Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2021 14:01 Hótel Sögu var skellt í lás 1. nóvember síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands greindi frá fyrirhuguðum viðræðum við Markaðinn í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir í samtali við Vísi í dag að fyrsti fundur viðræðanna hafi verið í gær. „Svo þær eru hafnar,“ segir Jón Atli. Fjármálaráðuneytið leiðir samningaviðræður í samstarfi við HÍ og menntamálaráðuneytið. Fram kemur í Markaðnum að með viðræðunum eigi að kanna til hlítar „hvort hægt sé að komast að niðurstöðu um kaup á eigninni á ásættanlegu verði fyrir báða aðila.“ Jón Atli segir að ekki sé hægt að gefa neitt frekar upp um umrætt verð að svo stöddu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vísir/vilhelm Þá kveðst Jón Atli vonast til að endanleg niðurstaða um hvort af kaupunum verði fáist mjög fljótlega, vonandi ekki síðar en í byrjun apríl. Þá snúa viðræðurnar að kaupum á allri Bændahöllinni eins og hún leggur sig. Ef af kaupunum verður er horft til þess að flytja menntasvið HÍ frá Stakkahlíð og Skipholti í húsnæðið, auk þess sem til skoðunar er að hafa þar skrifstofur, tæknideild, stúdentagarða, gestaíbúðir fyrir fræðifólk og Hámu-útibú. Félagið Bændahöllin á fasteignana en félagið Hótel Saga sá um rekstur hótelsins. Bændasamtökin eiga bæði félögin. Hótel Sögu var lokað í nóvember vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hafði þó tekið að halla verulega undan rekstrinum árin áður en faraldurinn skall á. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands. Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Bændasamtökin loka Hótel Sögu Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. 28. október 2020 16:45 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands greindi frá fyrirhuguðum viðræðum við Markaðinn í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir í samtali við Vísi í dag að fyrsti fundur viðræðanna hafi verið í gær. „Svo þær eru hafnar,“ segir Jón Atli. Fjármálaráðuneytið leiðir samningaviðræður í samstarfi við HÍ og menntamálaráðuneytið. Fram kemur í Markaðnum að með viðræðunum eigi að kanna til hlítar „hvort hægt sé að komast að niðurstöðu um kaup á eigninni á ásættanlegu verði fyrir báða aðila.“ Jón Atli segir að ekki sé hægt að gefa neitt frekar upp um umrætt verð að svo stöddu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vísir/vilhelm Þá kveðst Jón Atli vonast til að endanleg niðurstaða um hvort af kaupunum verði fáist mjög fljótlega, vonandi ekki síðar en í byrjun apríl. Þá snúa viðræðurnar að kaupum á allri Bændahöllinni eins og hún leggur sig. Ef af kaupunum verður er horft til þess að flytja menntasvið HÍ frá Stakkahlíð og Skipholti í húsnæðið, auk þess sem til skoðunar er að hafa þar skrifstofur, tæknideild, stúdentagarða, gestaíbúðir fyrir fræðifólk og Hámu-útibú. Félagið Bændahöllin á fasteignana en félagið Hótel Saga sá um rekstur hótelsins. Bændasamtökin eiga bæði félögin. Hótel Sögu var lokað í nóvember vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hafði þó tekið að halla verulega undan rekstrinum árin áður en faraldurinn skall á. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands.
Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Bændasamtökin loka Hótel Sögu Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. 28. október 2020 16:45 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira
Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05
Bændasamtökin loka Hótel Sögu Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. 28. október 2020 16:45