar 2021 12:08 Það hefur rignt á suðvesturhorninu það sem af er degi. Upptök skjálftans upp úr hádegi í dag voru um 1,8 kílómetra norðaustan af Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Enn nötrar jörðin á suðvesturhorninu þar sem stórir skjálftar finnast. Stór skjálfti að stærð 4,4 reið yfir upp úr klukkan tólf og virðist ekkert lát á skjálftavirkninni sem verið hefur á svæðinu undanfarna tvo sólarhringa. Veðurstofa Íslands tók saman fimm stærstu skjálftana þegar þeir höfðu verið yfirfarnir klukkan 12:40. Þeir riðu yfir á 25 mínútna kafla frá 11:59 til 12:24. Sá fyrsti var 3,4 að stærð, sá stærsti 4,4 að stærð klukkan 12:06 og svo annar 3,6 að stærð klukkan 12:10. Við bættist einn 3,4 að stærð klukkan 12:14 og annar 4,0 að stærð 12:24. Allir skjálftarnir eru staðsettir um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. Íbúar austur á Hellu og Hvolsvelli segjast hafa fundið fyrir skjálftanum. Sömuleiðis íbúar í Borgarnesi og á Hvanneyri. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í vaktinni neðst í fréttinni. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Stærsti skjálftinn á miðvikudaginn var 5,7 að stærð og annar 5,0. Þá voru þónokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Hreyfingar á mörgum sprungum Gervitunglamyndir sýna að hreyfingar hafa orðið á mörgum sprungum á Reykjanesinu í skjálftahrinunni undanfarna tvo sólarhringa. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði við fréttastofu rétt fyrir hádegi að innistæða væri fyrir skjálfta á milli Kleifarvatns og Bláfjalla sem gæti orðið allt að 6,5 að stærð. Frá því skjálftahrinan hófst hafa mælst um fimm þúsund skjálftar á svæðinu en um eitt þúsund þeirra hafa mælst síðastliðinn sólarhring. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur Hrafnkell „Við höfum í rauninni bara verið að fylgjast með því hvernig dregur smátt og smátt úr þessari virkni. Það má segja að þetta sé hefðbundin eftirskjálftavirkni sem við erum að sjá núna. Það eru auðvitað nokkrir skjálftar sem að nálgast þrjá og einn sem var yfir þrjá núna klukkan hálf níu ímorgun en það er alveg eðlilegt að mælum slíkra skjálfta bara í kjölfar svona öflugrar hrinu. Þessi hrinuvirkni er bara á svipuðum slóðum eins og virknin var fyrir tveimur dögum,“ segir Kristín. Kristín segir að nú séu komnar myndir úr gervitungli sem gefi gleggri mynd af skjáltahrinunni. Fylgjast áfram með virkninni „Sem sýnir greinilegar færslur í tengslum við alla þessa skjálfta og í rauninni og bara staðfestir það að þarna urðu hreyfingar á mörgum norður suður sprungum á belti sem liggur milli Kleifarvatns og Grindavíkur. Börn í Grindavík að leik á miðvikudaginn. Þau fundu eflaust mörg hver fyrir skjálftanum í dag.Vísir/Vilhelm „Á þessum myndum einmitt eru engin skýr merki um hérna neina þenslu og engin grunnkviku innskot sem við sjáum eða merki um neitt kvikuinnstreymi.“ Ef hins vegar innstreymið væri lítið er huganlegt að það sé falið. Kristín segir innistæðu fyrir skjálfta upp á allt að 6,5 nálægt Bláfjöllum. „Við erum bara auðvitað að fylgjast áfram með þessari virkni og það vonandi bara dregur úr þessu og það gerist ekki neitt meira en við verðum auðvitað að vera vakandi fyrir þessu svæði milli Kleifarvatns og Bláfjalla að þar er hugsanlega innistæða fyrir stærri skjálfta.“ Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:50.
Veðurstofa Íslands tók saman fimm stærstu skjálftana þegar þeir höfðu verið yfirfarnir klukkan 12:40. Þeir riðu yfir á 25 mínútna kafla frá 11:59 til 12:24. Sá fyrsti var 3,4 að stærð, sá stærsti 4,4 að stærð klukkan 12:06 og svo annar 3,6 að stærð klukkan 12:10. Við bættist einn 3,4 að stærð klukkan 12:14 og annar 4,0 að stærð 12:24. Allir skjálftarnir eru staðsettir um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. Íbúar austur á Hellu og Hvolsvelli segjast hafa fundið fyrir skjálftanum. Sömuleiðis íbúar í Borgarnesi og á Hvanneyri. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í vaktinni neðst í fréttinni. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Stærsti skjálftinn á miðvikudaginn var 5,7 að stærð og annar 5,0. Þá voru þónokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Hreyfingar á mörgum sprungum Gervitunglamyndir sýna að hreyfingar hafa orðið á mörgum sprungum á Reykjanesinu í skjálftahrinunni undanfarna tvo sólarhringa. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði við fréttastofu rétt fyrir hádegi að innistæða væri fyrir skjálfta á milli Kleifarvatns og Bláfjalla sem gæti orðið allt að 6,5 að stærð. Frá því skjálftahrinan hófst hafa mælst um fimm þúsund skjálftar á svæðinu en um eitt þúsund þeirra hafa mælst síðastliðinn sólarhring. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur Hrafnkell „Við höfum í rauninni bara verið að fylgjast með því hvernig dregur smátt og smátt úr þessari virkni. Það má segja að þetta sé hefðbundin eftirskjálftavirkni sem við erum að sjá núna. Það eru auðvitað nokkrir skjálftar sem að nálgast þrjá og einn sem var yfir þrjá núna klukkan hálf níu ímorgun en það er alveg eðlilegt að mælum slíkra skjálfta bara í kjölfar svona öflugrar hrinu. Þessi hrinuvirkni er bara á svipuðum slóðum eins og virknin var fyrir tveimur dögum,“ segir Kristín. Kristín segir að nú séu komnar myndir úr gervitungli sem gefi gleggri mynd af skjáltahrinunni. Fylgjast áfram með virkninni „Sem sýnir greinilegar færslur í tengslum við alla þessa skjálfta og í rauninni og bara staðfestir það að þarna urðu hreyfingar á mörgum norður suður sprungum á belti sem liggur milli Kleifarvatns og Grindavíkur. Börn í Grindavík að leik á miðvikudaginn. Þau fundu eflaust mörg hver fyrir skjálftanum í dag.Vísir/Vilhelm „Á þessum myndum einmitt eru engin skýr merki um hérna neina þenslu og engin grunnkviku innskot sem við sjáum eða merki um neitt kvikuinnstreymi.“ Ef hins vegar innstreymið væri lítið er huganlegt að það sé falið. Kristín segir innistæðu fyrir skjálfta upp á allt að 6,5 nálægt Bláfjöllum. „Við erum bara auðvitað að fylgjast áfram með þessari virkni og það vonandi bara dregur úr þessu og það gerist ekki neitt meira en við verðum auðvitað að vera vakandi fyrir þessu svæði milli Kleifarvatns og Bláfjalla að þar er hugsanlega innistæða fyrir stærri skjálfta.“ Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:50.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu