Vanþekking á málefninu eða einbeittur brotavilji Sif Huld Albertsdóttir skrifar 18. mars 2021 08:02 Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál hjá börnunum okkar, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda, því í dag eru börnum mismunað eftir því hvernig gallinn birtist í fæðingu. Sem dæmi: Sonur minn fæddist með skarð í vör og tanngarði, við fáum niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands vegna tannréttinga, en svo því sé haldið til haga þá þurfum við að hafa fyrir því að fá niðurgreiðsluna og alltaf er verið að gera það erfiðara og erfiðara fyrir foreldra og börnin okkar að njóta þeirra réttinda sem eiga að vera til staðar. Börn sem fæðast með skarð í tanngarði fá ekki niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands vegna tannréttinga, og barátta foreldra þeirra barna er óbilandi og mikil þörf er á breytingum þannig að öll skarðabörn njóti sama réttar. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir orðrétt í viðtali sem birtist í fréttablaðinu 19. nóvember sl, að skarð geti vaxið af börnum, Hún segir ,,að hluti frávika af þessu tagi vaxi af barninu og því skiptir máli að skoða umfang vandans og að hefja upphaf meðferðar á réttum tíma í stað þess að byrja of snemma,,. Hér er annað hvort um að ræða gríðarlega vanþekkingu á málefninu eða einbeittan brotavilja til þess að mismuna börnum. Við foreldrar skarðabarna erum alls ekki öll læknismenntuð eða sérfræðimenntuð, en við treystum á að læknarnir og sérfræðingarnir sem sinna börnunum okkar vegna fæðingargallans séu að gera það sem er barninu okkar fyrir bestu á þeim tíma sem þeir áætla að það þurfi. Sem foreldri skarðabarns reyndi ég að ýta þessu svari forstjórans frá mér, en það tókst ekki því mér finnst þetta vanvirðing gangvart börnunum okkar og því mikla starfi sem læknar og sérfræðingar sem starfa með börnunum okkar sinna fá frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem foreldri skarðabarns krefst ég þess að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands útskýri svarið sitt frá 18. nóvember sl. og jafnframt biðla ég til þeirra sem eru á sama máli og ég að gera slíkt hið sama, með samtakamætti er hægt að spyrna við fáfræði og virðingarleysi. Höfundur er stjórnarmaður í Breiðum brosum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál hjá börnunum okkar, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda, því í dag eru börnum mismunað eftir því hvernig gallinn birtist í fæðingu. Sem dæmi: Sonur minn fæddist með skarð í vör og tanngarði, við fáum niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands vegna tannréttinga, en svo því sé haldið til haga þá þurfum við að hafa fyrir því að fá niðurgreiðsluna og alltaf er verið að gera það erfiðara og erfiðara fyrir foreldra og börnin okkar að njóta þeirra réttinda sem eiga að vera til staðar. Börn sem fæðast með skarð í tanngarði fá ekki niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands vegna tannréttinga, og barátta foreldra þeirra barna er óbilandi og mikil þörf er á breytingum þannig að öll skarðabörn njóti sama réttar. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir orðrétt í viðtali sem birtist í fréttablaðinu 19. nóvember sl, að skarð geti vaxið af börnum, Hún segir ,,að hluti frávika af þessu tagi vaxi af barninu og því skiptir máli að skoða umfang vandans og að hefja upphaf meðferðar á réttum tíma í stað þess að byrja of snemma,,. Hér er annað hvort um að ræða gríðarlega vanþekkingu á málefninu eða einbeittan brotavilja til þess að mismuna börnum. Við foreldrar skarðabarna erum alls ekki öll læknismenntuð eða sérfræðimenntuð, en við treystum á að læknarnir og sérfræðingarnir sem sinna börnunum okkar vegna fæðingargallans séu að gera það sem er barninu okkar fyrir bestu á þeim tíma sem þeir áætla að það þurfi. Sem foreldri skarðabarns reyndi ég að ýta þessu svari forstjórans frá mér, en það tókst ekki því mér finnst þetta vanvirðing gangvart börnunum okkar og því mikla starfi sem læknar og sérfræðingar sem starfa með börnunum okkar sinna fá frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem foreldri skarðabarns krefst ég þess að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands útskýri svarið sitt frá 18. nóvember sl. og jafnframt biðla ég til þeirra sem eru á sama máli og ég að gera slíkt hið sama, með samtakamætti er hægt að spyrna við fáfræði og virðingarleysi. Höfundur er stjórnarmaður í Breiðum brosum.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun