Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2021 12:04 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir. vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. Líkt og fram hefur komið ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnarbrot í samkvæmi í Ásmundarsal, þar sem fjármálaráðherra var staddur. Dómsmálaráðherra hefur sagst hafa hringt í lögreglustjóra til þess að spyrjast fyrir um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, var boðuð á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.vísir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á að Áslaug Arna yrði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að greina nánar frá samskiptunum. „Vegna þess að þarna erum við að horfa á þessa fínu línu sem er á milli eftirlitshlutverks ráðherrans og þess sem geta verið óeðlileg afskipti af rannsókn sem er í gangi hjá lögreglu. Það er eitthvað sem dómsmálaráðherra þarf alltaf að hafa í huga og eftirlitsnefnd þingsins fylgist með þegar svona mál koma upp,“ segir Andrés Ingi. Hann segir yfirferð nefndarinnar hafa verið nokkuð yfirgripsmikila og að ráðherra hafi svarað spurningum greiðlega, svörin hafi verið í samræmi við fyrri svör ráðherra í fjölmiðlum. „Hún hafi verið að bregðast við fyrirspurnum fjölmiðla og ekki verið með á hreinu hvernig verklagið er við þessa upplýsingagjöf og verið að fylla inn í það,“ segir Andrés. „En í ljósi þess sem kom fram á fundinum var ákveðið að boða lögreglustjórann líka á fund til að fá hennar sýn á þessi samskipti.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, verður boðuð á fund nefndarinnar.vísir/Vilhelm Halla Bergþóra verður því kölluð fyrir nefndina á næstunni. Andrés Ingi telur eðlilegt að ráðherra haldi samskiptum formlegum þegar þau varða einstök mál og þá sérstaklega þegar þau tengjast ráðherra með einherjum hætti. „Ráðherra tjáði sig ekkert um málið í desember út á við sem er eðlilegt í ljósi stöðunnar en með sömu rökum hefði sennilega verið heppilegra að sleppa þessum milliliðalausu símtölum við lögreglustjórann og færa upplýsingaleit ráðherrans í formlegri búning á milli embættismanna. En eins og ég segi eigum við eftir að skoða þetta nánar í nefndinni til að komast að einhverri endanlegri niðustöðu,“ segir Andrés Ingi. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Alþingi Lögreglan Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Líkt og fram hefur komið ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnarbrot í samkvæmi í Ásmundarsal, þar sem fjármálaráðherra var staddur. Dómsmálaráðherra hefur sagst hafa hringt í lögreglustjóra til þess að spyrjast fyrir um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, var boðuð á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.vísir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á að Áslaug Arna yrði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að greina nánar frá samskiptunum. „Vegna þess að þarna erum við að horfa á þessa fínu línu sem er á milli eftirlitshlutverks ráðherrans og þess sem geta verið óeðlileg afskipti af rannsókn sem er í gangi hjá lögreglu. Það er eitthvað sem dómsmálaráðherra þarf alltaf að hafa í huga og eftirlitsnefnd þingsins fylgist með þegar svona mál koma upp,“ segir Andrés Ingi. Hann segir yfirferð nefndarinnar hafa verið nokkuð yfirgripsmikila og að ráðherra hafi svarað spurningum greiðlega, svörin hafi verið í samræmi við fyrri svör ráðherra í fjölmiðlum. „Hún hafi verið að bregðast við fyrirspurnum fjölmiðla og ekki verið með á hreinu hvernig verklagið er við þessa upplýsingagjöf og verið að fylla inn í það,“ segir Andrés. „En í ljósi þess sem kom fram á fundinum var ákveðið að boða lögreglustjórann líka á fund til að fá hennar sýn á þessi samskipti.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, verður boðuð á fund nefndarinnar.vísir/Vilhelm Halla Bergþóra verður því kölluð fyrir nefndina á næstunni. Andrés Ingi telur eðlilegt að ráðherra haldi samskiptum formlegum þegar þau varða einstök mál og þá sérstaklega þegar þau tengjast ráðherra með einherjum hætti. „Ráðherra tjáði sig ekkert um málið í desember út á við sem er eðlilegt í ljósi stöðunnar en með sömu rökum hefði sennilega verið heppilegra að sleppa þessum milliliðalausu símtölum við lögreglustjórann og færa upplýsingaleit ráðherrans í formlegri búning á milli embættismanna. En eins og ég segi eigum við eftir að skoða þetta nánar í nefndinni til að komast að einhverri endanlegri niðustöðu,“ segir Andrés Ingi.
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Alþingi Lögreglan Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira