Hvernig blasti svæðið við ykkur í dag?
„Í rauninni tókum við eiginlega ekkert eftir þessari skjálftavirkni. Það er búið að vera mjög hvasst og bara vont veður þarna. Þannig að þetta leit bara nokkuð eðlilega út þannig séð,“ sagði Ásta í samtali við fréttamann á vettvangi síðdegis í dag.
„Það náttúrlega mögulega gæti komið upp gos en við verðum bara að bíða og sjá, við sjáum ekki neitt ennþá,“ segir Ester. Þær segjast ekki hafa orðið varar við neina gaslykt á svæðinu.
„Núna akkúrat í dag vorum við að undirbúa drónaflug ásamt lögreglunni sem eiga dróna fyrir okkur. Við ætluðum sem sagt, förum í göngutúr þarna inneftir og við vorum sem sagt að undirbúa þetta drónaflug. Við fórum þarna inn eftir og við horfðum yfir svæðið, vorum ekki að fara inn á sjálft skjálftasvæðið. En svo náttúrlega fengum við skilaboð um það að það væri kominn tími til þess að fara til baka,“ segir Ásta.
Hvernig haldið þið að næstu dagar eða klukkustundir líti út, mynduð þið gera ráð fyrir því miðað við gögnin að þetta gæti komið upp fyrr heldur en síðar?
„Já en við vitum samt ekkert hvenær það gerist, hvort að eins og var talað um áðan, að þetta gætu verið klukkustundir eða dagar ef það kemur upp. Við vitum það bara ekki,“ svarar Ester.