Dómur yfir Gunnari Jóhanni mildaður úr þrettán árum í fimm Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2021 06:34 Gunnar Jóhann Gunnarsson (neðri mynd til hægri) banaði Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, í norska bænum Mehamn í apríl 2019. Gunnar Jóhann hlaut þrettán ára fangelsisdóm í október síðastliðinn. Hann hefur nú verið mildaður verulega. Getty Dómurinn yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem skaut hálfbróður sinn til bana í bænum Mehamn í Noregi, var í gær mildaður verulega. Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá dómnum í gærkvöldi. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr í gær um að þrettán ára fangelsisdómur sem Gunnar hlaut í héraði skyldi mildaður í fimm ára fangelsisdóm. Gunnar getur sótt um reynslulausn þegar hann hefur setið af sér tvo þriðju dómsins en hann er þegar búinn að afplána tæp tvö ár í gæsluvarðhaldi sem dregst þá frá refsingunni. Ákæruvaldið íhugar nú hvort það muni áfrýja niðurstöðunni til hæstaréttar. Gísla Þór Þórarinssyni blæddi út eftir að Gunnar Jóhann skaut hann í lærið. Gísli var á lífi þegar lögreglan kom á vettvang en tókst ekki að bjarga lífi hans. Málflutningur hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø 22. febrúar síðastliðinn. Dómur Héraðsdóms Austur-Finnmerkur var í samræmi við kröfur saksóknara um að Gunnar Jóhann hefði banað hálfbróður sínum að yfirlögðu ráði. Naumur meirihluti dómara í áfrýjunarmálinu var hins vegar á öndverðum meiði og fannst ekki hafið yfir vafa að það hafi verið ásetningur Gunnars Jóhanns að skjóta Gísla Þór til bana. Fjórir dómarar voru sammála en þrír vildu staðfesta dóminn af lægra dómstigi. Greint var frá því í desember að verjendur Gunnars Jóhanns hafi fengið til liðs við sig lögmanninn Brynjar Meling sem er vel þekktur í Noregi, en fyrst og fremst fyrir að hafa verið lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. Manndráp í Mehamn Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég varð að halda andliti barnanna vegna“ „Tíminn vinnur almennt með okkur, en þetta var svakalega erfitt sérstaklega fyrsta árið eftir að þetta gerðist. Ég varð að halda andliti barnanna vegna. Þau hafa misst tvær mikilvægar manneskjur úr lífi sínu, og ég stóð eftir ein.“ 26. febrúar 2021 11:04 Áfrýjunarmeðferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum. 22. febrúar 2021 11:00 Frægur lögfræðingur til liðs við lögmannateymi Gunnars Jóhanns Lögmenn Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem hlaut í október síðastliðinn þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað bróður sínum í norska bænum Mehamn í apríl 2019, hafa fengið lögmanninn Brynjar Meling til liðs við sig. Meling er vel þekktur í Noregi, fyrst og fremst fyrir að vera lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. 5. janúar 2021 16:01 Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20. október 2020 12:59 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Sjá meira
Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá dómnum í gærkvöldi. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr í gær um að þrettán ára fangelsisdómur sem Gunnar hlaut í héraði skyldi mildaður í fimm ára fangelsisdóm. Gunnar getur sótt um reynslulausn þegar hann hefur setið af sér tvo þriðju dómsins en hann er þegar búinn að afplána tæp tvö ár í gæsluvarðhaldi sem dregst þá frá refsingunni. Ákæruvaldið íhugar nú hvort það muni áfrýja niðurstöðunni til hæstaréttar. Gísla Þór Þórarinssyni blæddi út eftir að Gunnar Jóhann skaut hann í lærið. Gísli var á lífi þegar lögreglan kom á vettvang en tókst ekki að bjarga lífi hans. Málflutningur hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø 22. febrúar síðastliðinn. Dómur Héraðsdóms Austur-Finnmerkur var í samræmi við kröfur saksóknara um að Gunnar Jóhann hefði banað hálfbróður sínum að yfirlögðu ráði. Naumur meirihluti dómara í áfrýjunarmálinu var hins vegar á öndverðum meiði og fannst ekki hafið yfir vafa að það hafi verið ásetningur Gunnars Jóhanns að skjóta Gísla Þór til bana. Fjórir dómarar voru sammála en þrír vildu staðfesta dóminn af lægra dómstigi. Greint var frá því í desember að verjendur Gunnars Jóhanns hafi fengið til liðs við sig lögmanninn Brynjar Meling sem er vel þekktur í Noregi, en fyrst og fremst fyrir að hafa verið lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns.
Manndráp í Mehamn Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég varð að halda andliti barnanna vegna“ „Tíminn vinnur almennt með okkur, en þetta var svakalega erfitt sérstaklega fyrsta árið eftir að þetta gerðist. Ég varð að halda andliti barnanna vegna. Þau hafa misst tvær mikilvægar manneskjur úr lífi sínu, og ég stóð eftir ein.“ 26. febrúar 2021 11:04 Áfrýjunarmeðferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum. 22. febrúar 2021 11:00 Frægur lögfræðingur til liðs við lögmannateymi Gunnars Jóhanns Lögmenn Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem hlaut í október síðastliðinn þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað bróður sínum í norska bænum Mehamn í apríl 2019, hafa fengið lögmanninn Brynjar Meling til liðs við sig. Meling er vel þekktur í Noregi, fyrst og fremst fyrir að vera lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. 5. janúar 2021 16:01 Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20. október 2020 12:59 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Sjá meira
„Ég varð að halda andliti barnanna vegna“ „Tíminn vinnur almennt með okkur, en þetta var svakalega erfitt sérstaklega fyrsta árið eftir að þetta gerðist. Ég varð að halda andliti barnanna vegna. Þau hafa misst tvær mikilvægar manneskjur úr lífi sínu, og ég stóð eftir ein.“ 26. febrúar 2021 11:04
Áfrýjunarmeðferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum. 22. febrúar 2021 11:00
Frægur lögfræðingur til liðs við lögmannateymi Gunnars Jóhanns Lögmenn Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem hlaut í október síðastliðinn þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað bróður sínum í norska bænum Mehamn í apríl 2019, hafa fengið lögmanninn Brynjar Meling til liðs við sig. Meling er vel þekktur í Noregi, fyrst og fremst fyrir að vera lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. 5. janúar 2021 16:01
Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20. október 2020 12:59