Handbolti

,,Ágúst er svo góður sölumaður, hann liggur bara á manni þar til maður segir já.”

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Anna Úrsúla tók slaginn með Val í dag. 
Anna Úrsúla tók slaginn með Val í dag.  Vísir: Vilhelm

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir snéri óvænt aftur á parketið í dag þegar Valskonur tóku á móti ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta. 

,,Ég þurfti að losna við Ágúst af bakinu þannig mér fannst auðveldara að koma að spila í staðinn fyrir að fá standslaus símtöl. Mér fannst þetta bara gaman,” sagði Anna Úrsúla eftir leik.

Valskonur hefðu getað jafnað leikinn á lokamínútum leiksins en það tókst ekki og sigruðu ÍBV með einu marki, 20-21. 

,,Sóknarleikurinn fór með þetta og þær voru bara betri.”

Anna hefur verið að æfa með Val en hafði ekkert gefið út hvort hún ætlaði að byrja spila aftur. 

,,Ég átti barn í október þannig ég er búin að vera halda mér í formi í Covid og fá að mæta á æfingar. Ágúst er svo góður sölumaður hann liggur bara á manni þar til maður segir já, þannig ég gef þessu einn leik og athuga hvað gerist.”

,,Ég er ágæt í hnénu og ég ætla að láta það stjórna þessu. Ég ætla að athuga hvenær ég losna svo við Ágúst af bakinu,” sagði Anna að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×