Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 22:48 Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélgas Grindavíkur. samsett mynd Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. „Þetta var svolítið mikið högg, miklu meira heldur en manni finnst þegar maður sér myndband af þessu. Ég veit alveg af fólki þar sem að hlutir voru að hrynja niður úr hillunum hjá þeim, sem hefur ekki verið hingað til í skjálftunum en höggið var það mikið að það voru myndir að detta niður af veggjum veit ég í Grindavík í kvöld,“ útskýrir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, í samtali við Vísi. Molar úr veggnum Margir fyrri skjálftar hafa átt upptök sín við Fagradalsfjall en skjálftinn sem um ræðir átti upptök sín um tveimur kílómetrum norður af Grindavík. „Okkur fannst bara eins og sprengju hefði verið varpað á húsið, þetta var svo mikill hvellur einhvern veginn. Þetta var alveg frekar scary,“ segir Jón Júlíus. Nokkur ummerki eru einnig eftir skjálftann í byggingunni líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. „Það kom ekki sprunga í sjálfan vegginn heldur bara þar sem pústingin hefur verið yfir á bitasamskeytunum. Það kom alveg ryk niður úr loftinu þegar að skjálftinn kom,“ segir Jón Júlíus. „Hann Andrew heldur þarna á nokkrum molunum sem komu úr veggnum,“ bætir hann við en hann birti meðfylgjandi mynd á Twitter af Andrew Horne, sem stóð vaktina á bakvið myndavélina í leik kvöldsins. Alvöru skjálfti mínutu fyrir leik í HS Orku Höllinni! Ný sprunga í veggnum og molar niður á golf. pic.twitter.com/u4tIezYrDe— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) March 4, 2021 Aðspurður segir hann að svo virðist sem jarðskjálftinn hafi þó ekki fengið mikið á leikmenn liðanna sem áttust við í kvöld. „Bæði lið skoruðu alveg 50 stig í fyrri hálfleik, en það er kannski bara varnarlega sem menn voru eitthvað skelkaðir,“ svarar Jón Júlíus, en Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík, 96-89. Áhorfendur klöppuðu „Það verður að gefa þeim frá Egilsstöðum töluvert hrós fyrir að þeir höndluðu þennan skjálfta töluvert betur en við. En ég horfði á dómarana aðeins og þeim leið ekki vel og ég get alveg ímyndað mér hvernig þetta var fyrir erlendu leikmennina og kannski þá sem eru, eins og þeir sem eru að austan og hafa kannski aldrei upplifað jarðskjálfta, þarna fengu þeir einn stórann. Þetta var bara hálfri mínútu fyrir leik.“ segir Jón Júlíus. Jarðskjálfti í beinni! Það var alvöru skjálfti sem skók HS Orku Höllina í Grindavík í kvöld rétt fyrir leik!Smá skjálfti en allir í lagi. Leikurinn hefði mátt fara betur en það er önnur saga. Þökkum Hetti fyrir góðan leik!#umfg #grindavik pic.twitter.com/Wn1DzIYMug— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) March 4, 2021 Jarðskjálftinn sást vel í beinni útsendingu frá leiknum sem var hafin þegar skjálftinn reið yfir. Lýsendur leiksins fóru ekki varhluta af skjálftanum og áhorfendur sem staddir voru í höllinni ekki heldur. „Ég hef aldrei verið í svona miklu fjölmenni í jarðskjálfta og það fóru allir að klappa, eins og Íslendingar gera alltaf í svona aðstæðum. Þetta var svona „klassískur Íslendingur í matsalnum“ sem veit ekkert betra að gera en að klappa,“ segir Jón Júlíus og hlær. „Það kom ryk úr loftinu. Við höfum alveg fundið fyrir stærri skjálftum en ég hef ekki fundið fyrir svona miklu höggi áður.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
„Þetta var svolítið mikið högg, miklu meira heldur en manni finnst þegar maður sér myndband af þessu. Ég veit alveg af fólki þar sem að hlutir voru að hrynja niður úr hillunum hjá þeim, sem hefur ekki verið hingað til í skjálftunum en höggið var það mikið að það voru myndir að detta niður af veggjum veit ég í Grindavík í kvöld,“ útskýrir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, í samtali við Vísi. Molar úr veggnum Margir fyrri skjálftar hafa átt upptök sín við Fagradalsfjall en skjálftinn sem um ræðir átti upptök sín um tveimur kílómetrum norður af Grindavík. „Okkur fannst bara eins og sprengju hefði verið varpað á húsið, þetta var svo mikill hvellur einhvern veginn. Þetta var alveg frekar scary,“ segir Jón Júlíus. Nokkur ummerki eru einnig eftir skjálftann í byggingunni líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. „Það kom ekki sprunga í sjálfan vegginn heldur bara þar sem pústingin hefur verið yfir á bitasamskeytunum. Það kom alveg ryk niður úr loftinu þegar að skjálftinn kom,“ segir Jón Júlíus. „Hann Andrew heldur þarna á nokkrum molunum sem komu úr veggnum,“ bætir hann við en hann birti meðfylgjandi mynd á Twitter af Andrew Horne, sem stóð vaktina á bakvið myndavélina í leik kvöldsins. Alvöru skjálfti mínutu fyrir leik í HS Orku Höllinni! Ný sprunga í veggnum og molar niður á golf. pic.twitter.com/u4tIezYrDe— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) March 4, 2021 Aðspurður segir hann að svo virðist sem jarðskjálftinn hafi þó ekki fengið mikið á leikmenn liðanna sem áttust við í kvöld. „Bæði lið skoruðu alveg 50 stig í fyrri hálfleik, en það er kannski bara varnarlega sem menn voru eitthvað skelkaðir,“ svarar Jón Júlíus, en Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík, 96-89. Áhorfendur klöppuðu „Það verður að gefa þeim frá Egilsstöðum töluvert hrós fyrir að þeir höndluðu þennan skjálfta töluvert betur en við. En ég horfði á dómarana aðeins og þeim leið ekki vel og ég get alveg ímyndað mér hvernig þetta var fyrir erlendu leikmennina og kannski þá sem eru, eins og þeir sem eru að austan og hafa kannski aldrei upplifað jarðskjálfta, þarna fengu þeir einn stórann. Þetta var bara hálfri mínútu fyrir leik.“ segir Jón Júlíus. Jarðskjálfti í beinni! Það var alvöru skjálfti sem skók HS Orku Höllina í Grindavík í kvöld rétt fyrir leik!Smá skjálfti en allir í lagi. Leikurinn hefði mátt fara betur en það er önnur saga. Þökkum Hetti fyrir góðan leik!#umfg #grindavik pic.twitter.com/Wn1DzIYMug— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) March 4, 2021 Jarðskjálftinn sást vel í beinni útsendingu frá leiknum sem var hafin þegar skjálftinn reið yfir. Lýsendur leiksins fóru ekki varhluta af skjálftanum og áhorfendur sem staddir voru í höllinni ekki heldur. „Ég hef aldrei verið í svona miklu fjölmenni í jarðskjálfta og það fóru allir að klappa, eins og Íslendingar gera alltaf í svona aðstæðum. Þetta var svona „klassískur Íslendingur í matsalnum“ sem veit ekkert betra að gera en að klappa,“ segir Jón Júlíus og hlær. „Það kom ryk úr loftinu. Við höfum alveg fundið fyrir stærri skjálftum en ég hef ekki fundið fyrir svona miklu höggi áður.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira