Auðveldara fyrir kvikuna að ferðast lárétt heldur en lóðrétt enn sem komið er Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. mars 2021 18:45 Vísir/HÞ Skýr merki eru á jarðskorpunni um jarðskjálftann við Grindavík á sunnudag. Jarðeðlisfræðingur telur kviku vera á þónokkurri hreyfingu í kvikuganginum og færist nú aftur nær Keili. Jarðhræringar á Reykjanesskaga hafa tekið breytingum undanfarinn sólarhring. Stórum skjálftum hefur fækkað og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil enda fleiri en fjörutíu þúsund skjálftar mælst frá því hrinan hófst fyrir tuttugu dögum. Íslenskar orkurannsóknir hafa fylgst vel með þróun jarðhræringanna og segir jarðeðlifræðingur að skjálftavirkni hafi verið að færast til við Fagradalsfjall aftur í átt að Keili. „Það mundi segja mér að kemst ekki lengra til suðvesturs og er að reyna að finna sér leið til norðausturs,“ segir Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum. Frá þeim gögnum sem rýnt hefur verið í síðustu daga segir Þorbjörg að kvikugangur sé í dag um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum.Vísir/Egill „Ef þið hugsið ykkur að kvikan hegði sér eins og vatn og vatn flæðir bara þangað þar sem það er auðveldast. Þó að þetta sé á kílómetra til fimm kílómetra dýpi þá er sama lögmál. Núna er er að á leið til norðausturs en það er ekki útilokað að það fari aftur til baka,“ segir Þorbjörg. Ekki er hægt að segja til um hvort kvikan nái til yfirborðs eða hvort það verði eldgos yfir höfuð. „Enn sem komið er, er einfaldara og auðveldara fyrir kvikuna að ferðast lárétt heldur en lóðrétt,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg útskýrir kvikuganginn við Fagradalsfjall.Vísir/Egill Með tilheyrandi hreyfingum á jarðskorpunni. Staðsetning kvikugangsins hefur komið sérfræðingum á óvart miðað við önnur svæði á Reykjanesskaga. „Það eru mjög fáar gossprungur, þið sjáið lítið af rauðu strikum. Það eru miklu fleiri á Krýsuvíkursvæðinu til dæmis. Eins er heldur engin ummyndun á yfirborði sem segir okkur til um jarðhita. Þannig að þetta virðist vera frekar kalt svæði miðað við Reykjanesið, Svartsengi og Krýsuvík,“ segir Þorbjörg. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga. 16. mars 2021 15:45 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. 16. mars 2021 14:17 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Jarðhræringar á Reykjanesskaga hafa tekið breytingum undanfarinn sólarhring. Stórum skjálftum hefur fækkað og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil enda fleiri en fjörutíu þúsund skjálftar mælst frá því hrinan hófst fyrir tuttugu dögum. Íslenskar orkurannsóknir hafa fylgst vel með þróun jarðhræringanna og segir jarðeðlifræðingur að skjálftavirkni hafi verið að færast til við Fagradalsfjall aftur í átt að Keili. „Það mundi segja mér að kemst ekki lengra til suðvesturs og er að reyna að finna sér leið til norðausturs,“ segir Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum. Frá þeim gögnum sem rýnt hefur verið í síðustu daga segir Þorbjörg að kvikugangur sé í dag um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum.Vísir/Egill „Ef þið hugsið ykkur að kvikan hegði sér eins og vatn og vatn flæðir bara þangað þar sem það er auðveldast. Þó að þetta sé á kílómetra til fimm kílómetra dýpi þá er sama lögmál. Núna er er að á leið til norðausturs en það er ekki útilokað að það fari aftur til baka,“ segir Þorbjörg. Ekki er hægt að segja til um hvort kvikan nái til yfirborðs eða hvort það verði eldgos yfir höfuð. „Enn sem komið er, er einfaldara og auðveldara fyrir kvikuna að ferðast lárétt heldur en lóðrétt,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg útskýrir kvikuganginn við Fagradalsfjall.Vísir/Egill Með tilheyrandi hreyfingum á jarðskorpunni. Staðsetning kvikugangsins hefur komið sérfræðingum á óvart miðað við önnur svæði á Reykjanesskaga. „Það eru mjög fáar gossprungur, þið sjáið lítið af rauðu strikum. Það eru miklu fleiri á Krýsuvíkursvæðinu til dæmis. Eins er heldur engin ummyndun á yfirborði sem segir okkur til um jarðhita. Þannig að þetta virðist vera frekar kalt svæði miðað við Reykjanesið, Svartsengi og Krýsuvík,“ segir Þorbjörg.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga. 16. mars 2021 15:45 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. 16. mars 2021 14:17 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga. 16. mars 2021 15:45
Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. 16. mars 2021 14:17