Blikkið sem vekur upp spurningar: „Svona lagað gerist ekki hjá Frökkum“ Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2021 09:30 Nicolas Tournat virðist hér blikka til Melvyn Richardson í síðasta leikhléi Frakka gegn Portúgal, rétt áður en Richardson kastaði boltanum frá sér og Portúgal skoraði sigurmarkið. skjáskot/youtuberás IHF Króatar eru í öngum sínum eftir að hafa misst af sæti í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Þjálfari þeirra furðar sig á því að Frakkar hafi klúðrað afar góðri stöðu gegn Portúgölum. Ef Frakkland hefði ekki tapað gegn Portúgal í gær, 29-28, hefði Króatía komist á Ólympíuleikana með Frakklandi. Frakkar, sem voru 28-25 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir, máttu hins vegar við því að tapa með allt að sex marka mun án þess að missa af ólympíusæti. Spurningar hafa vaknað eftir að Frakkar köstuðu frá sér forskoti sínu í lokin, um hvort þeir hafi einfaldlega frekar viljað fá Portúgal með sér til Tókýó en Króatíu. Ekki síst vegna frammistöðu Melvyn Richardson. Í síðustu sóknum Frakka átti Richardson tvö skot sem voru varin og svo kastaði hann boltanum glæfralega aftur fyrir sig í hendur Portúgala fyrir hraðaupphlaupið sem sigurmarkið kom úr í blálokin. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter má sjá Nicolas Tournat blikka auga í átt til Richardson, í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021 Hægt er að horfa á síðustu mínútur leiksins hér að neðan en Frakkland komst í 28-25 þegar 1 klukkutími og 32 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Hrvoje Horvat, nýr þjálfari Króata, var vonsvikinn eftir að niðurstaðan lá fyrir. Hann kvaðst ekki hafa horft á leik Frakklands og Portúgals en sagði: „Ég horfði ekki á leikinn en mér finnst það undarlegt að Frakkland hafi misst niður þriggja marka forskot í lokin, því svona lagað gerist ekki hjá Frökkum. Við unnum tvo leiki í þessu móti [gegn Portúgal og Túnis] en við unnum ekki Frakka og það reyndist dýrkeypt,“ sagði Horvat. Portúgalar spiluðu með hjartanu og við vitum fyrir hvern Nedim Remili, landsliðsmaður Frakka, var spurður hvernig liðið hefði farið að því að kasta svona frá sér forskotinu í lokin: „Það er erfitt að lýsa því hvernig mér líður núna. Við náðum sæti á Ólympíuleikunum en ég er líka svolítið vonsvikinn yfir þessum síðasta leik. Við slökuðum á, vorum ekki eins ákafir í varnarleiknum… og Portúgalarnir spiluðu með hjartanu. Við vitum af hverju og fyrir hvern,“ sagði Remili og vísaði til Alfredo Quintana, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Portúgals, sem var bráðkvaddur í febrúar. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Tengdar fréttir Portúgal síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum eftir dramatískan sigur á Frakklandi Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með frábærum eins marks sigri á Frakklandi í kvöld, lokatölur 29-28 í mögnuðum handboltaleik. 14. mars 2021 22:47 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sjá meira
Ef Frakkland hefði ekki tapað gegn Portúgal í gær, 29-28, hefði Króatía komist á Ólympíuleikana með Frakklandi. Frakkar, sem voru 28-25 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir, máttu hins vegar við því að tapa með allt að sex marka mun án þess að missa af ólympíusæti. Spurningar hafa vaknað eftir að Frakkar köstuðu frá sér forskoti sínu í lokin, um hvort þeir hafi einfaldlega frekar viljað fá Portúgal með sér til Tókýó en Króatíu. Ekki síst vegna frammistöðu Melvyn Richardson. Í síðustu sóknum Frakka átti Richardson tvö skot sem voru varin og svo kastaði hann boltanum glæfralega aftur fyrir sig í hendur Portúgala fyrir hraðaupphlaupið sem sigurmarkið kom úr í blálokin. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter má sjá Nicolas Tournat blikka auga í átt til Richardson, í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021 Hægt er að horfa á síðustu mínútur leiksins hér að neðan en Frakkland komst í 28-25 þegar 1 klukkutími og 32 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Hrvoje Horvat, nýr þjálfari Króata, var vonsvikinn eftir að niðurstaðan lá fyrir. Hann kvaðst ekki hafa horft á leik Frakklands og Portúgals en sagði: „Ég horfði ekki á leikinn en mér finnst það undarlegt að Frakkland hafi misst niður þriggja marka forskot í lokin, því svona lagað gerist ekki hjá Frökkum. Við unnum tvo leiki í þessu móti [gegn Portúgal og Túnis] en við unnum ekki Frakka og það reyndist dýrkeypt,“ sagði Horvat. Portúgalar spiluðu með hjartanu og við vitum fyrir hvern Nedim Remili, landsliðsmaður Frakka, var spurður hvernig liðið hefði farið að því að kasta svona frá sér forskotinu í lokin: „Það er erfitt að lýsa því hvernig mér líður núna. Við náðum sæti á Ólympíuleikunum en ég er líka svolítið vonsvikinn yfir þessum síðasta leik. Við slökuðum á, vorum ekki eins ákafir í varnarleiknum… og Portúgalarnir spiluðu með hjartanu. Við vitum af hverju og fyrir hvern,“ sagði Remili og vísaði til Alfredo Quintana, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Portúgals, sem var bráðkvaddur í febrúar.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Tengdar fréttir Portúgal síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum eftir dramatískan sigur á Frakklandi Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með frábærum eins marks sigri á Frakklandi í kvöld, lokatölur 29-28 í mögnuðum handboltaleik. 14. mars 2021 22:47 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sjá meira
Portúgal síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum eftir dramatískan sigur á Frakklandi Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með frábærum eins marks sigri á Frakklandi í kvöld, lokatölur 29-28 í mögnuðum handboltaleik. 14. mars 2021 22:47